Fótur fyrir grunsemdum um steranotkun í Crossfit Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. ágúst 2019 21:00 Crossfit, sem er gríðarlega krefjandi íþrótt, hefur verið í deiglunni um helgina í tengslum við Heimsleikana svonefndu. Sigurvegarar leikanna eru iðulega taldir hraustasta fólk heims. Vísir/getty Steranotkun þekkist í Crossfit segir eigandi Crossfit-stöðvar sem sjálfur hefur vísað steranotendum á dyr. Hann efast þó um að notkunin sé meiri í Crossfit en öðrum íþróttum, auk þess sem hann telur ólíklegt að keppendur heimsleikanna reiði sig á ólögleg efni.Heimsleikarnir í Crossfit hafa staðið yfir síðustu daga, þar sem keppendur skiptast á að hlaupa, klifra og lyfta þungum lóðum á sem allra skemmstum tíma. Crossfit krefst mikillar líkamlegrar hreysti, sem sérfræðing á Landspítalanum grunar að erfitt sé að ná nema með hjálp stera. „Við höfum ekki nákvæmar upplýsingar um þessa notkun, en þetta útlit sem verið er að sækjast eftir er kannski ekki alveg eðlilegt. Það er erfitt að líta svona út án þess að nota einhver efni,“ segir Tómas Þór Ágústsson, innkirtlasérfræðingur á Landspítalanum.Einn eigenda Crossfit-stöðvar á Akureyri, segir ekki hægt að neita því að það sé steranotkun í Crossfit, rétt eins og í öðrum íþróttum. „Ég ætla að vera alveg heiðarlegur með það að ég tel að það sé alveg fótur fyrir þessum grunsemdum [Tómasar] um steraneyslu í Crossfit. Ég held hins vegar að Crossfit sé ekkert öðruvísi íþrótt en handbolti eða fótbolti. Það eru svartir sauðir í þessari íþrótt eins og öðrum,“ segir Unnar Helgason.Unnar Helgason, styrktar- og þrekþjálfari og einn eigenda Crossfit Akureyri.Vísir/þorsteinnHann segir íþróttahreyfinguna nú vinna í því að úthýsa sterum og verður blásið til herferðar gegn steranotkun í haust. Hann segir að fast verði að stíga til jarðar í þessum efnum, hann hafi sjálfur vísað steranotendum á dyr. „Já, því miður þá hefur það komið upp. Það er bara hluti af því að vera í þessum rekstri að taka á þessum málum. Persónulega þá finnst mér það algjörlega ótækt að menn skuli láta svona - og það er ekki í boði innan minna veggja,“ segir Unnar.Hreinir heimsleikar Hann telur hins vegar ólíklegt að keppendur heimsleikanna styðjist við stera, þrátt fyrir að þeir myndu eflaust koma þessu íþróttafólki mjög vel: „Einfaldlega vegna þess að það er mikið lyfjaprófað og það er dýrt fyrir þessa þekktu íþróttamenn að verða uppvísir að notkun,“ segir Unnar. Það þurfi mikla þekkingu og peninga til að komast fram hjá slíkum prófunum og efast Unnar um að upphæðirnar sem til þarf séu til staðar í Crossfit, sem er tiltölulega ung íþrótt þó vinsældir hennar vaxi stöðugt. „Er hægt að plata prófin? Alveg örugglega. Eru keppendurnir að gera það? Einhverjir eflaust en við bara vitum það ekki. Ég persónulega trúi því hins vegar að þessir íþróttamenn hafi einhvers konar líkamlega hæfileika og vinnusemi til að komast á þennan stað. Það er það sem er að skila þeim á heimsleikana - ekki lyfjanotkun,“ segir Unnar. CrossFit Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Blása til herferðar gegn steranotkun í ræktinni Lyfjaeftirlitið mun ráðast í herferð í haust til að sporna við steranotkun á líkamsræktarstöðvum landsins. 5. júlí 2019 18:45 Bein útsending: Lokadagurinn á heimsleikunum í CrossFit Nú er komið að úrslitastundu á heimsleikunum í Madison. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá lokadeginum á heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Steranotkun þekkist í Crossfit segir eigandi Crossfit-stöðvar sem sjálfur hefur vísað steranotendum á dyr. Hann efast þó um að notkunin sé meiri í Crossfit en öðrum íþróttum, auk þess sem hann telur ólíklegt að keppendur heimsleikanna reiði sig á ólögleg efni.Heimsleikarnir í Crossfit hafa staðið yfir síðustu daga, þar sem keppendur skiptast á að hlaupa, klifra og lyfta þungum lóðum á sem allra skemmstum tíma. Crossfit krefst mikillar líkamlegrar hreysti, sem sérfræðing á Landspítalanum grunar að erfitt sé að ná nema með hjálp stera. „Við höfum ekki nákvæmar upplýsingar um þessa notkun, en þetta útlit sem verið er að sækjast eftir er kannski ekki alveg eðlilegt. Það er erfitt að líta svona út án þess að nota einhver efni,“ segir Tómas Þór Ágústsson, innkirtlasérfræðingur á Landspítalanum.Einn eigenda Crossfit-stöðvar á Akureyri, segir ekki hægt að neita því að það sé steranotkun í Crossfit, rétt eins og í öðrum íþróttum. „Ég ætla að vera alveg heiðarlegur með það að ég tel að það sé alveg fótur fyrir þessum grunsemdum [Tómasar] um steraneyslu í Crossfit. Ég held hins vegar að Crossfit sé ekkert öðruvísi íþrótt en handbolti eða fótbolti. Það eru svartir sauðir í þessari íþrótt eins og öðrum,“ segir Unnar Helgason.Unnar Helgason, styrktar- og þrekþjálfari og einn eigenda Crossfit Akureyri.Vísir/þorsteinnHann segir íþróttahreyfinguna nú vinna í því að úthýsa sterum og verður blásið til herferðar gegn steranotkun í haust. Hann segir að fast verði að stíga til jarðar í þessum efnum, hann hafi sjálfur vísað steranotendum á dyr. „Já, því miður þá hefur það komið upp. Það er bara hluti af því að vera í þessum rekstri að taka á þessum málum. Persónulega þá finnst mér það algjörlega ótækt að menn skuli láta svona - og það er ekki í boði innan minna veggja,“ segir Unnar.Hreinir heimsleikar Hann telur hins vegar ólíklegt að keppendur heimsleikanna styðjist við stera, þrátt fyrir að þeir myndu eflaust koma þessu íþróttafólki mjög vel: „Einfaldlega vegna þess að það er mikið lyfjaprófað og það er dýrt fyrir þessa þekktu íþróttamenn að verða uppvísir að notkun,“ segir Unnar. Það þurfi mikla þekkingu og peninga til að komast fram hjá slíkum prófunum og efast Unnar um að upphæðirnar sem til þarf séu til staðar í Crossfit, sem er tiltölulega ung íþrótt þó vinsældir hennar vaxi stöðugt. „Er hægt að plata prófin? Alveg örugglega. Eru keppendurnir að gera það? Einhverjir eflaust en við bara vitum það ekki. Ég persónulega trúi því hins vegar að þessir íþróttamenn hafi einhvers konar líkamlega hæfileika og vinnusemi til að komast á þennan stað. Það er það sem er að skila þeim á heimsleikana - ekki lyfjanotkun,“ segir Unnar.
CrossFit Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Blása til herferðar gegn steranotkun í ræktinni Lyfjaeftirlitið mun ráðast í herferð í haust til að sporna við steranotkun á líkamsræktarstöðvum landsins. 5. júlí 2019 18:45 Bein útsending: Lokadagurinn á heimsleikunum í CrossFit Nú er komið að úrslitastundu á heimsleikunum í Madison. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá lokadeginum á heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Blása til herferðar gegn steranotkun í ræktinni Lyfjaeftirlitið mun ráðast í herferð í haust til að sporna við steranotkun á líkamsræktarstöðvum landsins. 5. júlí 2019 18:45
Bein útsending: Lokadagurinn á heimsleikunum í CrossFit Nú er komið að úrslitastundu á heimsleikunum í Madison. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá lokadeginum á heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:00