Baldur: Meira pirraður að fá ekki að byrja leikinn Guðlaugur Valgeirsson skrifar 1. ágúst 2019 21:36 Baldur fagnar markinu í kvöld. vísir/daníel Baldur Sigurðsson markaskorari Stjörnunnar í kvöld var svekktur með tap sinna manna gegn Espanyol í kvöld og sagði þá einfaldlega hafa verið að mæta sterkara liði. „Við vorum bara að mæta betra liði. Fyrsta markið var full auðvelt, við hefðum viljað halda núllinu lengur. Hann labbaði bara í gegn en svo var þetta óheppni með vítið hjá Hilmari. Það hefði gefið okkur mikið að ná að jafna og fá aukakraft en eftir það sýna þeir bara gæði sín og þetta var bara sanngjarnt.“ Hilmar Árni klikkaði tveimur vítaspyrnum í Evrópudeildinni í sumar en Baldur sagði alls ekki ástæða til að skipta um vítaskyttu hjá liðinu þrátt fyrir það. „Nei það held ég ekki, hann skorar bara úr því næsta. Hann er sennilega ein besta vítaskytta landsins og frábær karakter þannig ég held að þetta hafi nú lítil áhrif á hann.“ Þrátt fyrir að hafa skorað í kvöld var Baldur ekki svo ánægður með markið og sagði það líklega skipta litlu sem engu. „Þetta er nú ekki fyrsta markið sem ég skora í Evrópukeppni en ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég meira pirraður að fá ekki að byrja leikinn. Markið skiptir svo sem engu, við töpum einvíginu 7-1 þannig ég er ekkert hoppandi kátur.“ Hann var sammála því að liðið þurfi að einbeita sér að deildinni og að það sé lykilatriði fyrir félagið að tryggja sér Evrópusæti. „Engin spurning, þegar þú færð svona lið þá er ekki erfitt verkefni að mótivera sig. Leikurinn úti var þvílíkt ævintýri og báðar þessar ferðir, til Eistlands og Spánar og að fá þessi lið hingað er geggjað. „Nú eru átta leikir eftir og við þurfum eitthvað að safna í pokann í ágúst. Núna fáum við smá helgarfrí. Það er búið að vera fullt af leikjum og mikið álag. Við hlökkum til að fá hörkulið Víkings í heimsókn í næstu viku.“ Baldur var að lokum spurður hvað honum finnist íslensku liðin þurfa að gera til að ná betri árangri í evrópu og komast nær því að komast í riðlakeppni. „Til að ná meiri árangri þá segir það sig kannski aðeins sjálft, það þarf meira fjármagn til að fá betri leikmenn og einnig til að geta æft eins og atvinnumenn. Hinsvegar eru ungir strákar orðnir gríðarlegir atvinnumenn í dag og allt öðruvísi heldur en þegar ég var ungur. „Þeir hugsa þvílíkt vel um sig og eru miklu meira með atvinnumannahugsun. Ég held að þetta eigi eftir að koma og ef við erum að tala um að komast í riðlakeppni þá snýst þetta líka svolítið um heppni. „Við vorum eina liðið í efra styrkleikaflokki og fengum þá auðveldari andstæðing og við fórum áfram. Svo kemur næsta lið og það er Espanyol, það er alltaf gaman að mæta svona liðum en þú vilt samt alltaf eiga séns, raunhæfan möguleika að geta komist áfram. Þú vilt fá þessi lið sem eru ekki eins góð og við eigum ekki að geta unnið svona lið eins og Espanyol. Þetta snýst gríðarlega mikið um heppni, hverjum þú mætir,“ sagði Baldur að lokum. Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Espanyol 1-3 | Stjarnan skoraði gegn spænska stórliðiðinu Baldur Sigurðsson var stóri markaskorari kvöldsins. 1. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Sjá meira
Baldur Sigurðsson markaskorari Stjörnunnar í kvöld var svekktur með tap sinna manna gegn Espanyol í kvöld og sagði þá einfaldlega hafa verið að mæta sterkara liði. „Við vorum bara að mæta betra liði. Fyrsta markið var full auðvelt, við hefðum viljað halda núllinu lengur. Hann labbaði bara í gegn en svo var þetta óheppni með vítið hjá Hilmari. Það hefði gefið okkur mikið að ná að jafna og fá aukakraft en eftir það sýna þeir bara gæði sín og þetta var bara sanngjarnt.“ Hilmar Árni klikkaði tveimur vítaspyrnum í Evrópudeildinni í sumar en Baldur sagði alls ekki ástæða til að skipta um vítaskyttu hjá liðinu þrátt fyrir það. „Nei það held ég ekki, hann skorar bara úr því næsta. Hann er sennilega ein besta vítaskytta landsins og frábær karakter þannig ég held að þetta hafi nú lítil áhrif á hann.“ Þrátt fyrir að hafa skorað í kvöld var Baldur ekki svo ánægður með markið og sagði það líklega skipta litlu sem engu. „Þetta er nú ekki fyrsta markið sem ég skora í Evrópukeppni en ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég meira pirraður að fá ekki að byrja leikinn. Markið skiptir svo sem engu, við töpum einvíginu 7-1 þannig ég er ekkert hoppandi kátur.“ Hann var sammála því að liðið þurfi að einbeita sér að deildinni og að það sé lykilatriði fyrir félagið að tryggja sér Evrópusæti. „Engin spurning, þegar þú færð svona lið þá er ekki erfitt verkefni að mótivera sig. Leikurinn úti var þvílíkt ævintýri og báðar þessar ferðir, til Eistlands og Spánar og að fá þessi lið hingað er geggjað. „Nú eru átta leikir eftir og við þurfum eitthvað að safna í pokann í ágúst. Núna fáum við smá helgarfrí. Það er búið að vera fullt af leikjum og mikið álag. Við hlökkum til að fá hörkulið Víkings í heimsókn í næstu viku.“ Baldur var að lokum spurður hvað honum finnist íslensku liðin þurfa að gera til að ná betri árangri í evrópu og komast nær því að komast í riðlakeppni. „Til að ná meiri árangri þá segir það sig kannski aðeins sjálft, það þarf meira fjármagn til að fá betri leikmenn og einnig til að geta æft eins og atvinnumenn. Hinsvegar eru ungir strákar orðnir gríðarlegir atvinnumenn í dag og allt öðruvísi heldur en þegar ég var ungur. „Þeir hugsa þvílíkt vel um sig og eru miklu meira með atvinnumannahugsun. Ég held að þetta eigi eftir að koma og ef við erum að tala um að komast í riðlakeppni þá snýst þetta líka svolítið um heppni. „Við vorum eina liðið í efra styrkleikaflokki og fengum þá auðveldari andstæðing og við fórum áfram. Svo kemur næsta lið og það er Espanyol, það er alltaf gaman að mæta svona liðum en þú vilt samt alltaf eiga séns, raunhæfan möguleika að geta komist áfram. Þú vilt fá þessi lið sem eru ekki eins góð og við eigum ekki að geta unnið svona lið eins og Espanyol. Þetta snýst gríðarlega mikið um heppni, hverjum þú mætir,“ sagði Baldur að lokum.
Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Espanyol 1-3 | Stjarnan skoraði gegn spænska stórliðiðinu Baldur Sigurðsson var stóri markaskorari kvöldsins. 1. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Espanyol 1-3 | Stjarnan skoraði gegn spænska stórliðiðinu Baldur Sigurðsson var stóri markaskorari kvöldsins. 1. ágúst 2019 22:00