Sveinn Þór Steingrímsson hefur verið ráðinn þjálfari Magna á Grenivík. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu Magna.
Sveinn tók við Dalvík/Reyni á miðju sumri 2017. Ári síðar stýrði hann liðinu til sigurs í 3. deildinni.
Sveinn kemur til Magna frá KA þar sem hann var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.
Hann tekur við þjálfarastarfinu hjá Magna af Páli Viðari Gíslasyni sem sagði starfi sínu lausu.
Magni er í tólfta og neðsta sæti Inkasso-deildar karla með tíu stig, fjórum stigum frá öruggu sæti. Magnamenn hafa tapað þremur leikjum í röð með markatölunni 2-10.
Sveinn stýrir Magna í fyrsta sinn þegar liðið sækir Hauka heim eftir viku.
Aðstoðarþjálfari KA tekur við Magna

Tengdar fréttir

Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna
Páll Viðar Gíslason er hættur sem þjálfari Magna, botnliðs Inkasso-deildar karla.