Sjötíu handteknir í alþjóðlegri aðgerð gegn barnamansali Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 13:43 Íslenska lögreglan tók þátt í aðgerðunum. Vísir/vilhelm Lögregla á Íslandi tók þátt í samevrópskum aðgerðum Europol gegn mansali á börnum í júní síðastliðnum. Sjötíu voru handteknir í aðgerðunum, sem lögregla í Bretlandi fór fyrir. Enginn var þó handtekinn á Íslandi en hlutur íslensku lögreglunnar fólst aðallega í auknu eftirliti. Í tilkynningu frá Europol segir að sextán lönd Evrópusambandsins, auk Íslands og Sviss, hafi staðið að handtökunum. Aðgerðirnar beindust gegn mansali á börnum, sem lýtur bæði að kynlífs- og vinnuþrælkun. Lögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðunum ræddu við yfir 127 þúsund einstaklinga, skoðuðu yfir 63 þúsund farartæki og heimsóttu á annað þúsund staði, þar á meðal hafnir, flugvelli og landamærahlið, við rannsóknina. Alls 34 voru handteknir vegna gruns um mansal og 36 handteknir til viðbótar fyrir aðra glæpi á borð við rán, dreifingu á barnaklámi og að stuðla að ólöglegum fólksflutningum milli landa. Þá bar lögregla kennsl á 206 ætluð fórnarlömb, þar af voru 53 undir lögaldri. 31 mansalsmál er nú til skoðunar í þátttökulöndunum eftir að ráðist var í aðgerðirnar. Auk Íslands tóku eftirfarandi lönd þátt í umræddum aðgerðum: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Króatía, Þýskaland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Holland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss og Bretland. Lögregluyfirvöld í hinu síðastnefnda leiddu aðgerðina, eins og áður sagði. Ekki er frekar greint frá aðkomu lögreglu í hverju landi fyrir sig í tilkynningu Europol og þá liggur ekki fyrir hvort einhverjir hinna grunuðu hafi verið handteknir á Íslandi.Fréttin var uppfærð klukkan 17:05. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Lögregla á Íslandi tók þátt í samevrópskum aðgerðum Europol gegn mansali á börnum í júní síðastliðnum. Sjötíu voru handteknir í aðgerðunum, sem lögregla í Bretlandi fór fyrir. Enginn var þó handtekinn á Íslandi en hlutur íslensku lögreglunnar fólst aðallega í auknu eftirliti. Í tilkynningu frá Europol segir að sextán lönd Evrópusambandsins, auk Íslands og Sviss, hafi staðið að handtökunum. Aðgerðirnar beindust gegn mansali á börnum, sem lýtur bæði að kynlífs- og vinnuþrælkun. Lögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðunum ræddu við yfir 127 þúsund einstaklinga, skoðuðu yfir 63 þúsund farartæki og heimsóttu á annað þúsund staði, þar á meðal hafnir, flugvelli og landamærahlið, við rannsóknina. Alls 34 voru handteknir vegna gruns um mansal og 36 handteknir til viðbótar fyrir aðra glæpi á borð við rán, dreifingu á barnaklámi og að stuðla að ólöglegum fólksflutningum milli landa. Þá bar lögregla kennsl á 206 ætluð fórnarlömb, þar af voru 53 undir lögaldri. 31 mansalsmál er nú til skoðunar í þátttökulöndunum eftir að ráðist var í aðgerðirnar. Auk Íslands tóku eftirfarandi lönd þátt í umræddum aðgerðum: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Króatía, Þýskaland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Holland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss og Bretland. Lögregluyfirvöld í hinu síðastnefnda leiddu aðgerðina, eins og áður sagði. Ekki er frekar greint frá aðkomu lögreglu í hverju landi fyrir sig í tilkynningu Europol og þá liggur ekki fyrir hvort einhverjir hinna grunuðu hafi verið handteknir á Íslandi.Fréttin var uppfærð klukkan 17:05.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira