Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 21:00 Höfundar kynntu skýrsluna á blaðamannafundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag. Vísir/Friðrik Þór Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. Skýrsluhöfundar leggja til að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um málið. Skýrslan sem unnin var af svokallaðri sérfræðinefnd Orkunnar okkar var kynnt á blaðamannafundi í Safnahúsinu síðdegis. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir afleiðingar orkulöggjafar ESB á efnahags- og atvinnumál landsins, að mati nefndarinnar. Í hópi þeirra sem mættir voru á fundinn við kynningu skýrslunnar var Arnar Þór Jónsson héraðsdómari sem fyrr um daginn kom fyrir utanríkismálanefnd þar sem hann lýsti verulegum efasemdum um ágæti orkupakkans. Sjá einnig: Segir framkomu dómara við kjörna fulltrúa umhugsunarefni Þeir Jónas Elíasson, Stefán Arnórsson og Haraldur Ólafsson eru ritstjórar skýrslunnar en meðal höfunda eru Jón Baldvin Hannibalsson, Styrmir Gunnarsson og Hjörleifur Guttormsson. Skýrslan er 82 blaðsíður en í henni komast höfundar meðal annars að þeirri niðurstöðu að rökrétt væri að Alþingi hafni orkupakkanum. „Það markmið sem ESB hefur í huga, með því að láta Ísland ganga í orkusambandið, það er að fá að leggja þennan sæstreng, fá að flytja út orku til Evrópu, það stækkar mjög markað íslenskra orkuframleiðenda og það hækkar raforkuverð hérna heima og hefur ýmsar aðrar hættur í för með sér,“ segir Jónas Elíasson, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands, og einn skýrsluhöfunda. Orkan okkar vill þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann.Vísir/Friðrik ÞórÞessar niðurstöður stangast að miklu leyti á við það sem fram hefur komið í álitsgerðum fjölmargra sérfræðinga. „Við höfum rannsakað þessi mál, við höfum kynnt okkur það sem stendur í orkupakkanum, við til dæmis vitum það alveg að það er engin lagaleg skylda til að gera eitthvað svona lagað í orkupakkanum, við undirgöngumst hins vegar erlent dómsvald í raforkumálum með því að taka upp orkupakkann,“ segir Jónas. Fulltrúar orkunnar okkar munu koma fyrir utanríkismálanefnd á öðrum fundi hennar sem fram fer á mánudag. Þriðji orkupakkinn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. Skýrsluhöfundar leggja til að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um málið. Skýrslan sem unnin var af svokallaðri sérfræðinefnd Orkunnar okkar var kynnt á blaðamannafundi í Safnahúsinu síðdegis. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir afleiðingar orkulöggjafar ESB á efnahags- og atvinnumál landsins, að mati nefndarinnar. Í hópi þeirra sem mættir voru á fundinn við kynningu skýrslunnar var Arnar Þór Jónsson héraðsdómari sem fyrr um daginn kom fyrir utanríkismálanefnd þar sem hann lýsti verulegum efasemdum um ágæti orkupakkans. Sjá einnig: Segir framkomu dómara við kjörna fulltrúa umhugsunarefni Þeir Jónas Elíasson, Stefán Arnórsson og Haraldur Ólafsson eru ritstjórar skýrslunnar en meðal höfunda eru Jón Baldvin Hannibalsson, Styrmir Gunnarsson og Hjörleifur Guttormsson. Skýrslan er 82 blaðsíður en í henni komast höfundar meðal annars að þeirri niðurstöðu að rökrétt væri að Alþingi hafni orkupakkanum. „Það markmið sem ESB hefur í huga, með því að láta Ísland ganga í orkusambandið, það er að fá að leggja þennan sæstreng, fá að flytja út orku til Evrópu, það stækkar mjög markað íslenskra orkuframleiðenda og það hækkar raforkuverð hérna heima og hefur ýmsar aðrar hættur í för með sér,“ segir Jónas Elíasson, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands, og einn skýrsluhöfunda. Orkan okkar vill þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann.Vísir/Friðrik ÞórÞessar niðurstöður stangast að miklu leyti á við það sem fram hefur komið í álitsgerðum fjölmargra sérfræðinga. „Við höfum rannsakað þessi mál, við höfum kynnt okkur það sem stendur í orkupakkanum, við til dæmis vitum það alveg að það er engin lagaleg skylda til að gera eitthvað svona lagað í orkupakkanum, við undirgöngumst hins vegar erlent dómsvald í raforkumálum með því að taka upp orkupakkann,“ segir Jónas. Fulltrúar orkunnar okkar munu koma fyrir utanríkismálanefnd á öðrum fundi hennar sem fram fer á mánudag.
Þriðji orkupakkinn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira