Uppsagnir stjórnenda á Landspítala Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. ágúst 2019 06:00 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Visir/Egill Aðalsteinsson Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, getur ekki sagt á þessum tímapunkti hvort komi til uppsagna á neðri stigum en ekki er stefnt að því að loka deildum. Lengi hefur staðið til að breyta skipuriti Landspítalans. Páll segir að sparnaður sem slíkur hafi ekki verið markmið en að það dragi engu að síður úr sóun. Spítalinn glímir nú við rekstrarvanda og fundað er með heilbrigðisráðuneytinu vegna þessa. „Vandi spítalans er sá að barnið vex en brókin ekki,“ segir Páll. „Íslendingum fjölgar og ferðamönnum fjölgar, fólk eldist og til sögunnar koma nýjar og dýrar meðferðir. Við höfum fengið aukið fé en ekki í samræmi við þessi verkefni.“ Þess utan glímir spítalinn við skort á hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og hjúkrunarrýmum og launabótum vegna eldri kjarasamninga. Unnið er að því að leysa vandamálin en það gerist hægar en spítalinn þarf að sögn Páls. „Við gerum ráð fyrir ákveðnu aukafjármagni, meðal annars vegna aukinnar framleiðslu, en við verðum að telja okkur slíkt til halla þangað til það er greitt. En ég dreg ekki fjöður yfir að það er rekstrarvandi,“ segir Páll. Fyrir tveimur árum var spítalinn á núlli en 1.400 milljóna hallarekstur síðasta árs fylgir yfir á þetta ár. „Markmiðið hjá okkur er að vernda klíníska þjónustu og þetta hafi engin áhrif á sjúklingana.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Sjá meira
Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, getur ekki sagt á þessum tímapunkti hvort komi til uppsagna á neðri stigum en ekki er stefnt að því að loka deildum. Lengi hefur staðið til að breyta skipuriti Landspítalans. Páll segir að sparnaður sem slíkur hafi ekki verið markmið en að það dragi engu að síður úr sóun. Spítalinn glímir nú við rekstrarvanda og fundað er með heilbrigðisráðuneytinu vegna þessa. „Vandi spítalans er sá að barnið vex en brókin ekki,“ segir Páll. „Íslendingum fjölgar og ferðamönnum fjölgar, fólk eldist og til sögunnar koma nýjar og dýrar meðferðir. Við höfum fengið aukið fé en ekki í samræmi við þessi verkefni.“ Þess utan glímir spítalinn við skort á hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og hjúkrunarrýmum og launabótum vegna eldri kjarasamninga. Unnið er að því að leysa vandamálin en það gerist hægar en spítalinn þarf að sögn Páls. „Við gerum ráð fyrir ákveðnu aukafjármagni, meðal annars vegna aukinnar framleiðslu, en við verðum að telja okkur slíkt til halla þangað til það er greitt. En ég dreg ekki fjöður yfir að það er rekstrarvandi,“ segir Páll. Fyrir tveimur árum var spítalinn á núlli en 1.400 milljóna hallarekstur síðasta árs fylgir yfir á þetta ár. „Markmiðið hjá okkur er að vernda klíníska þjónustu og þetta hafi engin áhrif á sjúklingana.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Sjá meira