Körfubolti

Kemi til­þrifin | Sjáðu harka­lega byltu Arnórs Tristan

Árni Jóhannsson skrifar
Arnór Tristan sturtaði þessum bolta í gegnum körfuna og fékk væna byltu að launum.
Arnór Tristan sturtaði þessum bolta í gegnum körfuna og fékk væna byltu að launum. Vísir / Anton Brink

Körfuboltakvöld gerði upp fyrstu umferð Bónus deildar karla þennan veturinn þrátt fyrir að einum leik sé ólokið. Sérfræðingar þáttarins völdu bestu tilþrifin og af nægu var að taka.

Grindvíkingar lögðu Njarðvíkinga í gærkvöldi 109-96 og rötuðu nokkur tilþrif úr þeim leik í tilþrifapakkann sem má sjá að neðan. KR lagði Stjörnuna í framlengdum leik, Keflvíkingar sigruðu ÍR, Skagamenn náðu í mikilvægan og góðan sigur á Þór Þ. og Álftanes rúllaði yfir Ármann. Þannig að það voru úrslit af öllum regnbogans litum og það voru tilþrifin líka.

Klippa: Kemi Tilþrif fyrstu umferðar Bónus deildar karla

Einum leik er þó ólokið í fyrstu umferð Bónus deildar karla en Tindastóll var fast í München í gær og komst ekki í leik sinn við Val sem átti að fara fram í dag. Leikurinn fer því fram á mánudaginn 6. október og er í beinni á Sýn Sport Ísland.


Tengdar fréttir

Upp­gjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri

Skagamenn eru mættir upp í Bónus deildina eftir 25 ára fjarveru. Þeir tóku á móti Þór Þorlákshöfn í fyrsta leik tímabilsins. Leikurinn fór fram í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi og voru það Skagamenn sem fóru gulir og glaðir heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×