Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2019 18:41 Javid fjármálaráðherra hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. Vísir/EPA Hagkerfi Bretlands dróst saman um 0,2% á milli apríl og júní en það er í fyrsta skipti sem samdráttur verður frá árinu 2012. Fjármálaráðherra landsins segist engu að síður ekki telja að kreppa sér yfirvofandi. Tölur bresku hagstofunnar komu á óvart en hagfræðingar áttu frekar von á stöðnun en samdrætti. Gengi pundsins veiktist í kjölfarið og hefur það ekki verið veikara gagnvart Bandaríkjadollara í 31 mánuð og gagnvart evrunni í tvö ár. Samdrátturinn er rakinn til minni framleiðslu og veikingar í byggingariðnaði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hagstofan segir að landsframleiðslan í ár hafi verið sérstaklega hviklynd, meðal annars vegna þess að upphaflega ætluðu Bretar sér að ganga úr Evrópusambandinu í lok mars. Framleiðendur höfðu komið sér upp birgðum fyrir útgöngudaginn og jókst framleiðsla á meðan. Sajid Javid, fjármálaráðherra, segir að þrátt fyrir samdráttinn spái enginn kreppu á Bretlandi. Undirstöður breska hagkerfisins séu enn sterkar. „Þetta eru krefjandi tímar í hagkerfi heimsins og hægt hefur á vexti í mörgum löndum,“ segir Javid. Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndir demókratar kenna aftur á móti vandræðagangi ríkisstjórnar Íhaldsflokksins í kringum útgönguna úr Evrópusambandinu um samdráttinn, ekki síst hótunum Boris Johnson, forsætisráðherra, um að draga landið út án samnings. Bretland Brexit Tengdar fréttir Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58 Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Hagkerfi Bretlands dróst saman um 0,2% á milli apríl og júní en það er í fyrsta skipti sem samdráttur verður frá árinu 2012. Fjármálaráðherra landsins segist engu að síður ekki telja að kreppa sér yfirvofandi. Tölur bresku hagstofunnar komu á óvart en hagfræðingar áttu frekar von á stöðnun en samdrætti. Gengi pundsins veiktist í kjölfarið og hefur það ekki verið veikara gagnvart Bandaríkjadollara í 31 mánuð og gagnvart evrunni í tvö ár. Samdrátturinn er rakinn til minni framleiðslu og veikingar í byggingariðnaði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hagstofan segir að landsframleiðslan í ár hafi verið sérstaklega hviklynd, meðal annars vegna þess að upphaflega ætluðu Bretar sér að ganga úr Evrópusambandinu í lok mars. Framleiðendur höfðu komið sér upp birgðum fyrir útgöngudaginn og jókst framleiðsla á meðan. Sajid Javid, fjármálaráðherra, segir að þrátt fyrir samdráttinn spái enginn kreppu á Bretlandi. Undirstöður breska hagkerfisins séu enn sterkar. „Þetta eru krefjandi tímar í hagkerfi heimsins og hægt hefur á vexti í mörgum löndum,“ segir Javid. Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndir demókratar kenna aftur á móti vandræðagangi ríkisstjórnar Íhaldsflokksins í kringum útgönguna úr Evrópusambandinu um samdráttinn, ekki síst hótunum Boris Johnson, forsætisráðherra, um að draga landið út án samnings.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58 Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58