Körfubolti

Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Kefl­víkingur?

Árni Jóhannsson skrifar
Kristján Fannar Ingólfsson, fyrrum leikmaður Stjörnunnar.
Kristján Fannar Ingólfsson, fyrrum leikmaður Stjörnunnar. Vísir/Hulda Margrét

Kristján Fannar Ingólfsson hafði vistaskipti í sumar þegar hann skipti frá Íslandsmeisturum Stjörnunnar í ÍR. Honum gekk vel í fyrsta leik sínum með Breiðhyltingum sem þó þurftu að lúta í gras fyrir Keflvíkingum.

Oft hefur það verið nefnt að Kristján sé uppalinn í Keflavík en hann sannarlega spilaði þar í yngri flokkunum. Hlynur Bæringsson, sem þekkir Kristján vel hafandi spilað með honum, sagði hinsvegar hann væri kominn heim núna þar sem hann er úr Breiðholtinu. Sævar Sævarsson reyndi að malda í móinn og bað um að þetta yrði kannað í þaula. 

Farið var yfir frammistöðu Kristjáns í leiknum í myndbandinu að neðan og umræða um uppruna hans. Kristján skoraði níu stig og tók fjögur fráköst á rúmum 19 mínútum.

Klippa: Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×