Snúin staða Hörður Ægisson skrifar 16. ágúst 2019 07:00 Stærstu seðlabönkum heims er vandi á höndum. Horfur í heimshagkerfinu hafa farið versnandi að undanförnu. Spenna í milliríkjaviðskiptum Bandaríkjanna og Kína fer vaxandi, iðnaðarframleiðsla í Evrópu er að dragast saman og afkomu fyrirtækja vestanhafs hefur hrakað. Hlutabréfaverð hefur fallið og fjárfestar flýja með fé sitt í öruggari eignir á borð við ríkisskuldabréf, gull og svissneska frankann og japanska jenið. Svigrúm peningamálayfirvalda, einkum á evrusvæðinu, til að stemma stigu við niðursveiflu með frekari vaxtalækkunum er takmarkað. Neikvæða vexti má nú finna víða í Evrópu – sænska ríkið gaf út tíu ára skuldabréf í fyrradag á neikvæðum vöxtum í fyrsta sinn – og ávöxtunarkrafa bandarískra ríkisskuldabréfa fer hríðlækkandi. Hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Ólíkt evruríkjunum, sem hafa fá úrræði með vextina við núllið og eru föst í spennitreyju misheppnaðs myntbandalags, erum við – með stýrivextina í 3,75 prósentum – vel í stakk búin til að takast á við samdrátt. Við núverandi aðstæður er það í reynd heilbrigðismerki að vera með vextina á þeim stað – réttum megin við núllið. Óþarfi er að fjölyrða um hver áhrifin hefðu verið á stöðugleika ef vaxtastigið hefði verið ákvarðað af Evrópska seðlabankanum á sama tíma og Ísland upplifði fordæmalausa uppsveiflu. Þótt flestum ætti að vera ljóst þetta samhengi hlutanna hafa samt verið stofnaðir stjórnmálaflokkar út frá þeirri misráðnu greiningu að flest efnahagsleg vandamál Íslands stafi af því hver sé skammstöfunin á gjaldmiðlinum. Alþjóðahagkerfið hefur ekki verið í veikari stöðu í mörg ár. Verði samdráttur í eftirspurn á erlendum mörkuðum mun það að óbreyttu að skapa forsendur fyrir frekari vaxtalækkunum hér á landi. Verðbólga ætti að haldast lág og ef vextir úti í heimi lækka enn gæti það þýtt aukið innstreymi fjármagns sem mun styðja við krónuna. Fátt bendir því til annars en að langtímavextir á Íslandi lækki verulega á komandi árum, rétt eins og Agnar Tómas Möller, forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpiter, benti á í samtali við Markaðinn í vikunni. Með skynsamlegri hagstjórn og hóflegum launahækkunum er ástæða til að ætla að þróunin verði sú hin sama og hjá öðrum litlum ríkjum með sjálfstæða mynt, eins og Nýja-Sjálandi og Ísrael, þar sem langtímavextir hafa hríðlækkað á einum áratug og eru í dag um eitt prósent. Fáir skilja þetta betur en Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri. Hans bíður snúin staða þegar hann tekur við embættinu í næstu viku. Á sama tíma og óveðursskýin hafa hrannast upp á alþjóðamörkuðum, sem mun hafa einhver áhrif á íslenskt efnahagslíf, er margt sem bendir til að samdrátturinn vegna falls WOW verði minni en margir óttuðust. Þótt ferðamönnum hafi fækkað um fimmtung hefur erlend kortavelta ekki dregist saman, gistinóttum útlendinga á hótelum hefur fjölgað og ekki er útlit fyrir sama atvinnuleysi og svartsýnni spár gerðu ráð fyrir. Stóru tíðindin eru hins vegar þau að Seðlabankinn getur nú, sökum sterkrar stöðu þjóðarbúsins, lækkað vexti í niðursveiflu án þess að þurfa að óttast að slíkt valdi gengisfalli og aukinni verðbólgu. Nýr seðlabankastjóri mun að líkindum nýta það tækifæri og mæla fyrir hóflegri lækkun vaxta á fyrsta vaxtaákvörðunarfundi sínum í lok mánaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stærstu seðlabönkum heims er vandi á höndum. Horfur í heimshagkerfinu hafa farið versnandi að undanförnu. Spenna í milliríkjaviðskiptum Bandaríkjanna og Kína fer vaxandi, iðnaðarframleiðsla í Evrópu er að dragast saman og afkomu fyrirtækja vestanhafs hefur hrakað. Hlutabréfaverð hefur fallið og fjárfestar flýja með fé sitt í öruggari eignir á borð við ríkisskuldabréf, gull og svissneska frankann og japanska jenið. Svigrúm peningamálayfirvalda, einkum á evrusvæðinu, til að stemma stigu við niðursveiflu með frekari vaxtalækkunum er takmarkað. Neikvæða vexti má nú finna víða í Evrópu – sænska ríkið gaf út tíu ára skuldabréf í fyrradag á neikvæðum vöxtum í fyrsta sinn – og ávöxtunarkrafa bandarískra ríkisskuldabréfa fer hríðlækkandi. Hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Ólíkt evruríkjunum, sem hafa fá úrræði með vextina við núllið og eru föst í spennitreyju misheppnaðs myntbandalags, erum við – með stýrivextina í 3,75 prósentum – vel í stakk búin til að takast á við samdrátt. Við núverandi aðstæður er það í reynd heilbrigðismerki að vera með vextina á þeim stað – réttum megin við núllið. Óþarfi er að fjölyrða um hver áhrifin hefðu verið á stöðugleika ef vaxtastigið hefði verið ákvarðað af Evrópska seðlabankanum á sama tíma og Ísland upplifði fordæmalausa uppsveiflu. Þótt flestum ætti að vera ljóst þetta samhengi hlutanna hafa samt verið stofnaðir stjórnmálaflokkar út frá þeirri misráðnu greiningu að flest efnahagsleg vandamál Íslands stafi af því hver sé skammstöfunin á gjaldmiðlinum. Alþjóðahagkerfið hefur ekki verið í veikari stöðu í mörg ár. Verði samdráttur í eftirspurn á erlendum mörkuðum mun það að óbreyttu að skapa forsendur fyrir frekari vaxtalækkunum hér á landi. Verðbólga ætti að haldast lág og ef vextir úti í heimi lækka enn gæti það þýtt aukið innstreymi fjármagns sem mun styðja við krónuna. Fátt bendir því til annars en að langtímavextir á Íslandi lækki verulega á komandi árum, rétt eins og Agnar Tómas Möller, forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpiter, benti á í samtali við Markaðinn í vikunni. Með skynsamlegri hagstjórn og hóflegum launahækkunum er ástæða til að ætla að þróunin verði sú hin sama og hjá öðrum litlum ríkjum með sjálfstæða mynt, eins og Nýja-Sjálandi og Ísrael, þar sem langtímavextir hafa hríðlækkað á einum áratug og eru í dag um eitt prósent. Fáir skilja þetta betur en Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri. Hans bíður snúin staða þegar hann tekur við embættinu í næstu viku. Á sama tíma og óveðursskýin hafa hrannast upp á alþjóðamörkuðum, sem mun hafa einhver áhrif á íslenskt efnahagslíf, er margt sem bendir til að samdrátturinn vegna falls WOW verði minni en margir óttuðust. Þótt ferðamönnum hafi fækkað um fimmtung hefur erlend kortavelta ekki dregist saman, gistinóttum útlendinga á hótelum hefur fjölgað og ekki er útlit fyrir sama atvinnuleysi og svartsýnni spár gerðu ráð fyrir. Stóru tíðindin eru hins vegar þau að Seðlabankinn getur nú, sökum sterkrar stöðu þjóðarbúsins, lækkað vexti í niðursveiflu án þess að þurfa að óttast að slíkt valdi gengisfalli og aukinni verðbólgu. Nýr seðlabankastjóri mun að líkindum nýta það tækifæri og mæla fyrir hóflegri lækkun vaxta á fyrsta vaxtaákvörðunarfundi sínum í lok mánaðarins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun