Siðareglur til endurskoðunar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. ágúst 2019 08:00 Aðkoma forsætisnefndar þingsins að framkvæmd siðareglna hefur verið umdeild. Fréttablaðið/Stefán Forseti Alþingis undirbýr nú endurskoðun siðareglna fyrir alþingismenn í samvinnu við Helgu Völu Helgadóttur, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins. „Við erum búin að kasta á milli okkar hugmyndum og höfum verið að sanka að okkur gögnum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. „Nú er komin ákveðin reynsla á framkvæmdina og búið að reyna á ýmislegt og það er nú aðallega sú umgjörð sem við erum að skoða og framkvæmd reglnanna,“ segir Steingrímur. Hann segist ekki eiga von á því að sjálfar hátternisreglurnar verði teknar upp heldur aðallega framkvæmd þeirra og farvegur kvartana. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna aðkomu forsætisnefndar að framkvæmd siðareglnanna og var raunar varað við því í umsögnum um siðareglurnar áður en þær voru samþykktar á Alþingi. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa fyrirkomulagið er Guðjón Brjánsson, fyrsti varaforseti Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar. „Það fyrirkomulag að forsætisnefnd sé milliliður við slíka afgreiðslu hefur reynst gallað, enda var það gagnrýnt á sínum tíma í umsögnum um þingsályktunartillöguna um siðareglur Alþingis,“ segir í bókun Guðjóns við niðurstöðu forsætisnefndar í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sem talin var hafa brotið siðareglur með ummælum um meint refsivert athæfi Ásmundar Friðrikssonar. Nokkur mál um meint brot á siðareglum hafa verið tekin til athugunar frá því þær tóku gildi og töluvert af gögnum því orðið til við þá framkvæmd. Steingrímur segir þau geta reynst gagnleg við endurskoðunina enda ýmsar spurningar vaknað í ferlinu sem reynt hafi verið að svara eftir því sem á þær reyni. Málið er á dagskrá sumarfundar forsætisnefndar Alþingis sem fer fram á Hólum í Hjaltadal um miðjan ágúst. „Við erum að miða við að geta lagt einhverjar tillögur fyrir þingið þegar það kemur saman í haust,“ segir Steingrímur. Aðspurður um aðkomu þingflokka segir Steingrímur þá hafa sinn fulltrúa í forsætisnefnd, en siðareglurnar eru á málefnasviði hennar. Lögð verði áhersla á að ná sem bestri samstöðu um málið á vettvangi forsætisnefndar áður en tillaga verði lögð fram. Meðal annarra mála á dagskrá sumarfundar forsætisnefndar eru nýlegar breytingar á upplýsingalögum sem fela í sér að stjórnsýsla Alþingis hefur nú verið felld undir gildissvið laganna. Það hefur í för með sér að gera þarf breytingar á þingsköpum. Fyrirhuguð nýbygging og breytingar á Alþingisvefnum verða einnig til umfjöllunar á sumarfundi nefndarinnar auk annarra venjubundinna dagskrárliða; starfsáætlunar komandi vetrar, fjárhagsáætlunar þingsins og starfsemi eftirlitsstofnana þess; Umboðsmanns Alþingis og Ríkisendurskoðunar. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Forseti Alþingis undirbýr nú endurskoðun siðareglna fyrir alþingismenn í samvinnu við Helgu Völu Helgadóttur, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins. „Við erum búin að kasta á milli okkar hugmyndum og höfum verið að sanka að okkur gögnum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. „Nú er komin ákveðin reynsla á framkvæmdina og búið að reyna á ýmislegt og það er nú aðallega sú umgjörð sem við erum að skoða og framkvæmd reglnanna,“ segir Steingrímur. Hann segist ekki eiga von á því að sjálfar hátternisreglurnar verði teknar upp heldur aðallega framkvæmd þeirra og farvegur kvartana. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna aðkomu forsætisnefndar að framkvæmd siðareglnanna og var raunar varað við því í umsögnum um siðareglurnar áður en þær voru samþykktar á Alþingi. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa fyrirkomulagið er Guðjón Brjánsson, fyrsti varaforseti Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar. „Það fyrirkomulag að forsætisnefnd sé milliliður við slíka afgreiðslu hefur reynst gallað, enda var það gagnrýnt á sínum tíma í umsögnum um þingsályktunartillöguna um siðareglur Alþingis,“ segir í bókun Guðjóns við niðurstöðu forsætisnefndar í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sem talin var hafa brotið siðareglur með ummælum um meint refsivert athæfi Ásmundar Friðrikssonar. Nokkur mál um meint brot á siðareglum hafa verið tekin til athugunar frá því þær tóku gildi og töluvert af gögnum því orðið til við þá framkvæmd. Steingrímur segir þau geta reynst gagnleg við endurskoðunina enda ýmsar spurningar vaknað í ferlinu sem reynt hafi verið að svara eftir því sem á þær reyni. Málið er á dagskrá sumarfundar forsætisnefndar Alþingis sem fer fram á Hólum í Hjaltadal um miðjan ágúst. „Við erum að miða við að geta lagt einhverjar tillögur fyrir þingið þegar það kemur saman í haust,“ segir Steingrímur. Aðspurður um aðkomu þingflokka segir Steingrímur þá hafa sinn fulltrúa í forsætisnefnd, en siðareglurnar eru á málefnasviði hennar. Lögð verði áhersla á að ná sem bestri samstöðu um málið á vettvangi forsætisnefndar áður en tillaga verði lögð fram. Meðal annarra mála á dagskrá sumarfundar forsætisnefndar eru nýlegar breytingar á upplýsingalögum sem fela í sér að stjórnsýsla Alþingis hefur nú verið felld undir gildissvið laganna. Það hefur í för með sér að gera þarf breytingar á þingsköpum. Fyrirhuguð nýbygging og breytingar á Alþingisvefnum verða einnig til umfjöllunar á sumarfundi nefndarinnar auk annarra venjubundinna dagskrárliða; starfsáætlunar komandi vetrar, fjárhagsáætlunar þingsins og starfsemi eftirlitsstofnana þess; Umboðsmanns Alþingis og Ríkisendurskoðunar.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira