Fannst látinn morguninn eftir fyrsta leikinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 09:30 Archie Bruce Mynd/Twitter/Batley Bulldogs RLFC Batley Bulldogs gaf ungum nýliða sitt fyrsta tækifæri í leik á laugardaginn og sá hinn sami geislaði af gleði eftir leik. Aðeins tuttugu klukkutímum seinna var líf hans á enda. Ungur leikmaður sem var að stíga sín fyrstu spor með liði Batley Bulldogs fannst látinn á hótelherbergi í Toulouse í suður Frakklandi. Archie Bruce lék sinn fyrsta leik með Batley Bulldogs daginn áður eða aðeins tuttugu klukkutímum áður en hann fannst. Batley Bulldogs tilkynnti um lát leikmanns síns. „Fjölskylda Archie var látin vita. Batley Bulldogs, Rugby Football Leagu og RFL Benevolent sjóðurinn munu styðja við fjölskyldu hans,“ segir í tilkynningu frá Batley Bulldogs.20-year-old Batley Bulldogs player Archie Bruce has been found dead the morning after making his debut in Toulouse. More: https://t.co/VcB5dX3EZu#bbcrlpic.twitter.com/KgpKV8ZqID — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Rannsókn er farin í gang í Frakklandi en í fyrstu fréttum kom ekkert fram um dánarorsök. „Bruce fjölskyldan hefur beðið um að fá að syrgja í friði á þessum erfiða tíma,“ sagði Kevin Nicholas, stjórnarformaður Batley Bulldogs í samtali við BBC. Archie Bruce spilaði áður með áhugamannafélaginu Dewsbury Moor en var þarna að fá sitt fyrsta tækifæri með atvinnumannafélagi. Hann kom inná sem varamaður í tapleik á móti franska félaginu Toulouse á laugardaginn. Archie Bruce var í framtíðarplönum Batley Bulldogs en félagið var meira að undirbúa hann fyrir 2020 tímabilið en ekki 2019 tímabilið. Þjálfarinn Matt Diskin ákvað að leyfa honum að fá fyrsta leikinn þökk sé áhuga hans og orku á æfingum. Í grein Guardian kemur fram að Archie Bruce hafi átt nokkru flott hlaup með boltann í leiknum og það sáu allir eftir leikinn hvað hann var ánægður með að hafa fengið að spila. Archie Bruce er lýst sem gáfuðum, kurteisum, fyndnum og sérstaklega viðkunnanlegum strák. Það er því mikil sorg í herbúðum Batley Bulldogs eftir þessar hræðilegu fréttir.The RFL Benevolent fund have created a Just Giving Page in memory of Archie Bruce. Details at...https://t.co/e7MBglUPY4pic.twitter.com/6mfzmxZ7ng — Batley Bulldogs RLFC (@BatleyRLFC) August 18, 2019 Andlát Bretland England Frakkland Rugby Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sjá meira
Batley Bulldogs gaf ungum nýliða sitt fyrsta tækifæri í leik á laugardaginn og sá hinn sami geislaði af gleði eftir leik. Aðeins tuttugu klukkutímum seinna var líf hans á enda. Ungur leikmaður sem var að stíga sín fyrstu spor með liði Batley Bulldogs fannst látinn á hótelherbergi í Toulouse í suður Frakklandi. Archie Bruce lék sinn fyrsta leik með Batley Bulldogs daginn áður eða aðeins tuttugu klukkutímum áður en hann fannst. Batley Bulldogs tilkynnti um lát leikmanns síns. „Fjölskylda Archie var látin vita. Batley Bulldogs, Rugby Football Leagu og RFL Benevolent sjóðurinn munu styðja við fjölskyldu hans,“ segir í tilkynningu frá Batley Bulldogs.20-year-old Batley Bulldogs player Archie Bruce has been found dead the morning after making his debut in Toulouse. More: https://t.co/VcB5dX3EZu#bbcrlpic.twitter.com/KgpKV8ZqID — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Rannsókn er farin í gang í Frakklandi en í fyrstu fréttum kom ekkert fram um dánarorsök. „Bruce fjölskyldan hefur beðið um að fá að syrgja í friði á þessum erfiða tíma,“ sagði Kevin Nicholas, stjórnarformaður Batley Bulldogs í samtali við BBC. Archie Bruce spilaði áður með áhugamannafélaginu Dewsbury Moor en var þarna að fá sitt fyrsta tækifæri með atvinnumannafélagi. Hann kom inná sem varamaður í tapleik á móti franska félaginu Toulouse á laugardaginn. Archie Bruce var í framtíðarplönum Batley Bulldogs en félagið var meira að undirbúa hann fyrir 2020 tímabilið en ekki 2019 tímabilið. Þjálfarinn Matt Diskin ákvað að leyfa honum að fá fyrsta leikinn þökk sé áhuga hans og orku á æfingum. Í grein Guardian kemur fram að Archie Bruce hafi átt nokkru flott hlaup með boltann í leiknum og það sáu allir eftir leikinn hvað hann var ánægður með að hafa fengið að spila. Archie Bruce er lýst sem gáfuðum, kurteisum, fyndnum og sérstaklega viðkunnanlegum strák. Það er því mikil sorg í herbúðum Batley Bulldogs eftir þessar hræðilegu fréttir.The RFL Benevolent fund have created a Just Giving Page in memory of Archie Bruce. Details at...https://t.co/e7MBglUPY4pic.twitter.com/6mfzmxZ7ng — Batley Bulldogs RLFC (@BatleyRLFC) August 18, 2019
Andlát Bretland England Frakkland Rugby Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sjá meira