Lúxemborg líklega fyrsta Evrópulandið til að lögleiða kannabis Sylvía Hall skrifar 7. ágúst 2019 18:59 Áætlað er að breytingarnar taki gildi innan tveggja ára. Vísir/Getty Heilbrigðisráðherra Lúxemborgar hefur staðfest að landið ætli sér að verða fyrsta Evrópulandið til þess að lögleiða framleiðslu og neyslu kannabisefna. Varaforsætisráðherra segir stefnu landsins í fíkniefnamálum síðasta hálfa áratuginn ekki hafa borið árangur. „Að banna allt hefur aðeins gert þetta meira spennandi fyrir ungt fólk,“ sagði varaforsætisráðherrann Etienne Schneider í samtali við Politico. Hann sagðist vona að breytingarnar yrðu til þess að fólk yrði víðsýnna þegar kæmi að fíkniefnum. Búist er við því að breytingarnar taki gildi innan tveggja ára. Þá munu íbúar landsins yfir átján ára aldri geta keypt sér kannabisefni til neyslu og mun ríkið búa til lagaramma utan um framleiðslu og dreifingu efnanna. Áætlað er að uppkast að lögunum verði klárt fyrir árslok þar sem fram mun koma hverskonar kannabis verði leyfilegt sem og hvernig það verður skattað.Vilja koma í veg fyrir fíkniefnatúrisma Með breytingunni verður varsla kannabisefna afglæpavædd og verður ungmennum á aldrinum 12 til 17 ára ekki refsað fyrir vörslu á fimm grömmum eða minna. Þeir sem fari hins vegar yfir það magn eigi von á harðri refsingu. Löggjöfin mun að öllum líkindum ekki ná yfir ferðamenn. Það er gert til þess að koma í veg fyrir að ferðamenn ferðist til landsins til þess eins að neyta kannabisefna. Þá er ekki stefnt að því að leyfa heimaræktun. Fari svo að löggjöfin verði að veruleika mun Lúxemborg feta í fótspor Kanada, Úrúgvæ og ellefu ríkja Bandaríkjanna. Landið hefur nú þegar lögleitt efnið í læknisfræðilegum tilgangi en kaup og sala þess er enn ólögleg. Kannabis Lúxemborg Lyf Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Lúxemborgar hefur staðfest að landið ætli sér að verða fyrsta Evrópulandið til þess að lögleiða framleiðslu og neyslu kannabisefna. Varaforsætisráðherra segir stefnu landsins í fíkniefnamálum síðasta hálfa áratuginn ekki hafa borið árangur. „Að banna allt hefur aðeins gert þetta meira spennandi fyrir ungt fólk,“ sagði varaforsætisráðherrann Etienne Schneider í samtali við Politico. Hann sagðist vona að breytingarnar yrðu til þess að fólk yrði víðsýnna þegar kæmi að fíkniefnum. Búist er við því að breytingarnar taki gildi innan tveggja ára. Þá munu íbúar landsins yfir átján ára aldri geta keypt sér kannabisefni til neyslu og mun ríkið búa til lagaramma utan um framleiðslu og dreifingu efnanna. Áætlað er að uppkast að lögunum verði klárt fyrir árslok þar sem fram mun koma hverskonar kannabis verði leyfilegt sem og hvernig það verður skattað.Vilja koma í veg fyrir fíkniefnatúrisma Með breytingunni verður varsla kannabisefna afglæpavædd og verður ungmennum á aldrinum 12 til 17 ára ekki refsað fyrir vörslu á fimm grömmum eða minna. Þeir sem fari hins vegar yfir það magn eigi von á harðri refsingu. Löggjöfin mun að öllum líkindum ekki ná yfir ferðamenn. Það er gert til þess að koma í veg fyrir að ferðamenn ferðist til landsins til þess eins að neyta kannabisefna. Þá er ekki stefnt að því að leyfa heimaræktun. Fari svo að löggjöfin verði að veruleika mun Lúxemborg feta í fótspor Kanada, Úrúgvæ og ellefu ríkja Bandaríkjanna. Landið hefur nú þegar lögleitt efnið í læknisfræðilegum tilgangi en kaup og sala þess er enn ólögleg.
Kannabis Lúxemborg Lyf Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira