Innlent

Leita að týndum gönguhóp á Hornströndum

Andri Eysteinsson skrifar
Bátar hafa verið sendir frá Bolungarvík og Ísafirði og inn að Jökulfjörðunum.
Bátar hafa verið sendir frá Bolungarvík og Ísafirði og inn að Jökulfjörðunum. Vísir/vilhelm
Hópar björgunarsveitafólks hefur verið sent á Hornstrandir til þess að leita að týndum gönguhóp. Hópurinn sem um ræðir hafði ekki haldið sig við ferðaáætlun og hafði ekki skilað sér á leiðarenda og var því kallað eftir aðstoð.

Upplýsingafulltrúi Landsbjargar, Davíð Már Bjarnason staðfestir þetta í samtali við Vísi. Davíð segir björgunarsveitarmenn hafa verið sendna sjóleiðina á svæðið en þyrla Landhelgisgæslunnar verður send á Hornstrandir með fleira björgunarsveitarfólk innanborðs.

Að sögn upplýsingafulltrúanns eru bátarnir komnir langleiðina að svæðinu þar sem komið verður í land, í Jökulfjörðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×