Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2019 14:56 Cecilía Rán Rúnarsdóttir er valin í íslenska landsliðið í fyrsta sinn. Vísir/Bára Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannhóp sinn fyrir fyrstu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2021. Jón Þór gerði grein fyrir vali sínu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Sýnar í dag. Þetta er fyrstu keppnisleikir íslensku stelpnanna síðan að Jón Þór tók við liðinu af Frey Alexanderssyni. Leikirnir fara fram á Laugardalsvelli í lok ágúst og byrjun september en þeir eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021. Jón Þór Hauksson hefur stýrt íslenska liðinu í átta æfingaleikjum í ár þar af þremur þeirra á Algarve-mótinu en nú er komið að fyrsta alvöru prófinu. Cloé Lacasse er komin með íslenskt ríkisfang en hún var ekki valinn í hópinn að þessu sinni. Cloé Lacasse skoraði 11 mörk í 12 leikjum með ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í sumar áður en hún yfirgaf Eyjarnar og samdi við portúgalska félagið Benfica. Í hópnum er aftur á móti Cecilía Rán Rúnarsdóttir frá Fylki en hún er nýbúin að halda upp á sextán ára afmælið sitt. Cecilía Rán er eini nýliðinn í landsliðshópnum að þessu sinni. Jón Þór gerir tvær breytingar á hópnum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir kemur inn fyrir Guðbjörgu Gunnarsdóttur sem er ólétt og Svava Rós Guðmundsdóttir kemur inn fyrir Söndru Maríu Jessen. Reynsluboltinn Margrét Lára Viðarsdóttir er í landsliðshópnum og hún var ein af sjö Valskonum sem voru valdar. Breiðablik er líka með sjö leikmenn í hópnum.Hópurinn fyrir leikina á móti Ungverjalandi og Slóvakíu: Sandra Sigurðardóttir | Valur Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir Ásta Eir Árnadóttir | Breiðablik Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden Sif Atladóttir | Kristianstads DFF Guðný Árnadóttir | Valur Anna Björk Kristjánsdóttir | PSV Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir | Breiðablik Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur Dagný Brynjarsdóttir | Portland Thorns Margrét Lára Viðarsdóttir | Valur Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Breiðablik Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik Hlín Eiríksdóttir | Valur Agla María Albertsdóttir | Breiðablik Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Breiðablik Elín Metta Jensen | Valur Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstads DFF Fanndís Friðriksdóttir | Valur EM 2021 í Englandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannhóp sinn fyrir fyrstu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2021. Jón Þór gerði grein fyrir vali sínu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Sýnar í dag. Þetta er fyrstu keppnisleikir íslensku stelpnanna síðan að Jón Þór tók við liðinu af Frey Alexanderssyni. Leikirnir fara fram á Laugardalsvelli í lok ágúst og byrjun september en þeir eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021. Jón Þór Hauksson hefur stýrt íslenska liðinu í átta æfingaleikjum í ár þar af þremur þeirra á Algarve-mótinu en nú er komið að fyrsta alvöru prófinu. Cloé Lacasse er komin með íslenskt ríkisfang en hún var ekki valinn í hópinn að þessu sinni. Cloé Lacasse skoraði 11 mörk í 12 leikjum með ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í sumar áður en hún yfirgaf Eyjarnar og samdi við portúgalska félagið Benfica. Í hópnum er aftur á móti Cecilía Rán Rúnarsdóttir frá Fylki en hún er nýbúin að halda upp á sextán ára afmælið sitt. Cecilía Rán er eini nýliðinn í landsliðshópnum að þessu sinni. Jón Þór gerir tvær breytingar á hópnum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir kemur inn fyrir Guðbjörgu Gunnarsdóttur sem er ólétt og Svava Rós Guðmundsdóttir kemur inn fyrir Söndru Maríu Jessen. Reynsluboltinn Margrét Lára Viðarsdóttir er í landsliðshópnum og hún var ein af sjö Valskonum sem voru valdar. Breiðablik er líka með sjö leikmenn í hópnum.Hópurinn fyrir leikina á móti Ungverjalandi og Slóvakíu: Sandra Sigurðardóttir | Valur Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir Ásta Eir Árnadóttir | Breiðablik Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden Sif Atladóttir | Kristianstads DFF Guðný Árnadóttir | Valur Anna Björk Kristjánsdóttir | PSV Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir | Breiðablik Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur Dagný Brynjarsdóttir | Portland Thorns Margrét Lára Viðarsdóttir | Valur Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Breiðablik Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik Hlín Eiríksdóttir | Valur Agla María Albertsdóttir | Breiðablik Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Breiðablik Elín Metta Jensen | Valur Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstads DFF Fanndís Friðriksdóttir | Valur
EM 2021 í Englandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira