Rómafólkið á Íslandi er frá ýmsum löndum Ari Brynjólfsson skrifar 19. ágúst 2019 09:00 Sofiya Sahova, nýdoktor í þjóðfræði við Háskóla Íslands, kemur frá Búlgaríu og er vön sambúð með Rómafólki. F réttablaðið/Sigtryggur Ari „Það kann að hljóma mjög framandi að halda ráðstefnu um sígauna á Íslandi, en svo er alls ekki. Það búa nú á fjórða hundrað hér á landi sem tilheyra þjóðflokknum,“ segir Sofiya Zahova, nýdoktor við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur innan Háskóla Íslands. Sofiya er aðalskipuleggjandi árlegrar ráðstefnu samtakanna Gypsy Lore Society, alþjóðlegra samtaka um málefni Rómafólks, sem iðulega er kallað sígaunar. Ráðstefnan fór að þessu sinni fram í Veröld – húsi Vigdísar, og lauk nú á laugardaginn. Ráðstefnan er ávallt haldin í nýju landi á hverju ári. „Það er ekki vegna þess að Róma-fólk er þekkt fyrir að vera sífellt á flakki,“ segir Sofiya og hlær. „Þetta kemur til vegna þess að Rómafólk er um allan heim og hlutverk ráðstefnunnar, sem er sú elsta sinnar tegundar í heimi, er að auka skilning á þessum þjóðflokki eins mikið og hægt er,“ heldur Sofiya áfram. Flestir helstu sérfræðingar heims í málefnum Rómafólks komu saman á ráðstefnunni, alls 140 þátttakendur frá 33 löndum. Sofiya segir margar staðalmyndir fastar við Rómafólk, hvort sem það sé aldraðar konur með kristalskúlu eða hreinlega þjófar sem svífast einskis og lifa utan ramma hefðbundins samfélags. „Á Vesturlöndum er oft litið á fólkið sem óvelkomna villimenn, það kom skýrast fram í helförinni, ég sem kem frá Búlgaríu hef alltaf litið á sambúð við Rómafólk sem hinn eðlilegasta hlut.“ Sofiya segir engar rannsóknir til um Rómafólk á Íslandi. „Það má segja að þetta sé hálfgert huldufólk,“ segir hún. Til séu heimildir um sígauna á Seyðisfirði snemma á 20. öld. Af einhverjum ástæðum hafi fólkið ekki flust hingað varanlega. „Kannski var það veðrið,“ segir hún og hlær. Breytingar á samgöngum, efnahag og lifnaðarháttum hafa orðið til þess að fjöldi Rómafólks býr nú á Íslandi. „Stór hluti af því er verkafólk sem ferðast um Evrópu í leit að vinnu. Það búa nú mörg hundruð Rómafólks hér á landi, flestir frá Rúmeníu, Ungverjalandi, Búlgaríu og Póllandi,“ segir Sofiya. „En það tekur enginn eftir þeim, enda bara venjulegt fólk sem lifir alveg eins og við,“ undirstrikar Sofiya Zahova. Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
„Það kann að hljóma mjög framandi að halda ráðstefnu um sígauna á Íslandi, en svo er alls ekki. Það búa nú á fjórða hundrað hér á landi sem tilheyra þjóðflokknum,“ segir Sofiya Zahova, nýdoktor við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur innan Háskóla Íslands. Sofiya er aðalskipuleggjandi árlegrar ráðstefnu samtakanna Gypsy Lore Society, alþjóðlegra samtaka um málefni Rómafólks, sem iðulega er kallað sígaunar. Ráðstefnan fór að þessu sinni fram í Veröld – húsi Vigdísar, og lauk nú á laugardaginn. Ráðstefnan er ávallt haldin í nýju landi á hverju ári. „Það er ekki vegna þess að Róma-fólk er þekkt fyrir að vera sífellt á flakki,“ segir Sofiya og hlær. „Þetta kemur til vegna þess að Rómafólk er um allan heim og hlutverk ráðstefnunnar, sem er sú elsta sinnar tegundar í heimi, er að auka skilning á þessum þjóðflokki eins mikið og hægt er,“ heldur Sofiya áfram. Flestir helstu sérfræðingar heims í málefnum Rómafólks komu saman á ráðstefnunni, alls 140 þátttakendur frá 33 löndum. Sofiya segir margar staðalmyndir fastar við Rómafólk, hvort sem það sé aldraðar konur með kristalskúlu eða hreinlega þjófar sem svífast einskis og lifa utan ramma hefðbundins samfélags. „Á Vesturlöndum er oft litið á fólkið sem óvelkomna villimenn, það kom skýrast fram í helförinni, ég sem kem frá Búlgaríu hef alltaf litið á sambúð við Rómafólk sem hinn eðlilegasta hlut.“ Sofiya segir engar rannsóknir til um Rómafólk á Íslandi. „Það má segja að þetta sé hálfgert huldufólk,“ segir hún. Til séu heimildir um sígauna á Seyðisfirði snemma á 20. öld. Af einhverjum ástæðum hafi fólkið ekki flust hingað varanlega. „Kannski var það veðrið,“ segir hún og hlær. Breytingar á samgöngum, efnahag og lifnaðarháttum hafa orðið til þess að fjöldi Rómafólks býr nú á Íslandi. „Stór hluti af því er verkafólk sem ferðast um Evrópu í leit að vinnu. Það búa nú mörg hundruð Rómafólks hér á landi, flestir frá Rúmeníu, Ungverjalandi, Búlgaríu og Póllandi,“ segir Sofiya. „En það tekur enginn eftir þeim, enda bara venjulegt fólk sem lifir alveg eins og við,“ undirstrikar Sofiya Zahova.
Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira