Billie Jean King vill að bandarísku landsliðskonurnar kljúfi sig út úr knattspyrnusambandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 14:30 Billie Jean King er skemmtileg týpa. Getty/ Kevork Djansezian Tennisgoðsögnin Billie Jean King barðist á sínum tíma fyrir jafnrétti kynjanna innan tennisheimsins og nú hefur hún blandað sér inn í baráttuna fyrir jafnrétti í launum fyrir bandarísku landsliðskonurnar í knattspyrnu. Bandarísku landsliðskonurnar ætla með mál sitt fyrir dómstóla eftir að ekkert kom út málamiðlun á milli þeirra og bandaríska knattspyrnusambandsins. Forráðamenn bandaríska knattspyrnusambandsins eru ekki tilbúnir að stíga alla leið hvað varðar að koma á sömu launum hjá landsliðskörlum og landsliðskonum. Vandamál þeirra er að landsliðskonurnar gefa ekki þumlung eftir ekki frekar en inn á knattspyrnuvellinum sjálfum. „Við sættum okkur við ekkert annað en sömu laun,“ sagði stórstjarnan og fyrirliðinn Megan Rapinoe í sjónvarpsþættinum Good Morning America. Nú síðast hafa bandarísku landsliðskonurnar fengið liðsinni frá konu sem þekkir það vel að vera í slíkri baráttu í karlaheimi. Á áttunda áratugnum fékk Billie Jean King átta aðrar tenniskonur í fremstu röð til að hóta því að neita að spila ef tennisforystan færi ekki að borga þeim jafnmikið og körlunum. Þetta mál náði síðan ákveðnu hámarki þegar Billie Jean King vann Bobby Riggs í „Battle of the Sexes" tennisleiknum og átti með því stóran þátt að tenniskonur hafa verið í forystu þegar kemur að standa jafnfætis körlunum hvað varðar athygli og verðlaunafé.MCMANUS: Should @USWNT break away from US Soccer? Billie Jean King says YES!https://t.co/I5ZDW1Bqyk@BillieJeanKing@janesportspic.twitter.com/IKldxpNZYw — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 17, 2019„Kannski ættu konurnar að kljúfa sig út úr knattspyrnusambandinu,“ sagði Billie Jean King í viðtali við Daily News en sagði jafnframt að hún geri sér vel grein fyrir því að það er allt annað en auðvelt. Alþjóða knattspyrnusambandið ræður og þar er á ferðinni mikið karlaveldi. Konurnar á HM í sumar fengu sem dæmi aðeins tíu prósent af því verðlaunafé sem karlarnir fengu á HM 2018. Bandaríska kvennalandsliðið hefur unnið fjóra heimsmeistaratitla þar af tvo í röð. Það eru þær sem hafa komið bandarískri knattspyrnu á kortið en ekki karlaliðið sem komst ekki einu sinni inn á síðasta heimsmeistaramót. Billie Jean King er líka sannfærð um að róttæk aðgerð eins og hún nefndi hér á undan yrði vel tekið. „Þær yrðu hetjur. Þær myndu fá meiri stuðning en þeim getur dreymt um,“ sagði King. King segir að bandaríska knattspyrnusambandið hafi enga gilda afsökun fyrir því að borga kynjunum ekki það sama. Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Í beinni: Espanyol - Barcelona | Fagna þeir titlinum á heimili óvina? Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Tennisgoðsögnin Billie Jean King barðist á sínum tíma fyrir jafnrétti kynjanna innan tennisheimsins og nú hefur hún blandað sér inn í baráttuna fyrir jafnrétti í launum fyrir bandarísku landsliðskonurnar í knattspyrnu. Bandarísku landsliðskonurnar ætla með mál sitt fyrir dómstóla eftir að ekkert kom út málamiðlun á milli þeirra og bandaríska knattspyrnusambandsins. Forráðamenn bandaríska knattspyrnusambandsins eru ekki tilbúnir að stíga alla leið hvað varðar að koma á sömu launum hjá landsliðskörlum og landsliðskonum. Vandamál þeirra er að landsliðskonurnar gefa ekki þumlung eftir ekki frekar en inn á knattspyrnuvellinum sjálfum. „Við sættum okkur við ekkert annað en sömu laun,“ sagði stórstjarnan og fyrirliðinn Megan Rapinoe í sjónvarpsþættinum Good Morning America. Nú síðast hafa bandarísku landsliðskonurnar fengið liðsinni frá konu sem þekkir það vel að vera í slíkri baráttu í karlaheimi. Á áttunda áratugnum fékk Billie Jean King átta aðrar tenniskonur í fremstu röð til að hóta því að neita að spila ef tennisforystan færi ekki að borga þeim jafnmikið og körlunum. Þetta mál náði síðan ákveðnu hámarki þegar Billie Jean King vann Bobby Riggs í „Battle of the Sexes" tennisleiknum og átti með því stóran þátt að tenniskonur hafa verið í forystu þegar kemur að standa jafnfætis körlunum hvað varðar athygli og verðlaunafé.MCMANUS: Should @USWNT break away from US Soccer? Billie Jean King says YES!https://t.co/I5ZDW1Bqyk@BillieJeanKing@janesportspic.twitter.com/IKldxpNZYw — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 17, 2019„Kannski ættu konurnar að kljúfa sig út úr knattspyrnusambandinu,“ sagði Billie Jean King í viðtali við Daily News en sagði jafnframt að hún geri sér vel grein fyrir því að það er allt annað en auðvelt. Alþjóða knattspyrnusambandið ræður og þar er á ferðinni mikið karlaveldi. Konurnar á HM í sumar fengu sem dæmi aðeins tíu prósent af því verðlaunafé sem karlarnir fengu á HM 2018. Bandaríska kvennalandsliðið hefur unnið fjóra heimsmeistaratitla þar af tvo í röð. Það eru þær sem hafa komið bandarískri knattspyrnu á kortið en ekki karlaliðið sem komst ekki einu sinni inn á síðasta heimsmeistaramót. Billie Jean King er líka sannfærð um að róttæk aðgerð eins og hún nefndi hér á undan yrði vel tekið. „Þær yrðu hetjur. Þær myndu fá meiri stuðning en þeim getur dreymt um,“ sagði King. King segir að bandaríska knattspyrnusambandið hafi enga gilda afsökun fyrir því að borga kynjunum ekki það sama.
Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Í beinni: Espanyol - Barcelona | Fagna þeir titlinum á heimili óvina? Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn