Rostov tapaði sínum fyrsta leik í rússnesku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Ufa, 2-0.
Ragnar Sigurðsson var að venju með fyrirliðabandið hjá Rostov og lék allan leikinn.
Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi Rostov í dag.
Nígeríumaðurinn Sly skoraði bæði mörk Ufa í leiknum.
Rostov er í 3. sæti deildarinnar með ellefu stig, þremur stigum á eftir toppliði Zenit.
Fótbolti
Ragnar og félagar ekki lengur ósigraðir á tímabilinu
Tengdar fréttir
Viðar og félagar upp í 5. sætið eftir fyrsta sigurinn í þremur leikjum
Eftir tvo tapleiki í röð vann Rubin Kazan mikilvægan sigur á Arsenal Tula.