Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2019 09:40 Skúli Mogensen. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli.Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Skúla sem hann sendi á fjölmiðla í dag. Tilefnið er fréttaflutningur af skiptafundi þrotabús WOW air þar sem meðal annars kom fram að WOW air hafi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Skiptastjórar þrotabús WOW air telja mögulegt að upplýsingar og gögn sem kynnt voru fjárfestum í aðdraganda skuldabréfaútboðsins í fyrrahaust hafi ekki gefið raunsanna mynd af rekstrinum. Þeir hafa lýst yfir riftun á greiðslu WOW til fjárfestingarfélags Skúla Mogensen og skoða einnig riftun á greiðslum til Arion banka og tveggja stærstu leigusalanna.„Allt frá stofnun WOW air var undirritaður og félög tengd mér helsti fjármögnunaraðili félagsins bæði með beinum fjárframlögum, lánum og ábyrgðum upp á tugi milljarða króna. Heildartap mitt og minna félagi við fall WOW air nemur hátt í átta milljörðum króna,“ segir í yfirlýsingu Skúla.Þá segir hann að mikilvægt sé að læra af vexti og falli WOW air en auðvelt sé að vera vitur eftir á og sorglegt sé að hans mati að sjá hvernig „sumir keppast við gera viðskipti WOW air tortryggileg.“Frá kröfuhafafundinum á Hilton Nordica.Vísir/SigurjónSannfærður um að það tækist að bjarga félaginu Í yfirlýsingu Skúla segir að hann telji það ekki rétt að tala um að WOW air hafi verið ógjaldfær á furri hluta ársins 2018. „Hjá félaginu störfuðu ótal sérfræðingar sem og ytri ráðgjafar sem fóru vandlega yfir öll gögn og uppgjör félagsins. Það sést einnig best á því að ég fjárfesti sjálfur fyrir 700 m. kr. í umræddu útboði og lagði hús mitt og fleiri eignir að veði. Augljóslega hefði ég aldrei lagt allt undir nema ég hefði verið sannfærður um það að umrædd upphæð myndi duga til að tryggja áframhaldandi rekstur WOW air. Ytri aðstæður breyttust hins vegar mjög hratt til hins verra skömmu eftir skuldabréfaútboðið og því miður tókst okkur ekki að tryggja frekari fjármögnun félagsins í tæka tíð,“ segir Skúli.Kröfur í þrotabú flugfélagsins WOW Air nema rúmlega 138 milljörðum króna.Vísir/EgillSegir ekki rétt að hann hafi fengið milljarða greiðslur Í yfirlýsingu Skúla kemur fram að hann telji að það sé ekki rétt að hann hafi fengið milljarða greiðslur frá WOW Air en skiptastjórar segjast meðal annars hafa til skoðunar ýmis viðskipti milli WOW air og Títans, fjárfestingafélagi Skúla, þar á meðal háar þóknanir sem WOW greiddi Títan fyrir kauprétti að flugvélum. „Það er ekki rétt að ég hafi fengið milljarða greiðslur út úr WOW air. Þar hefur sérstaklega verið nefnd sala Títan til WOW air á kauprétti á fjórum flugvélum fyrir 1 milljarð og sagt að Títan hafi fengið umræddan kauprétt ókeypis. Þetta er fráleitt enda ekkert frítt í heimi flugvéla. Hið rétta er að Títan fékk umræddan kauprétt gegn því að ábyrgjast allar greiðslur WOW air í tíu ár upp á tugi milljarða vegna umræddra kaupa. Þetta var skilyrði af hálfu flugvéla leigandans. Það skal líka tekið fram að Títan fékk ekki umræddan milljarð í reiðufé heldur að mestu leyti í formi fleiri hlutabréfa í WOW air. WOW air seldi umræddar flugvélar til Air Canada gegn greiðslu í reiðufé og því augljóslega rangt að tala um að engin verðmæti hafi skapast eða átt sér stað,“ segir í yfirlýsingu Skúla.Skúli Mogensen á meðan starfsemi WOW var í blóma.Mótmælir harðlega kröfu um riftun Deloitte, sem útbjó skýrslu um stöðu WOW air fyrir skiptastjórana, gerði í henni athugasemdir við greiðslur WOW air til Títans, fjárfestingarfélags Skúla Mogensen, vegna sölu Títans á Cargo Express (CE) til WOW air um mitt síðasta ár. Samkvæmt ákvæðum kaupsamningsins átti WOW air að greiða Títan þá upphæð 30. apríl 2019. Sama dag og arðgreiðslan barst, 6. febrúar 2019, greiddi WOW sömu fjárhæð til Títans, tæplega 3 mánuðum fyrir umsaminn gjalddaga og 7 vikum fyrir gjaldþrot. Þrotabúið hefur lýst yfir riftun á þessari greiðslu en Títan hefur hafnað riftuninni. „Varðandi riftun skiptastjóra á greiðslu Cargo Express til Títan. Við höfum þegar mótmælt þessu harðlega enda teljum við alveg skýrt að WOW air öðlaðist aldrei eignarrétt til arðgreiðslunnar frá Cargo Express. Arðgreiðslan var alltaf skilgreind eign Títan þegar Cargo Express var selt WOW air og átti þar af leiðandi alltaf að renna til Títan en ekki WOW air,“ segir í yfirlýsingu Skúla.Segir að unnið hafi verið að heilindum að uppbyggingu félagsins fram á síðasta dag Þá segir Skúli að eftir á að hyggja hefði það verið skynsamlegra að að fá inn fleiri hluthafa fyrr og með því draga úr hversu háð félagi væri Skúla og félögum hans. Hann segir einnig að það hafi aldrei leikið vafi í eigin huga að ekki myndi takast að rétta stöðu félagsin af. Því vísi hann á bug fullyrðingum um að ekki hafi verið unnið af heilum hug að því að rétta úr stöðu félagsins. „Ég hef aldrei skorast undan minni ábyrgð í hvernig fór og mun þurfa að búa við það alla tíð. Ég mun hins vegar aldrei fallast á það að ég og mitt fólk höfum ekki unnið af heilindum við uppbyggingu WOW air allt fram á síðasta dag.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Almennir kröfuhafar í þrotabú WOW air fá ekki krónu Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. 16. ágúst 2019 19:30 Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air Skiptastjórar WOW air telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjárhag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboðið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært. 17. ágúst 2019 07:00 Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Sjá meira
Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli.Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Skúla sem hann sendi á fjölmiðla í dag. Tilefnið er fréttaflutningur af skiptafundi þrotabús WOW air þar sem meðal annars kom fram að WOW air hafi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Skiptastjórar þrotabús WOW air telja mögulegt að upplýsingar og gögn sem kynnt voru fjárfestum í aðdraganda skuldabréfaútboðsins í fyrrahaust hafi ekki gefið raunsanna mynd af rekstrinum. Þeir hafa lýst yfir riftun á greiðslu WOW til fjárfestingarfélags Skúla Mogensen og skoða einnig riftun á greiðslum til Arion banka og tveggja stærstu leigusalanna.„Allt frá stofnun WOW air var undirritaður og félög tengd mér helsti fjármögnunaraðili félagsins bæði með beinum fjárframlögum, lánum og ábyrgðum upp á tugi milljarða króna. Heildartap mitt og minna félagi við fall WOW air nemur hátt í átta milljörðum króna,“ segir í yfirlýsingu Skúla.Þá segir hann að mikilvægt sé að læra af vexti og falli WOW air en auðvelt sé að vera vitur eftir á og sorglegt sé að hans mati að sjá hvernig „sumir keppast við gera viðskipti WOW air tortryggileg.“Frá kröfuhafafundinum á Hilton Nordica.Vísir/SigurjónSannfærður um að það tækist að bjarga félaginu Í yfirlýsingu Skúla segir að hann telji það ekki rétt að tala um að WOW air hafi verið ógjaldfær á furri hluta ársins 2018. „Hjá félaginu störfuðu ótal sérfræðingar sem og ytri ráðgjafar sem fóru vandlega yfir öll gögn og uppgjör félagsins. Það sést einnig best á því að ég fjárfesti sjálfur fyrir 700 m. kr. í umræddu útboði og lagði hús mitt og fleiri eignir að veði. Augljóslega hefði ég aldrei lagt allt undir nema ég hefði verið sannfærður um það að umrædd upphæð myndi duga til að tryggja áframhaldandi rekstur WOW air. Ytri aðstæður breyttust hins vegar mjög hratt til hins verra skömmu eftir skuldabréfaútboðið og því miður tókst okkur ekki að tryggja frekari fjármögnun félagsins í tæka tíð,“ segir Skúli.Kröfur í þrotabú flugfélagsins WOW Air nema rúmlega 138 milljörðum króna.Vísir/EgillSegir ekki rétt að hann hafi fengið milljarða greiðslur Í