Innlent

Hafa klárað Klaustursmálið og birta niðurstöðuna síðar í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þau Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson skipa bráðabirgaforsætisnefnd Alþingis vegna Klaustursmálsins.
Þau Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson skipa bráðabirgaforsætisnefnd Alþingis vegna Klaustursmálsins. Samsett
Vinnu sérstakrar forsætisnefndar um Klaustursmálið er lokið en síðasta fundi nefndarinnar var slitið nú fyrir hádegi. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, sem skipar nefndina ásamt Haraldi Benediktssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins, gerir ráð fyrir að niðurstaðan verði birt á vef Alþingis í dag.

„Við höfum lokið vinnu okkar. Nú er umfjöllun okkar um Klaustursmálið í heild sinni í prófarkalestri. Þegar það er búið verður það sent hlutaðeigandi aðilum og það er í samræmi við málsmeðferðarreglur siðareglna Alþingis,“ segir Steinunn Þóra í samtali við Vísi.

Hún kveðst ekki geta tjáð sig efnislega um niðurstöðu nefndarinnar fyrr en hún verður gerð opinber.

Í morgun var greint frá því að siðanefnd Alþingis hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins hefðu brotið siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. Forsætisnefnd hefur haft þessa niðurstöðu til umfjöllunar.


Tengdar fréttir

Segir afgreiðslu forsætisnefndar ekki hafa strandað á andmælum Bergþórs

Fréttamiðillinn Viljinn birti í kvöld frétt þar sem fullyrt er að andmæli Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, hafi orðið til þess að ekki hafi reynst unnt að afgreiða álit siðanefndar á fundi bráðabirgðaforsætisnefndar um Klaustursmálið svokallaða í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×