Stofnandi Jysk látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 13:45 Lars Larsen greindist með lifrarkrabbamein fyrr í sumar. EPA/HENNING BAGGER Lars Larsen, stofnandi smávöruverslanakeðjunnar Jysk, er látinn. Hann var 71 árs. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu er Larsen sagður hafa látist á heimili sínu í Silkeborg á Jótlandi í morgun í faðmi fjölskyldu sinnar. Aðeins tveir mánuðir eru síðan að Larsen steig úr stjórnarformannsstóli í Lars Larsen Group, móðurfélagi Jysk, eftir að hann greindist með lifrarkrabbamein í júní. Larsen var einn ríkasti maður Danmerkur og skilur eftir sig eiginkonu, tvö börn og fjögur barnabörn. Hann stofnaði Jysk, sem sérhæfir sig í sölu á hvers kyns heimilisvarningi, árið 1979. Keðjan stækkaði ört og er nú svo komið að um 2800 Jysk verslanir eru starfræktar í 52 löndum, þar á meðal á Íslandi undir nafni Rúmfatalagersins. Fyrsta verslun Rúmfatalagersins opnaði í Kópavogi árið 1987. Larsen var metinn á næstum 30 milljarða danskra króna, um 545 milljarða króna, ekki síst fyrir tilstuðlan Lars Larsen Group. Félagið hélt þó ekki aðeins utan um rekstur Jysk heldur jafnframt annarra húsgagnaverslana, golfvalla, sushi-veitingastaða og hótela. Sjálfsævisaga Larsen, Go'daw jeg hedder Lars Larsen: Jeg har et godt tilbud, er af mörgum talin mest lesna sjálfsævisaga í Danmörku. Ástæðan er sú að henni var dreift inn á öll heimili í landinu árið 2004, en sama ár fagnaði Jysk 25 ára afmæli. Andlát Danmörk Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lars Larsen, stofnandi smávöruverslanakeðjunnar Jysk, er látinn. Hann var 71 árs. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu er Larsen sagður hafa látist á heimili sínu í Silkeborg á Jótlandi í morgun í faðmi fjölskyldu sinnar. Aðeins tveir mánuðir eru síðan að Larsen steig úr stjórnarformannsstóli í Lars Larsen Group, móðurfélagi Jysk, eftir að hann greindist með lifrarkrabbamein í júní. Larsen var einn ríkasti maður Danmerkur og skilur eftir sig eiginkonu, tvö börn og fjögur barnabörn. Hann stofnaði Jysk, sem sérhæfir sig í sölu á hvers kyns heimilisvarningi, árið 1979. Keðjan stækkaði ört og er nú svo komið að um 2800 Jysk verslanir eru starfræktar í 52 löndum, þar á meðal á Íslandi undir nafni Rúmfatalagersins. Fyrsta verslun Rúmfatalagersins opnaði í Kópavogi árið 1987. Larsen var metinn á næstum 30 milljarða danskra króna, um 545 milljarða króna, ekki síst fyrir tilstuðlan Lars Larsen Group. Félagið hélt þó ekki aðeins utan um rekstur Jysk heldur jafnframt annarra húsgagnaverslana, golfvalla, sushi-veitingastaða og hótela. Sjálfsævisaga Larsen, Go'daw jeg hedder Lars Larsen: Jeg har et godt tilbud, er af mörgum talin mest lesna sjálfsævisaga í Danmörku. Ástæðan er sú að henni var dreift inn á öll heimili í landinu árið 2004, en sama ár fagnaði Jysk 25 ára afmæli.
Andlát Danmörk Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira