Litrík Mullers-æfing Þórarinn Þórarinsson skrifar 16. ágúst 2019 07:00 Þótt fólk sé alls konar, hinsegin og jafnvel líka svona, erum við í eðli okkar hvorki góð né ill. Hins vegar er fólk annaðhvort leiðinlegt eða skemmtilegt. Þau skemmtilegu ætla að fagna fjölbreytileikanum og þá óhjákvæmilega lífinu um leið í skrúðgöngu á morgun. Þar sem andlegur þroski er ekki frekar en vitið í askana látinn er sú gleðiganga eitur í beinum sorglega margra sem þjakaðir af andlegum næringarskorti naga þá sturluðu ranghugmynd að allir eigi að vera eins. Og það sem verra er, nákvæmlega eins og þeir. Þetta fólk er ekki endilega illt en leiðinlegt er það. Þau eru bara „svona“ í stjórnlausum ótta við allt „hinsegin“ með þráhyggjukennda þörf fyrir að skipta sér af því hvernig annað fólk er og kýs að lifa lífinu. Sauðirnir í þessu leiðindafé eru eðli málsins samkvæmt ekki allir nákvæmlega eins en rúmast þó allir undir einföldu regnhlífarhugtaki, svokölluðu „Mullers-heilkenni“ með vísan til útskýringaglaða og ímyndaða forystuhrútsins Baldurs Muller. Meininu fylgir meðal annars að finnast transfólk vera „djöfulsyns viðbjóður“. Ágætt en dapurlegt og handahófskennt dæmi um að þessum rolum og rollum er fyrst og fremst vorkunn. Mikið óskaplega hlýtur þeim að líða illa á sálinni sem mega ekkert sjá sem er öðruvísi án þess að æla svartagalli. Góðu heilli má slá á heilkennið og jafnvel finna smá gleði í hjarta með einfaldri Mullers-æfingu. Prufa bara að kyngja ælunni, kasta af sér sauðskinnsskónum, dressa sig upp í eitthvað annað en mórautt og skella sér í gönguna. Þar er ekkert að óttast vegna þess að ólíkt samkynhneigð og alls konar öðruvísi kynvitund eru gleðin og hamingjan smitandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þótt fólk sé alls konar, hinsegin og jafnvel líka svona, erum við í eðli okkar hvorki góð né ill. Hins vegar er fólk annaðhvort leiðinlegt eða skemmtilegt. Þau skemmtilegu ætla að fagna fjölbreytileikanum og þá óhjákvæmilega lífinu um leið í skrúðgöngu á morgun. Þar sem andlegur þroski er ekki frekar en vitið í askana látinn er sú gleðiganga eitur í beinum sorglega margra sem þjakaðir af andlegum næringarskorti naga þá sturluðu ranghugmynd að allir eigi að vera eins. Og það sem verra er, nákvæmlega eins og þeir. Þetta fólk er ekki endilega illt en leiðinlegt er það. Þau eru bara „svona“ í stjórnlausum ótta við allt „hinsegin“ með þráhyggjukennda þörf fyrir að skipta sér af því hvernig annað fólk er og kýs að lifa lífinu. Sauðirnir í þessu leiðindafé eru eðli málsins samkvæmt ekki allir nákvæmlega eins en rúmast þó allir undir einföldu regnhlífarhugtaki, svokölluðu „Mullers-heilkenni“ með vísan til útskýringaglaða og ímyndaða forystuhrútsins Baldurs Muller. Meininu fylgir meðal annars að finnast transfólk vera „djöfulsyns viðbjóður“. Ágætt en dapurlegt og handahófskennt dæmi um að þessum rolum og rollum er fyrst og fremst vorkunn. Mikið óskaplega hlýtur þeim að líða illa á sálinni sem mega ekkert sjá sem er öðruvísi án þess að æla svartagalli. Góðu heilli má slá á heilkennið og jafnvel finna smá gleði í hjarta með einfaldri Mullers-æfingu. Prufa bara að kyngja ælunni, kasta af sér sauðskinnsskónum, dressa sig upp í eitthvað annað en mórautt og skella sér í gönguna. Þar er ekkert að óttast vegna þess að ólíkt samkynhneigð og alls konar öðruvísi kynvitund eru gleðin og hamingjan smitandi.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar