Brexit er Íslandi þungt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. ágúst 2019 06:45 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tekur til máls í breska þinginu. Fréttablaðið/AFP Ísland er eitt þeirra landa sem verða fyrir hve mestum áhrifum af útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði hún að veruleika án samnings. Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur skipað breskum embættismönnum að búa sig undir útgöngu án samnings en það hefur valdið titringi á mörkuðum og hefur pundið í kjölfarið fallið mikið í verði. Johnson hefur heitið því að koma Bretlandi úr sambandinu hvað sem það kostar fyrir 31. október. Ljóst er að útganga án samnings mun hafa miklar afleiðingar í för með sér, ekki aðeins fyrir Bretland, heldur flest ríki álfunnar. Breska blaðið The Financial Times hefur nú birt úttekt á því hvaða lönd verða fyrir mestum áhrifum náist ekki að semja um útgönguna. Fjölmiðillinn setur þar Ísland í sjötta sæti. Samhliða útgöngu án samnings yfirgefur Bretland einnig tollabandalag Evrópusambandsins. Bresk fyrirtæki þyrftu því að fylla út tollskýrslur, breyta merkingum á matvörum sínum og fá sérstakar vottanir frá heilbrigðisyfirvöldum til að geta haldið áfram útflutningi á dýraafurðum. Samkvæmt tölum frá Samtökum atvinnulífsins fara um 10 prósent alls útflutnings frá Íslandi til Bretlands. Verðmæti þeirra vara nemur um 400 milljónum punda, jafnvirði um 60 milljarða króna, en mikil óvissa ríkir um hvaða áhrif útganga Bretlands mun hafa á þessi viðskipti. Írland verður þó án efa fyrir mestum áhrifum af útgöngu Bretlands úr tollabandalaginu. Norður-Írland er þannig hluti af Bretlandi og mun ganga úr sambandinu á meðan Írland verður áfram aðildarríki. Líklega þarf því að koma upp einhvers konar tolleftirliti við landamæri ríkjanna. Mikið magn persónuupplýsinga berst á milli fyrirtækja og opinberra stofnana í Bretlandi og Evrópu á hverjum degi. Ekki er víst að slíkir gagnaflutningar stæðust lög ef engir samningar nást fyrir útgönguna. Truflun á flæði þessara gagna gæti sett starfsemi ýmissa fyrirtækja í algjört uppnám og í versta falli orðið til þess að einhver þeirra þyrftu að hætta starfsemi sinni utan í Evrópu. Þá mun útgangan hafa nokkur áhrif á starfsemi flugfélaga. Til að mynda mættu flugfélög á borð við Ryanair og Easy Jet ekki fljúga frá Bretlandi til Evrópuríkis og halda þaðan áfram til annars Evrópuríkis. Það kallar á sérstakar heimildir. Bresk flugfélög þyrftu einnig að vera í meirihlutaeigu aðila innan Evrópusambandsins til að geta flogið frjálst á milli staða í álfunni. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þó samþykkt reglugerð sem heimilar flug frá Bretlandi til evrópskra borga þar til í mars á næsta ári. Án samnings mun Bretland einnig segja skilið við sameiginlega sjávarútvegsstefnu sambandsins. Það þýðir að evrópsk skip munu ekki hafa aðgang að breskum miðum en samkvæmt Evrópusambandinu er verðmæti afla evrópskra skipa á breskum miðum um 585 milljónir evra á ári. Þá reiða Belgar sig mjög á bresku miðin en um helmingur heildarafla þeirra kemur þaðan. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Ísland er eitt þeirra landa sem verða fyrir hve mestum áhrifum af útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði hún að veruleika án samnings. Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur skipað breskum embættismönnum að búa sig undir útgöngu án samnings en það hefur valdið titringi á mörkuðum og hefur pundið í kjölfarið fallið mikið í verði. Johnson hefur heitið því að koma Bretlandi úr sambandinu hvað sem það kostar fyrir 31. október. Ljóst er að útganga án samnings mun hafa miklar afleiðingar í för með sér, ekki aðeins fyrir Bretland, heldur flest ríki álfunnar. Breska blaðið The Financial Times hefur nú birt úttekt á því hvaða lönd verða fyrir mestum áhrifum náist ekki að semja um útgönguna. Fjölmiðillinn setur þar Ísland í sjötta sæti. Samhliða útgöngu án samnings yfirgefur Bretland einnig tollabandalag Evrópusambandsins. Bresk fyrirtæki þyrftu því að fylla út tollskýrslur, breyta merkingum á matvörum sínum og fá sérstakar vottanir frá heilbrigðisyfirvöldum til að geta haldið áfram útflutningi á dýraafurðum. Samkvæmt tölum frá Samtökum atvinnulífsins fara um 10 prósent alls útflutnings frá Íslandi til Bretlands. Verðmæti þeirra vara nemur um 400 milljónum punda, jafnvirði um 60 milljarða króna, en mikil óvissa ríkir um hvaða áhrif útganga Bretlands mun hafa á þessi viðskipti. Írland verður þó án efa fyrir mestum áhrifum af útgöngu Bretlands úr tollabandalaginu. Norður-Írland er þannig hluti af Bretlandi og mun ganga úr sambandinu á meðan Írland verður áfram aðildarríki. Líklega þarf því að koma upp einhvers konar tolleftirliti við landamæri ríkjanna. Mikið magn persónuupplýsinga berst á milli fyrirtækja og opinberra stofnana í Bretlandi og Evrópu á hverjum degi. Ekki er víst að slíkir gagnaflutningar stæðust lög ef engir samningar nást fyrir útgönguna. Truflun á flæði þessara gagna gæti sett starfsemi ýmissa fyrirtækja í algjört uppnám og í versta falli orðið til þess að einhver þeirra þyrftu að hætta starfsemi sinni utan í Evrópu. Þá mun útgangan hafa nokkur áhrif á starfsemi flugfélaga. Til að mynda mættu flugfélög á borð við Ryanair og Easy Jet ekki fljúga frá Bretlandi til Evrópuríkis og halda þaðan áfram til annars Evrópuríkis. Það kallar á sérstakar heimildir. Bresk flugfélög þyrftu einnig að vera í meirihlutaeigu aðila innan Evrópusambandsins til að geta flogið frjálst á milli staða í álfunni. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þó samþykkt reglugerð sem heimilar flug frá Bretlandi til evrópskra borga þar til í mars á næsta ári. Án samnings mun Bretland einnig segja skilið við sameiginlega sjávarútvegsstefnu sambandsins. Það þýðir að evrópsk skip munu ekki hafa aðgang að breskum miðum en samkvæmt Evrópusambandinu er verðmæti afla evrópskra skipa á breskum miðum um 585 milljónir evra á ári. Þá reiða Belgar sig mjög á bresku miðin en um helmingur heildarafla þeirra kemur þaðan.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent