Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni Birgir Olgeirsson skrifar 16. ágúst 2019 12:25 Frá leit í Þingvallavatni um helgina. Mynd/Landsbjörg Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að lögreglan styðjist við mynd sem Belginn sendi móður sinni áður en hann fór á kajak út á Þingvallavatn á laugardag. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi fyrst frá. Kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra. Landhelgisgæslunni, slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, og slysavarnafélaginu Landsbjörg leita nú í Þingvallavatni en lögreglan hefur þrengt leitarsvæðið við suðurenda Þingvallavatns, þar sem Villingavatn er. Lögreglan ákvað að þrengja leitarsvæðið við þann hluta vatnsins eftir að hafa farið yfir farsímagögn mannsins og séð mynd sem hann sendi móður sinni. Einungis er notast við kafara við leitina í dag. Belginn heitir Björn Debecker og er 41 árs gamall tveggja barna faðir frá Lueven. Gengið er út frá því að Debecker hafi fallið útbyrðis þegar hann sigldi á kajak á vatninu um helgina. Debecker er menntaður verkfræðingur og mikill heimshornaflakkari. Hann hafi komið víða við á ferðalögum sínum um heiminn og m.a. tjaldað við jökulrætur í Alaska, skíðað í Ölpunum og kafað í Víetnam. Þá hafi hann einnig verið búsettur í Noregi á tímabili. Kafarar leituðu einnig í vatninu í gær en leitin hefur engan árangur borið. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Landhelgisgæslan Slökkvilið Þingvellir Tengdar fréttir Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag. 14. ágúst 2019 13:33 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að lögreglan styðjist við mynd sem Belginn sendi móður sinni áður en hann fór á kajak út á Þingvallavatn á laugardag. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi fyrst frá. Kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra. Landhelgisgæslunni, slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, og slysavarnafélaginu Landsbjörg leita nú í Þingvallavatni en lögreglan hefur þrengt leitarsvæðið við suðurenda Þingvallavatns, þar sem Villingavatn er. Lögreglan ákvað að þrengja leitarsvæðið við þann hluta vatnsins eftir að hafa farið yfir farsímagögn mannsins og séð mynd sem hann sendi móður sinni. Einungis er notast við kafara við leitina í dag. Belginn heitir Björn Debecker og er 41 árs gamall tveggja barna faðir frá Lueven. Gengið er út frá því að Debecker hafi fallið útbyrðis þegar hann sigldi á kajak á vatninu um helgina. Debecker er menntaður verkfræðingur og mikill heimshornaflakkari. Hann hafi komið víða við á ferðalögum sínum um heiminn og m.a. tjaldað við jökulrætur í Alaska, skíðað í Ölpunum og kafað í Víetnam. Þá hafi hann einnig verið búsettur í Noregi á tímabili. Kafarar leituðu einnig í vatninu í gær en leitin hefur engan árangur borið.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Landhelgisgæslan Slökkvilið Þingvellir Tengdar fréttir Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag. 14. ágúst 2019 13:33 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag. 14. ágúst 2019 13:33