Málsvörn hinsegin nemenda Sólveig Daðadóttir skrifar 19. ágúst 2019 16:51 Hápunktur hinsegindaga, Gleðigangan, var núna síðastliðinn laugardag. Í ár var 20 ára afmæli Hinsegindaga jafnt sem 50 ár síðan Stone Wall ritos áttu sér stað. Þess vegna var þema margra atriðanna í göngunni í ár róttækni og áhersla var lögð á baráttuna fremur en gleðina. Oft er talað um Ísland sem hinsegin paradís, sem er því miður ekki rétt. Hinsegin fólk á Íslandi hefur ekki nema um 50% þeirra réttinda sem annað fólk hefur, samkvæmt regnbogakorti ILGA Evrópu. Þó að nær þriðjungur þjóðarinnar mætir á Gleðigönguna, þegar vel viðrar, og þó að samkynja pör megi ganga í heilagt hjónaband þá er enn langt í land og baráttan ekki búin. Innan háskólasamfélagsins er sömu sögu að finna, hvort sem það er innan veggja kennslustofunnar eða utan. Fordómar finnast alls staðar, í nemendahópum, í kennslu og innan stjórnar skólans. Hinsegin fólk finnst líka allsstaðar, það eru hinsegin nemendur, hinsegin kennarar og annað hinsegin starfsfólk í Háskóla Íslands. Til þess að öllum finnist þau velkomin þarf hinsegin fólki líka að finnast það velkomið. Hinseginfræðsla sem hluta af endurmenntun kennara og hluti af námskrá er mikilvægur þáttur í því að gera það að veruleika. Það er ekki nóg að kennarar viti hvað það er að vera hinsegin heldur verða þeir að taka beinan þátt í að láta hinsegin fólki líða vel innan veggja skólans. Það tekur á að mæta sem nemandi á fyrirlestur en þurfa svo sjálfur að halda fyrirlestur til þess að leiðrétta fordómafullar athugasemdir eða fordómafull orð í eigin garð. Í skólanum á nemandinn ekki að þurfa að réttlæta tilvistarrétt sinn. Kennarar geta ekki kennt efni sem við kemur hinsegin fólki nema að vera búnir að kynna sér málið vel eða láta hinsegin einstakling fara yfir það sem er skrifað. Námsbækurnar sem notaðar eru við kennslu við Háskóla Íslands eru mis gamlar og því með mismunandi orðanotkun þegar kemur að hinsegin fólki. Það er þó nokkuð um fordómafullar athugasemdir og hugmyndir í kennslubókum og úrelt orð sem eru notuð í niðrandi merkingu um hinsegin fólk. Að kennarinn minnist á að þessi orð eigi ekki við í dag og að um ranghugmyndir sé að ræða reynist gífurlega mikilvægt við þessar aðstæður en ef ekkert er sagt fá fordómarnir að viðgangast. Best væri þó að umrætt námsefni væri einfaldlega ekki notað lengur og nýrra efni fundið í staðinn. Hliðvarsla er það þegar einhver eða einhverjir stýra því hver fær og hver fær ekki aðgang að tilteknu samfélagi eða sjálfskilgreiningarhugtaki. Háskólinn stýrir því hvaða efni er kennt og hvað ekki, hvaða hugmyndir eru kynntar nemendum og hvaða hugmydnum er sleppt. Hliðvarsla á sér stað í garð hinsegin fólki sem og um það bil allra annarra jaðarhópa í námsefni og kennslu. Námsefnið fjallar nær eingöngu um skoðanir og skrif karla. Það á að kenna um hinsegin fólk og um skrif frá hinsegin fólki í fleiri áföngum en bara þeim sem fjalla sérstaklega um hinsegintengd mál. Stúdentaráð Háskóla Íslands var með atriði í Gleðigögnunni í ár ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta. Með atriðinu vildu þau styðja við bakið á baráttu Q – félagi hinsegin stúdenta og skilaboðin á skiltum þeirra endurspegluðu raunveruleika hinsegin nemenda við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands er ekki fyrirmynd þegar kemur að aðstöðu hinsegin nemenda og verður að gera betur í málum þeirra. Gleðigangan snýst um samstöðu í baráttunni og máttinn í fjöldanum. Hún snýst um sýnileika og margbreytileika. Með því að fanga fjölbreytileikanum er átt við meira en að flagga regnbogafánanum og mæta á Gleiðigönguna. Fögnum fjölbreytileikanum með því að bjóða alla velkomna í samfélagið og berjumst saman fyrir því að öll fái rými til þess að lifa sínu rétta sjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hápunktur hinsegindaga, Gleðigangan, var núna síðastliðinn laugardag. Í ár var 20 ára afmæli Hinsegindaga jafnt sem 50 ár síðan Stone Wall ritos áttu sér stað. Þess vegna var þema margra atriðanna í göngunni í ár róttækni og áhersla var lögð á baráttuna fremur en gleðina. Oft er talað um Ísland sem hinsegin paradís, sem er því miður ekki rétt. Hinsegin fólk á Íslandi hefur ekki nema um 50% þeirra réttinda sem annað fólk hefur, samkvæmt regnbogakorti ILGA Evrópu. Þó að nær þriðjungur þjóðarinnar mætir á Gleðigönguna, þegar vel viðrar, og þó að samkynja pör megi ganga í heilagt hjónaband þá er enn langt í land og baráttan ekki búin. Innan háskólasamfélagsins er sömu sögu að finna, hvort sem það er innan veggja kennslustofunnar eða utan. Fordómar finnast alls staðar, í nemendahópum, í kennslu og innan stjórnar skólans. Hinsegin fólk finnst líka allsstaðar, það eru hinsegin nemendur, hinsegin kennarar og annað hinsegin starfsfólk í Háskóla Íslands. Til þess að öllum finnist þau velkomin þarf hinsegin fólki líka að finnast það velkomið. Hinseginfræðsla sem hluta af endurmenntun kennara og hluti af námskrá er mikilvægur þáttur í því að gera það að veruleika. Það er ekki nóg að kennarar viti hvað það er að vera hinsegin heldur verða þeir að taka beinan þátt í að láta hinsegin fólki líða vel innan veggja skólans. Það tekur á að mæta sem nemandi á fyrirlestur en þurfa svo sjálfur að halda fyrirlestur til þess að leiðrétta fordómafullar athugasemdir eða fordómafull orð í eigin garð. Í skólanum á nemandinn ekki að þurfa að réttlæta tilvistarrétt sinn. Kennarar geta ekki kennt efni sem við kemur hinsegin fólki nema að vera búnir að kynna sér málið vel eða láta hinsegin einstakling fara yfir það sem er skrifað. Námsbækurnar sem notaðar eru við kennslu við Háskóla Íslands eru mis gamlar og því með mismunandi orðanotkun þegar kemur að hinsegin fólki. Það er þó nokkuð um fordómafullar athugasemdir og hugmyndir í kennslubókum og úrelt orð sem eru notuð í niðrandi merkingu um hinsegin fólk. Að kennarinn minnist á að þessi orð eigi ekki við í dag og að um ranghugmyndir sé að ræða reynist gífurlega mikilvægt við þessar aðstæður en ef ekkert er sagt fá fordómarnir að viðgangast. Best væri þó að umrætt námsefni væri einfaldlega ekki notað lengur og nýrra efni fundið í staðinn. Hliðvarsla er það þegar einhver eða einhverjir stýra því hver fær og hver fær ekki aðgang að tilteknu samfélagi eða sjálfskilgreiningarhugtaki. Háskólinn stýrir því hvaða efni er kennt og hvað ekki, hvaða hugmyndir eru kynntar nemendum og hvaða hugmydnum er sleppt. Hliðvarsla á sér stað í garð hinsegin fólki sem og um það bil allra annarra jaðarhópa í námsefni og kennslu. Námsefnið fjallar nær eingöngu um skoðanir og skrif karla. Það á að kenna um hinsegin fólk og um skrif frá hinsegin fólki í fleiri áföngum en bara þeim sem fjalla sérstaklega um hinsegintengd mál. Stúdentaráð Háskóla Íslands var með atriði í Gleðigögnunni í ár ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta. Með atriðinu vildu þau styðja við bakið á baráttu Q – félagi hinsegin stúdenta og skilaboðin á skiltum þeirra endurspegluðu raunveruleika hinsegin nemenda við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands er ekki fyrirmynd þegar kemur að aðstöðu hinsegin nemenda og verður að gera betur í málum þeirra. Gleðigangan snýst um samstöðu í baráttunni og máttinn í fjöldanum. Hún snýst um sýnileika og margbreytileika. Með því að fanga fjölbreytileikanum er átt við meira en að flagga regnbogafánanum og mæta á Gleiðigönguna. Fögnum fjölbreytileikanum með því að bjóða alla velkomna í samfélagið og berjumst saman fyrir því að öll fái rými til þess að lifa sínu rétta sjálfi.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun