Brostu þó illa tenntur sért Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 30. júlí 2019 07:00 Einn föstudaginn var gítarleikarinn okkar afar dapur á hljómsveitaræfingunni. Hann er ekki aðeins gítarleikari heldur syngur með sinni bassarödd svo fagurlega að hvert sinn sem ég heyri finnst mér ég vera lítill drengur í tómstundaherberginu hans pabba að hlusta á Roger Whittaker. Þar að auki er hann bjartsýnasti og brosmildasti maður sem ég þekki. En það hafði svolítið komið uppá. Hann er nefnilega kennari líka og þegar hann var að afhenda einkunnirnar tóku nærstaddir eftir því að hann talaði útí bláinn. Fór fólk að spyrja hann einfaldra spurninga og kom þá í ljós að hann mundi ekki nöfn barnanna. Það var farið með hann á spítala og þar kom í ljós að einhver þremillinn þrengdi að æð í heila svo til vandræða horfði. Hægt var að bægja hættunni frá að sinni en þennan föstudag var yfirvofandi aðgerð þar sem fjarlægja átti vágestinn að fullu. En slíkt er vandaverk og ef illa fer getur sjúklingurinn vaknað mállaus eða með heilabilun. Það þyrmdi yfir mig þegar ég frétti þetta. Svo var ég í borgarferð í Málaga þegar ég síðan frétti að allt hefði tekist vel og hann vaknað jafn spakur eftir aðgerðina og hann hafði sofnað. Ég fagnaði vel en varð þá fyrir því óhappi að gervitönnin sem trónir fremst í munni sat föst í súsíinu mínu. Síðan gat ég ekki á mér heilum tekið meðan ég rölti um borgina eins illa tenntur og þræll til forna. Á leiðinni útúr borginni varð mér hugsað til vinar míns og þá allt í einu blasti við stórt skilti þar sem á stóð: Málaga. Og það var satt, það má laga svona skolt. Svona er ágætt að geta borið saman bömmera sína við alvöru vandamál sem fólk á við að etja. Og ég held að ég muni ekki fara á bömmer framar yfir einhverju sem ég veit að vel að má laga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Einn föstudaginn var gítarleikarinn okkar afar dapur á hljómsveitaræfingunni. Hann er ekki aðeins gítarleikari heldur syngur með sinni bassarödd svo fagurlega að hvert sinn sem ég heyri finnst mér ég vera lítill drengur í tómstundaherberginu hans pabba að hlusta á Roger Whittaker. Þar að auki er hann bjartsýnasti og brosmildasti maður sem ég þekki. En það hafði svolítið komið uppá. Hann er nefnilega kennari líka og þegar hann var að afhenda einkunnirnar tóku nærstaddir eftir því að hann talaði útí bláinn. Fór fólk að spyrja hann einfaldra spurninga og kom þá í ljós að hann mundi ekki nöfn barnanna. Það var farið með hann á spítala og þar kom í ljós að einhver þremillinn þrengdi að æð í heila svo til vandræða horfði. Hægt var að bægja hættunni frá að sinni en þennan föstudag var yfirvofandi aðgerð þar sem fjarlægja átti vágestinn að fullu. En slíkt er vandaverk og ef illa fer getur sjúklingurinn vaknað mállaus eða með heilabilun. Það þyrmdi yfir mig þegar ég frétti þetta. Svo var ég í borgarferð í Málaga þegar ég síðan frétti að allt hefði tekist vel og hann vaknað jafn spakur eftir aðgerðina og hann hafði sofnað. Ég fagnaði vel en varð þá fyrir því óhappi að gervitönnin sem trónir fremst í munni sat föst í súsíinu mínu. Síðan gat ég ekki á mér heilum tekið meðan ég rölti um borgina eins illa tenntur og þræll til forna. Á leiðinni útúr borginni varð mér hugsað til vinar míns og þá allt í einu blasti við stórt skilti þar sem á stóð: Málaga. Og það var satt, það má laga svona skolt. Svona er ágætt að geta borið saman bömmera sína við alvöru vandamál sem fólk á við að etja. Og ég held að ég muni ekki fara á bömmer framar yfir einhverju sem ég veit að vel að má laga.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun