Læknaritari – heilbrigðisgagnafræðingur Hólmfríður Einarsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 08:15 Reglugerð heilbrigðisráðherra um að starfsheitið læknaritari breytist í heilbrigðisgagnafræðingur liggur nú fyrir. Í framhaldinu mun nafni Félags íslenskra læknaritara verða breytt í Félag heilbrigðisgagnafræðinga. Nám læknaritara mun flytjast til Háskóla Íslands frá heilbrigðisbraut FÁ. Nýtt nám í heilbrigðisgagnafræði hefst nú í haust (2019) við HÍ. Nýja námið er fagháskólanám og er skipulögð námsleið innan Læknadeildar HÍ. Námið er 90ECTS eininga fræðilegt og starfstengt nám sem veitir réttindi til að starfa sem heilbrigðisgagnafæðingur. Námið skilar diplómagráðu og þeir sem ljúka því geta sótt um starfsleyfi til Embættis landlæknis til að kalla sig heilbrigðisgagnafræðinga og starfa sem slíkir. Læknaritarar hafa verið sérstök heilbrigðisstétt frá 1970, þegar félag þeirra var stofnað. Fyrir þann tíma handskrifuðu læknar sjálfir sjúkraskrár og utanumhald um sjúkraskrár var almennt mjög lítið. Læknaritarar fengu löggildingu á starfsheiti sínu árið 1986. Í framhaldi af því var nám í læknaritun sett á laggirnar við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Námið var skipulagt sem 2 ára bóklegt nám og 4 mánaða starfsnám að loknu stúdentsprófi. Námið var þó alltaf á „gráu svæði“ þegar það var staðsett í fjölbrautaskóla. Aðsókn að gamla náminu hefur ekki verið nægilega mikil til að svara þörfum heilbrigðiskerfisins. Á undanförnum árum hafa störf læknaritara tekið miklum breytingum og þörf á nýju námi aukist verulega. Því hefur það lengi verið baráttumál læknaritara að efla námið og koma því á eðlilegan stað í skólakerfinu. Nú er orðinn verulegur skortur á hæfu fólki með fagmenntun til þessara starfa og nýja námið er mikið fagnaðarefni.Hvað gerir heilbrigðisgagnafræðingur? Heilbrigðisgagnafræðingur hefur sérþekkingu á meðhöndlun heilbrigðisgagna, gæðastöðlum, skilvirkni skráningar og lagaumhverfi heilbrigðisþjónustunnar. Hann hefur jafnframt haldgóða þekkingu á heilbrigðiskerfinu og innviðum þess. Heilbrigðisgagnafræðingur starfar sjálfstætt í samræmi við gildandi lög og reglugerðir um meðhöndlun heilbrigðis- og persónuupplýsinga og þarf að fylgjast vel með nýjungum og framþróun á starfsviði sínu. Heilbrigðisgagnafræðingur gegnir lykilhlutverki varðandi heildstætt utanumhald heilbrigðisupplýsinga og sér til þess að öryggi og aðgengi að þeim sé tryggt. Hann stýrir og sinnir gæðaeftirliti sem miðar að því að tryggja áreiðanleika gagna og ber ábyrgð á móttöku heilbrigðisupplýsinga, skipulagningu skráninga, kóðun, úrvinnslu og vistun sem og miðlun upplýsinga. Hann tekur þátt í stefnumótun varðandi þróun rafrænnar sjúkraskrár. Hann er tengiliður á milli sjúklinga, fagstétta og annarra hagaðila. Hann skipuleggur og sinnir kennslu og þjálfun annarra heilbrigðisstétta í notkun rafrænnar sjúkraskrár. Heilbrigðisgagnafræðingur vinnur náið með öðrum heilbrigðisstéttum. Starfsvettvangur heilbrigðisgagnafræðinga er einkum á heilbrigðisstofnunum, opinberum sem og í einkarekstri. Skráningu í nýtt nám í heilbrigðisgagnafræði við HÍ er nú lokið fyrir fyrstu önnina. Mjög góð aðsókn var að náminu og nokkuð yfir 100 nemendur sóttu um inngöngu. Góðir atvinnumöguleikar eru fyrir heilbrigðisgagnafræðinga þar sem lítil endurnýjun hefur verið í stéttinni síðustu árin og þörfin fyrir hæfan starfskraft er mikil. Þeim sem vilja fræðast um námið er bent á vef HÍ, https://www.hi.is/heilbrigdisgagnafraedi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Reglugerð heilbrigðisráðherra um að starfsheitið læknaritari breytist í heilbrigðisgagnafræðingur liggur nú fyrir. Í framhaldinu mun nafni Félags íslenskra læknaritara verða breytt í Félag heilbrigðisgagnafræðinga. Nám læknaritara mun flytjast til Háskóla Íslands frá heilbrigðisbraut FÁ. Nýtt nám í heilbrigðisgagnafræði hefst nú í haust (2019) við HÍ. Nýja námið er fagháskólanám og er skipulögð námsleið innan Læknadeildar HÍ. Námið er 90ECTS eininga fræðilegt og starfstengt nám sem veitir réttindi til að starfa sem heilbrigðisgagnafæðingur. Námið skilar diplómagráðu og þeir sem ljúka því geta sótt um starfsleyfi til Embættis landlæknis til að kalla sig heilbrigðisgagnafræðinga og starfa sem slíkir. Læknaritarar hafa verið sérstök heilbrigðisstétt frá 1970, þegar félag þeirra var stofnað. Fyrir þann tíma handskrifuðu læknar sjálfir sjúkraskrár og utanumhald um sjúkraskrár var almennt mjög lítið. Læknaritarar fengu löggildingu á starfsheiti sínu árið 1986. Í framhaldi af því var nám í læknaritun sett á laggirnar við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Námið var skipulagt sem 2 ára bóklegt nám og 4 mánaða starfsnám að loknu stúdentsprófi. Námið var þó alltaf á „gráu svæði“ þegar það var staðsett í fjölbrautaskóla. Aðsókn að gamla náminu hefur ekki verið nægilega mikil til að svara þörfum heilbrigðiskerfisins. Á undanförnum árum hafa störf læknaritara tekið miklum breytingum og þörf á nýju námi aukist verulega. Því hefur það lengi verið baráttumál læknaritara að efla námið og koma því á eðlilegan stað í skólakerfinu. Nú er orðinn verulegur skortur á hæfu fólki með fagmenntun til þessara starfa og nýja námið er mikið fagnaðarefni.Hvað gerir heilbrigðisgagnafræðingur? Heilbrigðisgagnafræðingur hefur sérþekkingu á meðhöndlun heilbrigðisgagna, gæðastöðlum, skilvirkni skráningar og lagaumhverfi heilbrigðisþjónustunnar. Hann hefur jafnframt haldgóða þekkingu á heilbrigðiskerfinu og innviðum þess. Heilbrigðisgagnafræðingur starfar sjálfstætt í samræmi við gildandi lög og reglugerðir um meðhöndlun heilbrigðis- og persónuupplýsinga og þarf að fylgjast vel með nýjungum og framþróun á starfsviði sínu. Heilbrigðisgagnafræðingur gegnir lykilhlutverki varðandi heildstætt utanumhald heilbrigðisupplýsinga og sér til þess að öryggi og aðgengi að þeim sé tryggt. Hann stýrir og sinnir gæðaeftirliti sem miðar að því að tryggja áreiðanleika gagna og ber ábyrgð á móttöku heilbrigðisupplýsinga, skipulagningu skráninga, kóðun, úrvinnslu og vistun sem og miðlun upplýsinga. Hann tekur þátt í stefnumótun varðandi þróun rafrænnar sjúkraskrár. Hann er tengiliður á milli sjúklinga, fagstétta og annarra hagaðila. Hann skipuleggur og sinnir kennslu og þjálfun annarra heilbrigðisstétta í notkun rafrænnar sjúkraskrár. Heilbrigðisgagnafræðingur vinnur náið með öðrum heilbrigðisstéttum. Starfsvettvangur heilbrigðisgagnafræðinga er einkum á heilbrigðisstofnunum, opinberum sem og í einkarekstri. Skráningu í nýtt nám í heilbrigðisgagnafræði við HÍ er nú lokið fyrir fyrstu önnina. Mjög góð aðsókn var að náminu og nokkuð yfir 100 nemendur sóttu um inngöngu. Góðir atvinnumöguleikar eru fyrir heilbrigðisgagnafræðinga þar sem lítil endurnýjun hefur verið í stéttinni síðustu árin og þörfin fyrir hæfan starfskraft er mikil. Þeim sem vilja fræðast um námið er bent á vef HÍ, https://www.hi.is/heilbrigdisgagnafraedi
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun