Duttu í lukkupottinn í ruslagámi í Austurstræti Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2019 10:15 Pavel Klega sést hér hæstánægður með rúllutertuna sem hann fann á bakvið 10-11 í Austurstræti. Skjáskot Það er hægðarleikur að finna fullt af ætilegum mat í ruslatunnum Reykjavíkur að mati ferðalangsins Pavel Klega. Hann var hér á landi fyrr í sumar en aðalsmerki Klega er að ferðast með sem minnstum tilkostnaði. Þannig ferðaðist hann á puttanum frá Tékklandi til Eþíópíu á árunum 2014-2017, án þess að eyða meiru en 10 bandaríkjadölum á dag. Klega birti myndband af Íslandsferðalagi sínu í gær þar sem hann er samur við sig. Hann og samferðarkona hans „húkka sér far“ frá Borgarnesi til borgarinnar þar sem þau þurfa síðan að borga 1000 krónur fyrir strætóferð, sem þeim þykir mikið. Eftir göngu um miðborgina, með viðkomu í minjagripabúðum, fer þeim að hungra og halda því að Austurstræti. Þar bregða þau sér í ruslagám á bakvið 10-11, sem þau lýsa sem lukkupotti. „Við fundum fullt af mat,“ segir Klega glaður áður en hann beinir myndavélinni ofan í tvo fulla burðarpoka af margskonar matvælum. Í þeim er m.a. heill haugur af langlokum, mjólkurvörur, sælgæti, hnetur, rúlluterta og krakkalýsi. Er það því mat Klega að það sé auðvelt að róta eftir rusli í Reykjavík. Máli sínu til stuðnings vísar hann á vefsíðuna Dumpstermap.org, en eins og nafn hennar gefur til kynna er um að ræða kort þar sem finna má ruslagáma sem oftar en ekki eru fullir af matvælum. Þannig virðist vera nokkuð samdóma álit ruslarótara að bestu gámana sé að finna á Grandanum í Reykjavík, enda má þar finna þrjár stórar matvöruverslanir. Um ruslagáminn á bakvið 10-11 í Austurstræti, þangað sem Klega fer, er einfaldlega sagt: „Auðvelt aðgengi að aftan, alltaf opið.“ „Þannig að ef þú vilt skemmta þér eða einfaldlega spara matarpening, þá var þetta frekar fínt,“ segir Klega. Myndband hans má sjá hér að neðan og hefst umfjöllun hans um ruslarótið þegar um 5:50 eru liðnar. Ferðamennska á Íslandi Matur Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Leita uppi ætan mat í ruslagámum Ókjörum af ætum mat er hent daglega í matvöruverslunum að sögn Viktoríu Viktorsdóttur sem hefur stundað svokallað dumpster dive í um ár með umhverfisvernd að leiðarljósi. 24. janúar 2018 08:00 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Það er hægðarleikur að finna fullt af ætilegum mat í ruslatunnum Reykjavíkur að mati ferðalangsins Pavel Klega. Hann var hér á landi fyrr í sumar en aðalsmerki Klega er að ferðast með sem minnstum tilkostnaði. Þannig ferðaðist hann á puttanum frá Tékklandi til Eþíópíu á árunum 2014-2017, án þess að eyða meiru en 10 bandaríkjadölum á dag. Klega birti myndband af Íslandsferðalagi sínu í gær þar sem hann er samur við sig. Hann og samferðarkona hans „húkka sér far“ frá Borgarnesi til borgarinnar þar sem þau þurfa síðan að borga 1000 krónur fyrir strætóferð, sem þeim þykir mikið. Eftir göngu um miðborgina, með viðkomu í minjagripabúðum, fer þeim að hungra og halda því að Austurstræti. Þar bregða þau sér í ruslagám á bakvið 10-11, sem þau lýsa sem lukkupotti. „Við fundum fullt af mat,“ segir Klega glaður áður en hann beinir myndavélinni ofan í tvo fulla burðarpoka af margskonar matvælum. Í þeim er m.a. heill haugur af langlokum, mjólkurvörur, sælgæti, hnetur, rúlluterta og krakkalýsi. Er það því mat Klega að það sé auðvelt að róta eftir rusli í Reykjavík. Máli sínu til stuðnings vísar hann á vefsíðuna Dumpstermap.org, en eins og nafn hennar gefur til kynna er um að ræða kort þar sem finna má ruslagáma sem oftar en ekki eru fullir af matvælum. Þannig virðist vera nokkuð samdóma álit ruslarótara að bestu gámana sé að finna á Grandanum í Reykjavík, enda má þar finna þrjár stórar matvöruverslanir. Um ruslagáminn á bakvið 10-11 í Austurstræti, þangað sem Klega fer, er einfaldlega sagt: „Auðvelt aðgengi að aftan, alltaf opið.“ „Þannig að ef þú vilt skemmta þér eða einfaldlega spara matarpening, þá var þetta frekar fínt,“ segir Klega. Myndband hans má sjá hér að neðan og hefst umfjöllun hans um ruslarótið þegar um 5:50 eru liðnar.
Ferðamennska á Íslandi Matur Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Leita uppi ætan mat í ruslagámum Ókjörum af ætum mat er hent daglega í matvöruverslunum að sögn Viktoríu Viktorsdóttur sem hefur stundað svokallað dumpster dive í um ár með umhverfisvernd að leiðarljósi. 24. janúar 2018 08:00 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Leita uppi ætan mat í ruslagámum Ókjörum af ætum mat er hent daglega í matvöruverslunum að sögn Viktoríu Viktorsdóttur sem hefur stundað svokallað dumpster dive í um ár með umhverfisvernd að leiðarljósi. 24. janúar 2018 08:00