yfirlýsingu Skúla kemur fram að hann telji að það sé ekki rétt að hann hafi fengið milljarða greiðslur frá WOW Air en skiptastjórar segjast meðal annars hafa til skoðunar ýmis viðskipti milli WOW air og Títans, fjárfestingafélagi Skúla, þar á meðal háar þóknanir sem WOW greiddi Títan fyrir kauprétti að flugvélum. „Það er ekki rétt að ég hafi fengið milljarða greiðslur út úr WOW air. Þar hefur sérstaklega verið nefnd sala Títan til WOW air á kauprétti á fjórum flugvélum fyrir 1 milljarð og sagt að Títan hafi fengið umræddan kauprétt ókeypis. Þetta er fráleitt enda ekkert frítt í heimi flugvéla. Hið rétta er að Títan fékk umræddan kauprétt gegn því að ábyrgjast allar greiðslur WOW air í tíu ár upp á tugi milljarða vegna umræddra kaupa. Þetta var skilyrði af hálfu flugvéla leigandans. Það skal líka tekið fram að Títan fékk ekki umræddan milljarð í reiðufé heldur að mestu leyti í formi fleiri hlutabréfa í WOW air. WOW air seldi umræddar flugvélar til Air Canada gegn greiðslu í reiðufé og því augljóslega rangt að tala um að engin verðmæti hafi skapast eða átt sér stað,“ segir í yfirlýsingu Skúla.Skúli Mogensen á meðan starfsemi WOW var í blóma.Mótmælir harðlega kröfu um riftun Deloitte, sem útbjó skýrslu um stöðu WOW air fyrir skiptastjórana, gerði í henni athugasemdir við greiðslur WOW air til Títans, fjárfestingarfélags Skúla Mogensen, vegna sölu Títans á Cargo Express (CE) til WOW air um mitt síðasta ár. Samkvæmt ákvæðum kaupsamningsins átti WOW air að greiða Títan þá upphæð 30. apríl 2019. Sama dag og arðgreiðslan barst, 6. febrúar 2019, greiddi WOW sömu fjárhæð til Títans, tæplega 3 mánuðum fyrir umsaminn gjalddaga og 7 vikum fyrir gjaldþrot. Þrotabúið hefur lýst yfir riftun á þessari greiðslu en Títan hefur hafnað riftuninni. „Varðandi riftun skiptastjóra á greiðslu Cargo Express til Títan. Við höfum þegar mótmælt þessu harðlega enda teljum við alveg skýrt að WOW air öðlaðist aldrei eignarrétt til arðgreiðslunnar frá Cargo Express. Arðgreiðslan var alltaf skilgreind eign Títan þegar Cargo Express var selt WOW air og átti þar af leiðandi alltaf að renna til Títan en ekki WOW air,“ segir í yfirlýsingu Skúla.Segir að unnið hafi verið að heilindum að uppbyggingu félagsins fram á síðasta dag Þá segir Skúli að eftir á að hyggja hefði það verið skynsamlegra að að fá inn fleiri hluthafa fyrr og með því draga úr hversu háð félagi væri Skúla og félögum hans. Hann segir einnig að það hafi aldrei leikið vafi í eigin huga að ekki myndi takast að rétta stöðu félagsin af. Því vísi hann á bug fullyrðingum um að ekki hafi verið unnið af heilum hug að því að rétta úr stöðu félagsins. „Ég hef aldrei skorast undan minni ábyrgð í hvernig fór og mun þurfa að búa við það alla tíð. Ég mun hins vegar aldrei fallast á það að ég og mitt fólk höfum ekki unnið af heilindum við uppbyggingu WOW air allt fram á síðasta dag.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Almennir kröfuhafar í þrotabú WOW air fá ekki krónu Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. 16. ágúst 2019 19:30 Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air Skiptastjórar WOW air telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjárhag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboðið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært. 17. ágúst 2019 07:00 Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Sjá meira
Almennir kröfuhafar í þrotabú WOW air fá ekki krónu Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. 16. ágúst 2019 19:30
Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air Skiptastjórar WOW air telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjárhag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboðið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært. 17. ágúst 2019 07:00
Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37