Öldungur í sjálfheldu vill efndir frá ráðherra Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. ágúst 2019 06:15 Hjörleifur Hallgríms vill byggja íbúðarhús á lóðinni á Aðalstræti 12b, staðan er enn óbreytt frá því 13. apríl í fyrra. fréttablaðið/Auðunn „Það er svo gjörsamlega út í hött að Minjastofnun geti stoppað mig af þannig að ég geti ekki einu sinni losað mig við lóðina,“ segir Hjörleifur Hallgríms, eigandi Aðalstrætis 12b á Akureyri. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í apríl í fyrra hefur Hjörleifur viljað byggja íbúðarhús á lóð sinni á Aðalstræti sem hann keypti fyrir sjö árum. Sjálfur bjó hann í æsku í húsi sem þar stóð og hafði áður hýst Hótel Akureyri. Haustið 2017 var hann tilbúinn að hefja jarðvegsframkvæmdir og búið að mæla út fyrir húsi þegar hann fékk tölvupóst frá skipulagsstjóra bæjarins um að fyrst þyrfti að ganga úr skugga um hvort fornleifar leyndust þar. Var þetta að kröfu Minjastofnunar og átti Hjörleifur að kosta uppgröft á lóðinni. „En mér kemur þetta fjárann ekkert við og ég borga ekki fyrir neinn uppgröft. Ég get gefið þeim leyfi til að grafa en ég fer ekki að borga nærri milljón enda er ég ellilífeyrisþegi og hef ekkert efni á því,“ segir Hjörleifur. Að sögn Hjörleifs er hann nú í sjálfheldu. „Ég er orðinn það gamall að héðan af fer ég ekki að byggja sjálfur og það kaupir enginn lóðina af mér með þessari kvöð á henni,“ segir hann. Hjörleifur, sem nú er 82 ára, kveðst hafa leitað til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, til að fá lausn á málinu. Hann fékk Jón Hjaltason sagnfræðing, sem skrifað hefur um sögu Akureyrar, til að senda ráðuneytinu greinargerð. Hún er frá því í lok apríl í vor. Jón rekur byggingarsöguna á lóðinni í bréfi sínu. „Má ég hundur heita ef þarna finnast fornleifar,“ segir Jón. Mjó strandlengjan neðan Naustahöfða hafi ekki freistað nokkurs manns í bændasamfélagi fyrri tíma. „Niðurstaðan er því sú að ég er 99,9 prósent (mig langar til að segja 100 prósent en finnst það heldur digurbarkalegt) viss um að á lóðinni við Aðalstræti 12b finnast engar fornleifar, sama hversu ítarlega væri þar leitað og grafið.“ Hjörleifur kveðst hafa hitt Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra þegar hún kom í vor til Akureyrar til að opna sýningu þar. Það hafi verið eftir að hann sendi ráðherranum bréf ásamt greinargerð Jóns Hjaltasonar. „Þá lofaði hún mér því að taka þetta fyrir um leið og þingið væri búið. Ég hef ekki heyrt í henni enn þá þótt ég sé margoft búinn að reyna að ná í hana. Mér þykir verst að Lilja svarar mér ekkert núna.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Skipulag Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Það er svo gjörsamlega út í hött að Minjastofnun geti stoppað mig af þannig að ég geti ekki einu sinni losað mig við lóðina,“ segir Hjörleifur Hallgríms, eigandi Aðalstrætis 12b á Akureyri. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í apríl í fyrra hefur Hjörleifur viljað byggja íbúðarhús á lóð sinni á Aðalstræti sem hann keypti fyrir sjö árum. Sjálfur bjó hann í æsku í húsi sem þar stóð og hafði áður hýst Hótel Akureyri. Haustið 2017 var hann tilbúinn að hefja jarðvegsframkvæmdir og búið að mæla út fyrir húsi þegar hann fékk tölvupóst frá skipulagsstjóra bæjarins um að fyrst þyrfti að ganga úr skugga um hvort fornleifar leyndust þar. Var þetta að kröfu Minjastofnunar og átti Hjörleifur að kosta uppgröft á lóðinni. „En mér kemur þetta fjárann ekkert við og ég borga ekki fyrir neinn uppgröft. Ég get gefið þeim leyfi til að grafa en ég fer ekki að borga nærri milljón enda er ég ellilífeyrisþegi og hef ekkert efni á því,“ segir Hjörleifur. Að sögn Hjörleifs er hann nú í sjálfheldu. „Ég er orðinn það gamall að héðan af fer ég ekki að byggja sjálfur og það kaupir enginn lóðina af mér með þessari kvöð á henni,“ segir hann. Hjörleifur, sem nú er 82 ára, kveðst hafa leitað til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, til að fá lausn á málinu. Hann fékk Jón Hjaltason sagnfræðing, sem skrifað hefur um sögu Akureyrar, til að senda ráðuneytinu greinargerð. Hún er frá því í lok apríl í vor. Jón rekur byggingarsöguna á lóðinni í bréfi sínu. „Má ég hundur heita ef þarna finnast fornleifar,“ segir Jón. Mjó strandlengjan neðan Naustahöfða hafi ekki freistað nokkurs manns í bændasamfélagi fyrri tíma. „Niðurstaðan er því sú að ég er 99,9 prósent (mig langar til að segja 100 prósent en finnst það heldur digurbarkalegt) viss um að á lóðinni við Aðalstræti 12b finnast engar fornleifar, sama hversu ítarlega væri þar leitað og grafið.“ Hjörleifur kveðst hafa hitt Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra þegar hún kom í vor til Akureyrar til að opna sýningu þar. Það hafi verið eftir að hann sendi ráðherranum bréf ásamt greinargerð Jóns Hjaltasonar. „Þá lofaði hún mér því að taka þetta fyrir um leið og þingið væri búið. Ég hef ekki heyrt í henni enn þá þótt ég sé margoft búinn að reyna að ná í hana. Mér þykir verst að Lilja svarar mér ekkert núna.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Skipulag Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira