Rauði krossinn styður frumvarp um neyslurými Sylvía Hall skrifar 6. ágúst 2019 18:10 Rauði krossinn segir þörf vera á aukinni þjónustu við þá sem notast við ávana- og fíkniefni. Vísir/Andri Marinó Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni í mars á þessu ári. Frumvarpið felur í sér að heimilt verði að stofna og reka neyslurými að undangenginni heimild frá Landlækni. Í umsögn Rauða krossins sem birt var í dag er lýst yfir stuðningi við frumvarpið og þær breytingar á löggjöfinni sem felast í frumvarpinu. Það sé þörf á aukinni og bættri þjónustu fyrir þann jaðarsetta hóp sem notast við ávana- og fíkniefni og nauðsynlegt sé að draga úr skaðlegum afleiðingum slíkrar vímuefnanotkunar.Sjá einnig: Frumvarp um örugg neyslurými sprautufíkla verður líklega að lögum Rauði krossinn starfrækir til að mynda skaðaminnkunarverkefnin Frú Ragnheiði í Reykjavík og Ungfrú Ragnheiði á Akureyri ásamt því að vinna að skaðaminnkun með rekstri Konukots. Í umsögninni segir að rúmlega 450 einstaklingar hafi sótt þjónustu Frú Ragnheiðar árið 2018 sem sé sjö prósenta fjölgun frá árinu 2017. Þá hafi verkefnið jafnframt fargað vel yfir 2.600 lítrum af notuðum sprautubúnaði á árinu. „Rauði krossinn er hlynntur því að stjórnvöld leiti leiða til að auka þjónustu við það fólk sem notar vímuefni svo draga megi úr skaðlegum afleiðingum slíkrar vímuefnanotkunar. Í öðrum löndum þar sem slík rými eru í notkun hafa þau sannað gildi sitt og þá sérstaklega fyrir einstaklinga sem nota vímuefni um æð og hafa ekki fasta búsetu,“ segir í umsögninni.Óvíst hvernig lögregla geti stutt við starfsemi neyslurýmis Nauðsynlegt er að rýminu verði fundið húsnæði sem er ekki tengdur öðrum úrræðum fyrir vímuefnanotendur, heimilislausa eða fólk sem gæti á einhvern hátt tengst eða nýtt sér þjónustu neyslurýmis að mati Rauða krossins. Með því væri hægt að komast hjá því að mögulegir notendur muni forðast að leita til þess vegna þess að það tengist um of ákveðnum hópum. Þá kemur fram að ekki sé víst hvernig lögregla eigi að geta stutt við starfsemi neyslurýmis og tryggt öryggi þeirra sem þangað leita á sama tíma og lögreglu sé ætlað að vinna gegn brotastarfsemi tengdri ávana- og fíkniefnum. Því sé nauðsynlegt að tryggja skýrar lagaheimildir lögreglu svo ekki þurfi að treysta á mat lögreglu hverju sinni þar sem friðhelgin þurfi að vera tryggð. Lögreglan hefur áður gagnrýnt að svæði um neyslurými verði „refsilaus rými“ þar sem neysla fíkniefna verði heimil þar sem ekki sé heimild fyrir slíku í lögum. „Rauði krossinn telur mikilvægt að þær breytingar sem eru fyrirhugaðar á lögum um ávana- og fíkniefni er varða rekstur og starfsemi neyslurýma muni að auki taka tillit til núverandi skaðaminnkandi úrræða sem þjónusti einstaklinga sem nota vímuefni í æð og eru heimilislausir,“ segir í umsögninni en Rauði krossinn lýsir sig jafnframt fúsan til samstarfs og veita þann stuðning sem félagið og starfsmenn þess geta veitt. Alþingi Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mýta að neyslurými fjölgi neytendum segir hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði Hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Frú Ragnheiði segir að uppræta þurfi fordóma í garð fólks með fjölþættan neysluvanda. Það sé mýta að skaðaminnkandi hugmyndafræði auki neyslu og að neyslurými fjölgi neytendum. 5. maí 2019 21:15 Lögregla leggur til breytingar á frumvarpi um neyslurými Eins og frumvarpið líti út í dag muni varsla fíkniefna áfram vera bönnuð og lögreglu því skylt að gera þau upptæk. 17. apríl 2019 12:00 Neyslurými gætu þurft að bíða Formaður velferðarnefndar segir að koma þurfi á frekara samstarfi milli heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyti til að frumvarp um neyslurými geti orðið að lögum. Ráðuneytin tvö hafa ólík sjónarmið í málinu. 28. maí 2019 06:30 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni í mars á þessu ári. Frumvarpið felur í sér að heimilt verði að stofna og reka neyslurými að undangenginni heimild frá Landlækni. Í umsögn Rauða krossins sem birt var í dag er lýst yfir stuðningi við frumvarpið og þær breytingar á löggjöfinni sem felast í frumvarpinu. Það sé þörf á aukinni og bættri þjónustu fyrir þann jaðarsetta hóp sem notast við ávana- og fíkniefni og nauðsynlegt sé að draga úr skaðlegum afleiðingum slíkrar vímuefnanotkunar.Sjá einnig: Frumvarp um örugg neyslurými sprautufíkla verður líklega að lögum Rauði krossinn starfrækir til að mynda skaðaminnkunarverkefnin Frú Ragnheiði í Reykjavík og Ungfrú Ragnheiði á Akureyri ásamt því að vinna að skaðaminnkun með rekstri Konukots. Í umsögninni segir að rúmlega 450 einstaklingar hafi sótt þjónustu Frú Ragnheiðar árið 2018 sem sé sjö prósenta fjölgun frá árinu 2017. Þá hafi verkefnið jafnframt fargað vel yfir 2.600 lítrum af notuðum sprautubúnaði á árinu. „Rauði krossinn er hlynntur því að stjórnvöld leiti leiða til að auka þjónustu við það fólk sem notar vímuefni svo draga megi úr skaðlegum afleiðingum slíkrar vímuefnanotkunar. Í öðrum löndum þar sem slík rými eru í notkun hafa þau sannað gildi sitt og þá sérstaklega fyrir einstaklinga sem nota vímuefni um æð og hafa ekki fasta búsetu,“ segir í umsögninni.Óvíst hvernig lögregla geti stutt við starfsemi neyslurýmis Nauðsynlegt er að rýminu verði fundið húsnæði sem er ekki tengdur öðrum úrræðum fyrir vímuefnanotendur, heimilislausa eða fólk sem gæti á einhvern hátt tengst eða nýtt sér þjónustu neyslurýmis að mati Rauða krossins. Með því væri hægt að komast hjá því að mögulegir notendur muni forðast að leita til þess vegna þess að það tengist um of ákveðnum hópum. Þá kemur fram að ekki sé víst hvernig lögregla eigi að geta stutt við starfsemi neyslurýmis og tryggt öryggi þeirra sem þangað leita á sama tíma og lögreglu sé ætlað að vinna gegn brotastarfsemi tengdri ávana- og fíkniefnum. Því sé nauðsynlegt að tryggja skýrar lagaheimildir lögreglu svo ekki þurfi að treysta á mat lögreglu hverju sinni þar sem friðhelgin þurfi að vera tryggð. Lögreglan hefur áður gagnrýnt að svæði um neyslurými verði „refsilaus rými“ þar sem neysla fíkniefna verði heimil þar sem ekki sé heimild fyrir slíku í lögum. „Rauði krossinn telur mikilvægt að þær breytingar sem eru fyrirhugaðar á lögum um ávana- og fíkniefni er varða rekstur og starfsemi neyslurýma muni að auki taka tillit til núverandi skaðaminnkandi úrræða sem þjónusti einstaklinga sem nota vímuefni í æð og eru heimilislausir,“ segir í umsögninni en Rauði krossinn lýsir sig jafnframt fúsan til samstarfs og veita þann stuðning sem félagið og starfsmenn þess geta veitt.
Alþingi Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mýta að neyslurými fjölgi neytendum segir hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði Hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Frú Ragnheiði segir að uppræta þurfi fordóma í garð fólks með fjölþættan neysluvanda. Það sé mýta að skaðaminnkandi hugmyndafræði auki neyslu og að neyslurými fjölgi neytendum. 5. maí 2019 21:15 Lögregla leggur til breytingar á frumvarpi um neyslurými Eins og frumvarpið líti út í dag muni varsla fíkniefna áfram vera bönnuð og lögreglu því skylt að gera þau upptæk. 17. apríl 2019 12:00 Neyslurými gætu þurft að bíða Formaður velferðarnefndar segir að koma þurfi á frekara samstarfi milli heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyti til að frumvarp um neyslurými geti orðið að lögum. Ráðuneytin tvö hafa ólík sjónarmið í málinu. 28. maí 2019 06:30 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Mýta að neyslurými fjölgi neytendum segir hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði Hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Frú Ragnheiði segir að uppræta þurfi fordóma í garð fólks með fjölþættan neysluvanda. Það sé mýta að skaðaminnkandi hugmyndafræði auki neyslu og að neyslurými fjölgi neytendum. 5. maí 2019 21:15
Lögregla leggur til breytingar á frumvarpi um neyslurými Eins og frumvarpið líti út í dag muni varsla fíkniefna áfram vera bönnuð og lögreglu því skylt að gera þau upptæk. 17. apríl 2019 12:00
Neyslurými gætu þurft að bíða Formaður velferðarnefndar segir að koma þurfi á frekara samstarfi milli heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyti til að frumvarp um neyslurými geti orðið að lögum. Ráðuneytin tvö hafa ólík sjónarmið í málinu. 28. maí 2019 06:30