Persónuvernd gæti lagt stjórnvaldssekt á FB vegna gagnalekans Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. ágúst 2019 18:30 Ekki er útilokað að Persónuvernd beiti Fjölbrautaskólann í Breiðholti stjórnvaldssekt eftir að viðkvæm, persónugreinanleg gögn um nemendur komust í hendur óviðkomandi. Forstjóri Persónuverndar segir að vega og meta þurfi hvert mál fyrir sig. Fyrir helgi fengu þónokkrir nemendur sem eru að hefja nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og forráðamenn þeirra tölvupóst frá umsjónarkennara, með viðhengi sem átti að innihalda töflutíma en viðhengið sem fór með tölvupóstinum innihélt upplýsingar um aðra nemendur sem hófu nám við skólann í fyrra. Í þeim var að finna meðal annars upplýsingar mætingu þeirra, líðan og hvort þeir þyrftu aðstoð við nám.Mannleg mistök Elvar Jónsson, starfandi skólameistari sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að mistökin hafi uppgötvast um leið og að strax hefði verið brugðist við með því að tilkynna málið til Persónuverndar og jafnframt var haft samband við alla hlutaðeigandi og þeir upplýstir um stöðu mála. Hann sagði að um mannleg mistök væri að ræða en skólinn ynni að því að innleiða í kerfi sitt ný persónuverndarlög og allt yrði gert til þess að koma í veg fyrir að svona geti gerst. Forstjóri Persónuverndar segir málið komið á borð embættisins. Hún segir það alltaf alvarlegt þegar persónuupplýsingar berast óviðkomandi en að embættið þurfi að greina hvert mál fyrir sig og það sé eins með þetta mál. „Þannig að á þessum tímapunkti er ég ekki tilbúin að tjá mig neitt frekar um það. Það þarf að skoða það frekar og ég hef ekki nægilegar upplýsingar til þess að tjá mig um það,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar í samtali við fréttastofu í dag segir málið súna hvað viðkvæm gögn liggi víða.Vísir/Stöð 2Persónuvernd hefur heimild til þess að leggja á stjórnvaldssekt eða beita öðrum viðurlögum Helga segir þetta mál sýna fram á það hvað persónuupplýsingar liggja víða og geti reynst afdrifaríkt ef að þær komist í hendur óviðkomandi. Með nýjum persónuverndarlögum sem tóku gildi á síðasta ári voru reglu gerðar skýrari. Frumkvæðisrannsóknum hefur fjölgað til muna og að nú hafi embættið heimild til þess að leggja á stjórnvaldssektir.Gæti þetta mál flokkast undir það og farið svo að Persónuvernd beiti Fjölbrautaskólann í Breiðholti stjórnvaldssekt vegna gagnalekans? „Í hverju máli núna, síðan að ný persónuverndarlög tóku gildi 15. júlí 2018 að þá ber okkur skylda til þess að vega og meta hvert einasta mál og sjá hvort það sé ástæða til þess að beita sektarheimild eða öðrum þeim viðurlögum sem Persónuvernd hefur,“ segir Helga. Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15 Gögnin sem láku út frá FB vörðuðu tuttugu nemendur Viðkvæm gögn um tuttugu nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti voru send fyrir mistök á nýnema við skólann. Skólameistari Fjölbrautaskólans segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Unnið sé að því að innleið ný persónuverndarlög í kerfi skólans. 17. ágúst 2019 12:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Ekki er útilokað að Persónuvernd beiti Fjölbrautaskólann í Breiðholti stjórnvaldssekt eftir að viðkvæm, persónugreinanleg gögn um nemendur komust í hendur óviðkomandi. Forstjóri Persónuverndar segir að vega og meta þurfi hvert mál fyrir sig. Fyrir helgi fengu þónokkrir nemendur sem eru að hefja nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og forráðamenn þeirra tölvupóst frá umsjónarkennara, með viðhengi sem átti að innihalda töflutíma en viðhengið sem fór með tölvupóstinum innihélt upplýsingar um aðra nemendur sem hófu nám við skólann í fyrra. Í þeim var að finna meðal annars upplýsingar mætingu þeirra, líðan og hvort þeir þyrftu aðstoð við nám.Mannleg mistök Elvar Jónsson, starfandi skólameistari sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að mistökin hafi uppgötvast um leið og að strax hefði verið brugðist við með því að tilkynna málið til Persónuverndar og jafnframt var haft samband við alla hlutaðeigandi og þeir upplýstir um stöðu mála. Hann sagði að um mannleg mistök væri að ræða en skólinn ynni að því að innleiða í kerfi sitt ný persónuverndarlög og allt yrði gert til þess að koma í veg fyrir að svona geti gerst. Forstjóri Persónuverndar segir málið komið á borð embættisins. Hún segir það alltaf alvarlegt þegar persónuupplýsingar berast óviðkomandi en að embættið þurfi að greina hvert mál fyrir sig og það sé eins með þetta mál. „Þannig að á þessum tímapunkti er ég ekki tilbúin að tjá mig neitt frekar um það. Það þarf að skoða það frekar og ég hef ekki nægilegar upplýsingar til þess að tjá mig um það,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar í samtali við fréttastofu í dag segir málið súna hvað viðkvæm gögn liggi víða.Vísir/Stöð 2Persónuvernd hefur heimild til þess að leggja á stjórnvaldssekt eða beita öðrum viðurlögum Helga segir þetta mál sýna fram á það hvað persónuupplýsingar liggja víða og geti reynst afdrifaríkt ef að þær komist í hendur óviðkomandi. Með nýjum persónuverndarlögum sem tóku gildi á síðasta ári voru reglu gerðar skýrari. Frumkvæðisrannsóknum hefur fjölgað til muna og að nú hafi embættið heimild til þess að leggja á stjórnvaldssektir.Gæti þetta mál flokkast undir það og farið svo að Persónuvernd beiti Fjölbrautaskólann í Breiðholti stjórnvaldssekt vegna gagnalekans? „Í hverju máli núna, síðan að ný persónuverndarlög tóku gildi 15. júlí 2018 að þá ber okkur skylda til þess að vega og meta hvert einasta mál og sjá hvort það sé ástæða til þess að beita sektarheimild eða öðrum þeim viðurlögum sem Persónuvernd hefur,“ segir Helga.
Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15 Gögnin sem láku út frá FB vörðuðu tuttugu nemendur Viðkvæm gögn um tuttugu nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti voru send fyrir mistök á nýnema við skólann. Skólameistari Fjölbrautaskólans segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Unnið sé að því að innleið ný persónuverndarlög í kerfi skólans. 17. ágúst 2019 12:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15
Gögnin sem láku út frá FB vörðuðu tuttugu nemendur Viðkvæm gögn um tuttugu nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti voru send fyrir mistök á nýnema við skólann. Skólameistari Fjölbrautaskólans segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Unnið sé að því að innleið ný persónuverndarlög í kerfi skólans. 17. ágúst 2019 12:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent