Koscielny særði Arsenal goðsögn með uppátæki sínu í gær: „Þú ættir að skammast þín“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2019 10:00 Laurent Koscielny klæddi sig úr treyju Arsenal og var í treyju Bordeaux undir. Mynd/Twitter/FC Girondins de Bordeaux Laurent Koscielny er ekki lengur leikmaður Arsenal eftir að hann samdi við franska liðið Bordeaux í gær. Hvernig hann yfirgaf félagið og hvernig hann var kynntur í Frakklandi hefur ekki fallið vel í kramið hinum megin við Ermarsundið. Hinn 33 ára gamli Laurent Koscielny kom lítt þekktur til Arsenal þegar hann var 25 ára gamall og hafði aldrei spilað landsleik fyrir Frakka. Nú níu árum og 51 landsleik síðar gerði hann allt í sínu valdi til að losa sig undan síðasta árin samnings síns. Þessi brottför Laurent Koscielny frá Arsenal hefur nefnilega verið eitt stórt klúður og ekki fyrirliða félagsins sæmandi. Það er hægt að gagnrýna það harðlega þegar fyrirliði félags fer í verkfall til að þvinga fram sölu en það er annað að halda síðan áfram að gera lítið úr sínu gamla félagi þegar salan er gengin í gegn. Það finnst mörgum stuðningsmönnum Arsenal Laurent Koscielny hafa einmitt gert á samfélagsmiðlum Bordeaux í gær. Í myndbandinu á miðlum Bordeaux þá klæddi Laurent Koscielny sig úr Arsenal-treyjunni og var í treyju Bordeaux undir. Einn af þeim sem móðgaðist er Arsenal goðsögnin Ian Wright eins og sjá má hér fyrir neðan.This hurts. The level of disrespect You should be ashamed for the way you've left the club after 9 years! Got what you wanted and still trying to have a dig Hope it's worth it in the long run. https://t.co/7ShuTVss2u — Ian Wright (@IanWright0) August 6, 2019 „Þetta er sárt. Þvílík vanvirðing. Þú ættir að skammast þín fyrir hvernig þú yfirgafst félagið eftir níu ár. Þú fékkst það sem þú vildir og er samt ennþá að reyna að koma höggi á félagið. Ég vona að þetta sé þess virði fyrir þig,“ skrifaði Ian Wright undir myndbandið. Ian Wright spilaði sjálfur í sjö tímabil hjá Arsenal og skoraði 185 mörk í 288 leikjum í öllum keppnum fyrir félagið. Hann yfirgaf Arsneal sem markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins en Thierry Henry bætti metið hans árið 2005. Arsenal seldi Wright til West Ham United fyrir 500 þúsund pund sumarið 1998 en hann var þá að verða 35 ára. Ian Wright náði að spila fyrir fjögur félög (West Ham United, Nottingham Forest, Celtic og Burnley) áður en ferill hans endaði tveimur árum síðar. Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Laurent Koscielny er ekki lengur leikmaður Arsenal eftir að hann samdi við franska liðið Bordeaux í gær. Hvernig hann yfirgaf félagið og hvernig hann var kynntur í Frakklandi hefur ekki fallið vel í kramið hinum megin við Ermarsundið. Hinn 33 ára gamli Laurent Koscielny kom lítt þekktur til Arsenal þegar hann var 25 ára gamall og hafði aldrei spilað landsleik fyrir Frakka. Nú níu árum og 51 landsleik síðar gerði hann allt í sínu valdi til að losa sig undan síðasta árin samnings síns. Þessi brottför Laurent Koscielny frá Arsenal hefur nefnilega verið eitt stórt klúður og ekki fyrirliða félagsins sæmandi. Það er hægt að gagnrýna það harðlega þegar fyrirliði félags fer í verkfall til að þvinga fram sölu en það er annað að halda síðan áfram að gera lítið úr sínu gamla félagi þegar salan er gengin í gegn. Það finnst mörgum stuðningsmönnum Arsenal Laurent Koscielny hafa einmitt gert á samfélagsmiðlum Bordeaux í gær. Í myndbandinu á miðlum Bordeaux þá klæddi Laurent Koscielny sig úr Arsenal-treyjunni og var í treyju Bordeaux undir. Einn af þeim sem móðgaðist er Arsenal goðsögnin Ian Wright eins og sjá má hér fyrir neðan.This hurts. The level of disrespect You should be ashamed for the way you've left the club after 9 years! Got what you wanted and still trying to have a dig Hope it's worth it in the long run. https://t.co/7ShuTVss2u — Ian Wright (@IanWright0) August 6, 2019 „Þetta er sárt. Þvílík vanvirðing. Þú ættir að skammast þín fyrir hvernig þú yfirgafst félagið eftir níu ár. Þú fékkst það sem þú vildir og er samt ennþá að reyna að koma höggi á félagið. Ég vona að þetta sé þess virði fyrir þig,“ skrifaði Ian Wright undir myndbandið. Ian Wright spilaði sjálfur í sjö tímabil hjá Arsenal og skoraði 185 mörk í 288 leikjum í öllum keppnum fyrir félagið. Hann yfirgaf Arsneal sem markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins en Thierry Henry bætti metið hans árið 2005. Arsenal seldi Wright til West Ham United fyrir 500 þúsund pund sumarið 1998 en hann var þá að verða 35 ára. Ian Wright náði að spila fyrir fjögur félög (West Ham United, Nottingham Forest, Celtic og Burnley) áður en ferill hans endaði tveimur árum síðar.
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira