Nær fordæmalaust að forsætisráðherra taki ekki á móti erlendum leiðtoga Elín Margrét Böðvarsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. ágúst 2019 23:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, (t.h.) verður ekki viðstödd þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, (t.v.) heimsækir Ísland. getty/Chip Somodevilla - vísir/Vilhelm gunnarsson Nær fordæmalaust er að forsætisráðherra sé fjarverandi þegar leiðtogar erlendra ríkja koma í opinbera heimsókn til Íslands. Þetta segir Þór Whitehead, prófessor emeritus í sagnfræði. Það veki furðu að Katrín Jakobsdóttir verði ekki á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur hingað í næsta mánuði. Flestir vestrænir leiðtogar myndu undir eðlilegum kringumstæðum fresta öðrum erindagjörðum til að taka á móti slíkum gesti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið í dag að fyrir nokkrum mánuðum hafi hún samþykkt að vera ræðumaður á þingi Norrænu verkalýðssamtakanna. Hún sjái ekki ástæðu til að breyta þeirri dagskrá. Sagnfræðiprófessor sem hefur sérhæft sig í sögu utanríkisþjónustu og samskiptum þjóðarleiðtoga segir óvanalegt að æðsti ráðamaður landsins sé ekki viðstaddur þegar hátt settir gestir á borð við varaforseta komi í heimsókn. „Ég minnist þess ekki að það séu nein fordæmi fyrir því satt að segja,“ segir Þór. Þótt fjarvera forsætisráðherra eigi sér eðlilegar skýringar komi þetta engu að síður á óvart. „Hvaða þjóðarleiðtogi myndi skorast undan því að hitta varaforseta Bandaríkjanna ef það stæði til boða vegna þess þá að viðkomandi þjóðarleiðtogi hefði lofað að halda ræðu hjá einhverjum félagsskap erlendis þegar varaforsetinn kæmi hér við?“Þór Whitehead, prófessor„Ég held að ef maður ætlar að svara þessari spurningu held ég að væru mjög fáir leiðtogar sem tækju þessa afstöðu og trúlega kannski enginn þjóðarleiðtogi á vesturlöndum. Ég held að flestir myndu nú aflýsa ræðunni í vissu þess að viðkomandi myndi skilja að svo væri gert,“ bætir Þór við. Utanríkisráðherra segir eðlilegt að ráðherrar skipti með sér verkum.Hefði ekki verið eðlilegra að hún hefði breytt dagskránni?„Það er nú ekki alltaf auðvelt að gera slíkt þannig aðég held aðþað sé ekki nokkur leið að gera þetta tortryggilegt að hún hafi verið með aðrar áætlanir sem eru ákveðnar fyrir löngu síðan,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Þá segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu það óheppilegt að Katrín verði ekki viðstödd: „Ég held að það sé óheppilegt, bæði vegna þess að hún hefur mikinn trúverðugleika þegar kemur að málum er varða mannréttindi og loftslagsmál og það er synd að hún nýti ekki það tækifæri til að tala með tveimur hornum við þetta fólk.“ Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Nær fordæmalaust er að forsætisráðherra sé fjarverandi þegar leiðtogar erlendra ríkja koma í opinbera heimsókn til Íslands. Þetta segir Þór Whitehead, prófessor emeritus í sagnfræði. Það veki furðu að Katrín Jakobsdóttir verði ekki á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur hingað í næsta mánuði. Flestir vestrænir leiðtogar myndu undir eðlilegum kringumstæðum fresta öðrum erindagjörðum til að taka á móti slíkum gesti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið í dag að fyrir nokkrum mánuðum hafi hún samþykkt að vera ræðumaður á þingi Norrænu verkalýðssamtakanna. Hún sjái ekki ástæðu til að breyta þeirri dagskrá. Sagnfræðiprófessor sem hefur sérhæft sig í sögu utanríkisþjónustu og samskiptum þjóðarleiðtoga segir óvanalegt að æðsti ráðamaður landsins sé ekki viðstaddur þegar hátt settir gestir á borð við varaforseta komi í heimsókn. „Ég minnist þess ekki að það séu nein fordæmi fyrir því satt að segja,“ segir Þór. Þótt fjarvera forsætisráðherra eigi sér eðlilegar skýringar komi þetta engu að síður á óvart. „Hvaða þjóðarleiðtogi myndi skorast undan því að hitta varaforseta Bandaríkjanna ef það stæði til boða vegna þess þá að viðkomandi þjóðarleiðtogi hefði lofað að halda ræðu hjá einhverjum félagsskap erlendis þegar varaforsetinn kæmi hér við?“Þór Whitehead, prófessor„Ég held að ef maður ætlar að svara þessari spurningu held ég að væru mjög fáir leiðtogar sem tækju þessa afstöðu og trúlega kannski enginn þjóðarleiðtogi á vesturlöndum. Ég held að flestir myndu nú aflýsa ræðunni í vissu þess að viðkomandi myndi skilja að svo væri gert,“ bætir Þór við. Utanríkisráðherra segir eðlilegt að ráðherrar skipti með sér verkum.Hefði ekki verið eðlilegra að hún hefði breytt dagskránni?„Það er nú ekki alltaf auðvelt að gera slíkt þannig aðég held aðþað sé ekki nokkur leið að gera þetta tortryggilegt að hún hafi verið með aðrar áætlanir sem eru ákveðnar fyrir löngu síðan,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Þá segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu það óheppilegt að Katrín verði ekki viðstödd: „Ég held að það sé óheppilegt, bæði vegna þess að hún hefur mikinn trúverðugleika þegar kemur að málum er varða mannréttindi og loftslagsmál og það er synd að hún nýti ekki það tækifæri til að tala með tveimur hornum við þetta fólk.“
Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira