Craig: Einn besti leikur Íslands síðustu ár Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 18:16 Íslenska liðið þurfti sigur í dag og þeir skiluðu sigri vísir/daníel Ísland er í vænlegri stöðu fyrir lokaleik sinn í forkeppni Eurobasket eftir stórsigur á Portúgal í Laugardalshöll í dag. Craig Pedersen landsliðsþjálfari var að vonum hæstánægður í leikslok. „Frábært framlag hjá öllum leikmönnunum. Það komu allir inn af krafti og einbeittir. Við fengum góða hjálp frá þeim sem komu af bekknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn í leikslok í Laugardalnum en Ísland vann öruggan 96-68 sigur. „Á mismunandi köflum í leiknum stigu mismunandi leikmenn upp. Elvar átti góðan leik, Ægir kom inn af krafti og Hlynur, hvað getur maður sagt? 21 stig frá honum af bekknum í dag, það er stórkostlegt. Guði sé lof að hann hafi komið inn í liðið.“ „En í heildina var þetta frábært framlag frá upphafi til enda. Þeir áttu nokkur smá áhlaup á okkur en það var alltaf að fara að gerast. Þeir eru með gott lið með góðar skyttur. Heilt yfir einn besti leikurinn sem við höfum spilað síðustu ár.“Hlynur Bæringsson var frábær fyrir Ísland í dag og var ekki að sjá að landsliðsskórnir hafi verið á hillunni í nokkra mánuðivísir/daníelÍsland er nú komið með fimm stig í riðlinum, stigi á eftir Portúgal sem hefur spilað sinn síðasta leik. Ísland mætir Sviss ytra í lokaleiknum á miðvikudag og fari svo að Sviss vinni þann leik verða öll liðin jöfn með sex stig og stigaskor gæti ráðið úrslitum. Var landsliðsþjálfarinn að hugsa um það í lokin? „Já, og það er hluti af ástæðu þess að við tökum leikhlé þegar það eru ellefu sekúndur eftir. Við vildum stilla upp kerfi til þess að ná í körfu því hvert stig skiptir máli.“ „Sviss er með lið sem getur skorað mikið og er mjög hættulegt. Við þurftum að vinna með eins miklum mun og við gátum.“ „Við náðum mjög góðu skoti í lokin en það fór ekki niður. Þetta er skot sem við viljum sjá Elvar taka og við hefðum varla getað beðið um betra skot.“ Besta niðurstaðan fyrir Ísland er að sækja sigur til Sviss og klára riðilin án þess að þurfa að fara í flókna útreikninga. Hvað þarf liðið að gera til þess að sækja sigur? „Við þurfum að gera eins og í dag, spila einbeittir í 40 mínútur.“ „Við þurfum að spila af krafti og hreyfa boltann. Við erum búnir að vinna í nokkrum hlutum í vikunni fyrir þennan leik sem munu vonandi hjálpa okkur gegn Sviss, en núna leyfum við okkur að njóta þessa sigurs og fara svo að einbeita okkur að Sviss,“ sagði Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands. Körfubolti Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Ísland er í vænlegri stöðu fyrir lokaleik sinn í forkeppni Eurobasket eftir stórsigur á Portúgal í Laugardalshöll í dag. Craig Pedersen landsliðsþjálfari var að vonum hæstánægður í leikslok. „Frábært framlag hjá öllum leikmönnunum. Það komu allir inn af krafti og einbeittir. Við fengum góða hjálp frá þeim sem komu af bekknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn í leikslok í Laugardalnum en Ísland vann öruggan 96-68 sigur. „Á mismunandi köflum í leiknum stigu mismunandi leikmenn upp. Elvar átti góðan leik, Ægir kom inn af krafti og Hlynur, hvað getur maður sagt? 21 stig frá honum af bekknum í dag, það er stórkostlegt. Guði sé lof að hann hafi komið inn í liðið.“ „En í heildina var þetta frábært framlag frá upphafi til enda. Þeir áttu nokkur smá áhlaup á okkur en það var alltaf að fara að gerast. Þeir eru með gott lið með góðar skyttur. Heilt yfir einn besti leikurinn sem við höfum spilað síðustu ár.“Hlynur Bæringsson var frábær fyrir Ísland í dag og var ekki að sjá að landsliðsskórnir hafi verið á hillunni í nokkra mánuðivísir/daníelÍsland er nú komið með fimm stig í riðlinum, stigi á eftir Portúgal sem hefur spilað sinn síðasta leik. Ísland mætir Sviss ytra í lokaleiknum á miðvikudag og fari svo að Sviss vinni þann leik verða öll liðin jöfn með sex stig og stigaskor gæti ráðið úrslitum. Var landsliðsþjálfarinn að hugsa um það í lokin? „Já, og það er hluti af ástæðu þess að við tökum leikhlé þegar það eru ellefu sekúndur eftir. Við vildum stilla upp kerfi til þess að ná í körfu því hvert stig skiptir máli.“ „Sviss er með lið sem getur skorað mikið og er mjög hættulegt. Við þurftum að vinna með eins miklum mun og við gátum.“ „Við náðum mjög góðu skoti í lokin en það fór ekki niður. Þetta er skot sem við viljum sjá Elvar taka og við hefðum varla getað beðið um betra skot.“ Besta niðurstaðan fyrir Ísland er að sækja sigur til Sviss og klára riðilin án þess að þurfa að fara í flókna útreikninga. Hvað þarf liðið að gera til þess að sækja sigur? „Við þurfum að gera eins og í dag, spila einbeittir í 40 mínútur.“ „Við þurfum að spila af krafti og hreyfa boltann. Við erum búnir að vinna í nokkrum hlutum í vikunni fyrir þennan leik sem munu vonandi hjálpa okkur gegn Sviss, en núna leyfum við okkur að njóta þessa sigurs og fara svo að einbeita okkur að Sviss,“ sagði Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands.
Körfubolti Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira