Uppsagnir stjórnenda á Landspítala Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. ágúst 2019 06:00 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Visir/Egill Aðalsteinsson Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, getur ekki sagt á þessum tímapunkti hvort komi til uppsagna á neðri stigum en ekki er stefnt að því að loka deildum. Lengi hefur staðið til að breyta skipuriti Landspítalans. Páll segir að sparnaður sem slíkur hafi ekki verið markmið en að það dragi engu að síður úr sóun. Spítalinn glímir nú við rekstrarvanda og fundað er með heilbrigðisráðuneytinu vegna þessa. „Vandi spítalans er sá að barnið vex en brókin ekki,“ segir Páll. „Íslendingum fjölgar og ferðamönnum fjölgar, fólk eldist og til sögunnar koma nýjar og dýrar meðferðir. Við höfum fengið aukið fé en ekki í samræmi við þessi verkefni.“ Þess utan glímir spítalinn við skort á hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og hjúkrunarrýmum og launabótum vegna eldri kjarasamninga. Unnið er að því að leysa vandamálin en það gerist hægar en spítalinn þarf að sögn Páls. „Við gerum ráð fyrir ákveðnu aukafjármagni, meðal annars vegna aukinnar framleiðslu, en við verðum að telja okkur slíkt til halla þangað til það er greitt. En ég dreg ekki fjöður yfir að það er rekstrarvandi,“ segir Páll. Fyrir tveimur árum var spítalinn á núlli en 1.400 milljóna hallarekstur síðasta árs fylgir yfir á þetta ár. „Markmiðið hjá okkur er að vernda klíníska þjónustu og þetta hafi engin áhrif á sjúklingana.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, getur ekki sagt á þessum tímapunkti hvort komi til uppsagna á neðri stigum en ekki er stefnt að því að loka deildum. Lengi hefur staðið til að breyta skipuriti Landspítalans. Páll segir að sparnaður sem slíkur hafi ekki verið markmið en að það dragi engu að síður úr sóun. Spítalinn glímir nú við rekstrarvanda og fundað er með heilbrigðisráðuneytinu vegna þessa. „Vandi spítalans er sá að barnið vex en brókin ekki,“ segir Páll. „Íslendingum fjölgar og ferðamönnum fjölgar, fólk eldist og til sögunnar koma nýjar og dýrar meðferðir. Við höfum fengið aukið fé en ekki í samræmi við þessi verkefni.“ Þess utan glímir spítalinn við skort á hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og hjúkrunarrýmum og launabótum vegna eldri kjarasamninga. Unnið er að því að leysa vandamálin en það gerist hægar en spítalinn þarf að sögn Páls. „Við gerum ráð fyrir ákveðnu aukafjármagni, meðal annars vegna aukinnar framleiðslu, en við verðum að telja okkur slíkt til halla þangað til það er greitt. En ég dreg ekki fjöður yfir að það er rekstrarvandi,“ segir Páll. Fyrir tveimur árum var spítalinn á núlli en 1.400 milljóna hallarekstur síðasta árs fylgir yfir á þetta ár. „Markmiðið hjá okkur er að vernda klíníska þjónustu og þetta hafi engin áhrif á sjúklingana.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira