Innlent

Gert ráð fyrir málþingi en engum formlegum fundum með Pence um varnarmál

Elín Margrét Böðvarsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa
Guðlaugur hefur áður sagt að hann ætli ekki að greina í smáatriðum frá þeim málefnum sem rædd verða á fundi hans með Pence.
Guðlaugur hefur áður sagt að hann ætli ekki að greina í smáatriðum frá þeim málefnum sem rædd verða á fundi hans með Pence. Skjáskot/Stöð 2
Gert er ráð fyrir því að haldið verði málþing hér á landi um tvíhliða viðskipti Bandaríkjanna og Íslands með komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins í byrjun september. Þetta kemur fram í samtali Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra við fréttastofu.

„Það er unnið af okkar viðskiptaskrifstofu í utanríkisþjónustunni og Íslandsstofu, og með þátttöku bæði bandarískra og íslenskra fyrirtækja.“

Guðlaugur segir að varaforsetinn muni einnig kynna sér varnartengda starfsemi hér á landi, en ekki sé gert ráð fyrir neinum formlegum fundum um varnarmál milli Pence og íslenskra ráðamanna.

Sjá einnig: Hvíta húsið staðfestir Íslandsför Mike Pence

Áætlað er að Pence komi til landsins 4. september næstkomandi og verður heimsókn hans hluti af Evrópureisu varaforsetans.

Greint var frá opinberu heimsókninni á vef Hvíta hússins í síðustu viku. Þar segir að Pence muni í viðræðum sínum við íslenska ráðamenn leggja áherslu á mikilvægi Íslands þegar kemur að Norðurslóðamálum, leiðir til að stemma stigu við hernaðarumsvifum Rússa á svæðinu, sem og leiðir til að auka viðskipti og fjárfestingar á milli Íslands og Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×