Hann sagði frammistöðu Selfyssinga í leiknum ekki hafa verið góða. En liðið hafi sýnt seiglu og karakter.
„Við spiluðum ekkert sérstaklega vel. Taugarnar voru þandar til hins ítrasta. En það er ekki spurt að því. Við unnum og ég er ógeðslega ánægður.“
Hvaða þýðingu hefur það fyrir Selfoss að vera búinn að vinna fyrsta stóra titilinn í fótbolta?
„Strákarnir í handboltanum byrjuðu á þessu í vor og núna tókum við þetta. Og þetta er komið til að vera á Selfossi. Selfyssingar eiga að vera stoltir af því sem þeir eru með sem er dugnaður, eljusemi og kraftur. Það skilar svona,“ sagði Alfreð að endingu.