Öldungur í sjálfheldu vill efndir frá ráðherra Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. ágúst 2019 06:15 Hjörleifur Hallgríms vill byggja íbúðarhús á lóðinni á Aðalstræti 12b, staðan er enn óbreytt frá því 13. apríl í fyrra. fréttablaðið/Auðunn „Það er svo gjörsamlega út í hött að Minjastofnun geti stoppað mig af þannig að ég geti ekki einu sinni losað mig við lóðina,“ segir Hjörleifur Hallgríms, eigandi Aðalstrætis 12b á Akureyri. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í apríl í fyrra hefur Hjörleifur viljað byggja íbúðarhús á lóð sinni á Aðalstræti sem hann keypti fyrir sjö árum. Sjálfur bjó hann í æsku í húsi sem þar stóð og hafði áður hýst Hótel Akureyri. Haustið 2017 var hann tilbúinn að hefja jarðvegsframkvæmdir og búið að mæla út fyrir húsi þegar hann fékk tölvupóst frá skipulagsstjóra bæjarins um að fyrst þyrfti að ganga úr skugga um hvort fornleifar leyndust þar. Var þetta að kröfu Minjastofnunar og átti Hjörleifur að kosta uppgröft á lóðinni. „En mér kemur þetta fjárann ekkert við og ég borga ekki fyrir neinn uppgröft. Ég get gefið þeim leyfi til að grafa en ég fer ekki að borga nærri milljón enda er ég ellilífeyrisþegi og hef ekkert efni á því,“ segir Hjörleifur. Að sögn Hjörleifs er hann nú í sjálfheldu. „Ég er orðinn það gamall að héðan af fer ég ekki að byggja sjálfur og það kaupir enginn lóðina af mér með þessari kvöð á henni,“ segir hann. Hjörleifur, sem nú er 82 ára, kveðst hafa leitað til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, til að fá lausn á málinu. Hann fékk Jón Hjaltason sagnfræðing, sem skrifað hefur um sögu Akureyrar, til að senda ráðuneytinu greinargerð. Hún er frá því í lok apríl í vor. Jón rekur byggingarsöguna á lóðinni í bréfi sínu. „Má ég hundur heita ef þarna finnast fornleifar,“ segir Jón. Mjó strandlengjan neðan Naustahöfða hafi ekki freistað nokkurs manns í bændasamfélagi fyrri tíma. „Niðurstaðan er því sú að ég er 99,9 prósent (mig langar til að segja 100 prósent en finnst það heldur digurbarkalegt) viss um að á lóðinni við Aðalstræti 12b finnast engar fornleifar, sama hversu ítarlega væri þar leitað og grafið.“ Hjörleifur kveðst hafa hitt Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra þegar hún kom í vor til Akureyrar til að opna sýningu þar. Það hafi verið eftir að hann sendi ráðherranum bréf ásamt greinargerð Jóns Hjaltasonar. „Þá lofaði hún mér því að taka þetta fyrir um leið og þingið væri búið. Ég hef ekki heyrt í henni enn þá þótt ég sé margoft búinn að reyna að ná í hana. Mér þykir verst að Lilja svarar mér ekkert núna.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
„Það er svo gjörsamlega út í hött að Minjastofnun geti stoppað mig af þannig að ég geti ekki einu sinni losað mig við lóðina,“ segir Hjörleifur Hallgríms, eigandi Aðalstrætis 12b á Akureyri. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í apríl í fyrra hefur Hjörleifur viljað byggja íbúðarhús á lóð sinni á Aðalstræti sem hann keypti fyrir sjö árum. Sjálfur bjó hann í æsku í húsi sem þar stóð og hafði áður hýst Hótel Akureyri. Haustið 2017 var hann tilbúinn að hefja jarðvegsframkvæmdir og búið að mæla út fyrir húsi þegar hann fékk tölvupóst frá skipulagsstjóra bæjarins um að fyrst þyrfti að ganga úr skugga um hvort fornleifar leyndust þar. Var þetta að kröfu Minjastofnunar og átti Hjörleifur að kosta uppgröft á lóðinni. „En mér kemur þetta fjárann ekkert við og ég borga ekki fyrir neinn uppgröft. Ég get gefið þeim leyfi til að grafa en ég fer ekki að borga nærri milljón enda er ég ellilífeyrisþegi og hef ekkert efni á því,“ segir Hjörleifur. Að sögn Hjörleifs er hann nú í sjálfheldu. „Ég er orðinn það gamall að héðan af fer ég ekki að byggja sjálfur og það kaupir enginn lóðina af mér með þessari kvöð á henni,“ segir hann. Hjörleifur, sem nú er 82 ára, kveðst hafa leitað til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, til að fá lausn á málinu. Hann fékk Jón Hjaltason sagnfræðing, sem skrifað hefur um sögu Akureyrar, til að senda ráðuneytinu greinargerð. Hún er frá því í lok apríl í vor. Jón rekur byggingarsöguna á lóðinni í bréfi sínu. „Má ég hundur heita ef þarna finnast fornleifar,“ segir Jón. Mjó strandlengjan neðan Naustahöfða hafi ekki freistað nokkurs manns í bændasamfélagi fyrri tíma. „Niðurstaðan er því sú að ég er 99,9 prósent (mig langar til að segja 100 prósent en finnst það heldur digurbarkalegt) viss um að á lóðinni við Aðalstræti 12b finnast engar fornleifar, sama hversu ítarlega væri þar leitað og grafið.“ Hjörleifur kveðst hafa hitt Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra þegar hún kom í vor til Akureyrar til að opna sýningu þar. Það hafi verið eftir að hann sendi ráðherranum bréf ásamt greinargerð Jóns Hjaltasonar. „Þá lofaði hún mér því að taka þetta fyrir um leið og þingið væri búið. Ég hef ekki heyrt í henni enn þá þótt ég sé margoft búinn að reyna að ná í hana. Mér þykir verst að Lilja svarar mér ekkert núna.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira