Gunnar leitaði til sálfræðings eftir „blackout-ið“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2019 12:37 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, leitaði til sálfræðings eftir að Klaustur-málið kom upp. Frá þessu greindi Gunnar Bragi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagðist hafa gert það til að komast að því hvað hefði gerst þegar hann fór í svokallað „blackout“ umrætt kvöld þegar ummælin á Klaustur bar voru látin falla.Í janúar síðastliðnum mætti Gunnar Bragi í sjónvarpsþáttinn 21 á Hringbraut þar sem hann hélt því fram að hann hefði fallið í algjört óminni um leið og hann kom inn á Klaustur. Minnisleysið hafi varað í einn og hálfan sólarhring eftir heimsóknina á barinn. „„Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá því að ég kem inn á barinn og einum og hálfum sólarhring eftir. Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjandanum gengur á þarna,“ segir Gunnar Bragi í þættinum. Í Sprengisandi í morgun gerði Gunnar Bragi upp það ferli sem tók við hjá honum eftir að Klaustur-málið hafði staðið sem hæst. Hann sagðist hafa rætt við sitt nánast fólk, fjölskyldu og samstarfsfólk, þar sem honum varð ljóst að hann hafði valdið þeim miklum vonbrigðum. Gunnar fékk þó að heyra frá sínu nánast fólki að það vissi að þetta væri ekki sá sem hann er í raun og veru og hann yrði að biðjast afsökunar á ummælum sínum. „Ég fór til sálfræðings í þó nokkurn tíma til að reyna að komast að því hvað þarna var að gerast. Það var ákveðið „blackout“ sem þarna varð eins og frægt er orðið,“ sagði Gunnar Bragi í Sprengisandi.Sjá einnig: Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Hann sagðist þurfa að vinna sér inn traust hjá þeim sem eru hans nánast samstarfsfólk, traust þarf hann ekki frá Samfylkingunni heldur kjósendum Miðflokksins. Kristján Kristjánsson, stjórnandi Sprengisands, spurði Gunnar hvort hann hefði einhvern tímann íhugað að hætta á Alþingi eftir að málið kom upp. Gunnar Bragi viðurkenndi að hann hefði efast um tíma hvort hann ætti að snúa aftur og velt því fyrir sér hvort hann ætti að vera lengur í leyfi. Alþingi sé vinnustaður þar sem andrúmsloftið sé ekkert sérstaklega skemmtilegt, burtséð frá Klausturmálinu, og var það ákveðin áskorun fyrir hann að fara aftur á þing eftir leyfi. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Afsökunarbeiðnirnar standa enn þó tónninn sé orðinn grimmari Gunnar Bragi fór um víðan völl í viðtali um Klausturmálið. 4. ágúst 2019 12:08 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, leitaði til sálfræðings eftir að Klaustur-málið kom upp. Frá þessu greindi Gunnar Bragi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagðist hafa gert það til að komast að því hvað hefði gerst þegar hann fór í svokallað „blackout“ umrætt kvöld þegar ummælin á Klaustur bar voru látin falla.Í janúar síðastliðnum mætti Gunnar Bragi í sjónvarpsþáttinn 21 á Hringbraut þar sem hann hélt því fram að hann hefði fallið í algjört óminni um leið og hann kom inn á Klaustur. Minnisleysið hafi varað í einn og hálfan sólarhring eftir heimsóknina á barinn. „„Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá því að ég kem inn á barinn og einum og hálfum sólarhring eftir. Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjandanum gengur á þarna,“ segir Gunnar Bragi í þættinum. Í Sprengisandi í morgun gerði Gunnar Bragi upp það ferli sem tók við hjá honum eftir að Klaustur-málið hafði staðið sem hæst. Hann sagðist hafa rætt við sitt nánast fólk, fjölskyldu og samstarfsfólk, þar sem honum varð ljóst að hann hafði valdið þeim miklum vonbrigðum. Gunnar fékk þó að heyra frá sínu nánast fólki að það vissi að þetta væri ekki sá sem hann er í raun og veru og hann yrði að biðjast afsökunar á ummælum sínum. „Ég fór til sálfræðings í þó nokkurn tíma til að reyna að komast að því hvað þarna var að gerast. Það var ákveðið „blackout“ sem þarna varð eins og frægt er orðið,“ sagði Gunnar Bragi í Sprengisandi.Sjá einnig: Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Hann sagðist þurfa að vinna sér inn traust hjá þeim sem eru hans nánast samstarfsfólk, traust þarf hann ekki frá Samfylkingunni heldur kjósendum Miðflokksins. Kristján Kristjánsson, stjórnandi Sprengisands, spurði Gunnar hvort hann hefði einhvern tímann íhugað að hætta á Alþingi eftir að málið kom upp. Gunnar Bragi viðurkenndi að hann hefði efast um tíma hvort hann ætti að snúa aftur og velt því fyrir sér hvort hann ætti að vera lengur í leyfi. Alþingi sé vinnustaður þar sem andrúmsloftið sé ekkert sérstaklega skemmtilegt, burtséð frá Klausturmálinu, og var það ákveðin áskorun fyrir hann að fara aftur á þing eftir leyfi.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Afsökunarbeiðnirnar standa enn þó tónninn sé orðinn grimmari Gunnar Bragi fór um víðan völl í viðtali um Klausturmálið. 4. ágúst 2019 12:08 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Afsökunarbeiðnirnar standa enn þó tónninn sé orðinn grimmari Gunnar Bragi fór um víðan völl í viðtali um Klausturmálið. 4. ágúst 2019 12:08