Auðlindahagkerfið Þorsteinn Víglundsson skrifar 16. ágúst 2019 07:00 Ísland er auðugt samfélag; lífskjör góð, landsframleiðsla á mann er hér mjög há og þjóðin einstaklega heilbrigð og hamingjusöm í alþjóðlegum samanburði. Auðlegð okkar hefur hingað til byggst á mikilli nýtingu náttúruauðlinda, enda fámenn þjóð í stóru og auðlindaríku landi. Á þessum grunni höfum við byggt upp öflugt og gott velferðarsamfélag. Á lýðveldistímanum höfum við stóraukið ásókn okkar í náttúruauðlindir landsins. Fiskafli okkar hefur þrefaldast, raforkuframleiðsla 200-faldast og fjöldi ferðamanna fjögur hundruð-faldast. Útflutningstekjur okkar af náttúruauðlindum hafa farið úr tæpum 180.000 krónum á íbúa í rúmar 2,8 milljónir króna. Fyrir komandi kynslóðir er eðlilegt að spyrja hvort við getum vænst áfram svo mikillar aukningar í auðlindanýtingu eða erum við að nálgast þolmörkin? Áhyggjuefni er hversu lítið við höfum aukið útflutningstekjur okkar á grundvelli þekkingargreina. Þær hafa staðið í stað undangenginn áratug. Ekki vantar hugvitið eða þróttinn í þessum fyrirtækjum, það vitum við, en þau gefast upp eða hverfa úr landi vegna lélegra rekstrarskilyrða. Skýringin á þessu er einföld. Við búum við lítinn og óstöðugan gjaldmiðil sem skapar þessum fyrirtækjum óviðunandi rekstrarskilyrði. Þekkingarfyrirtæki ráða illa við þessar sveiflur enda kostnaður þeirra að stærstum hluta laun og annar innlendur kostnaður. Krónan grefur undan samkeppnishæfni þessara fyrirtækja með reglulegu millibili svo þau ýmist leggja upp laupana eða hrökklast úr landi. Að óbreyttu munum við dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað lífsgæði varðar. Fjórðu iðnbyltingunni munu fylgja mikil tækifæri en um leið miklar breytingar. Hætt er við því að ungt fólk kjósi með fótunum ef ekki tekst að skapa viðunandi atvinnutækifæri og lífskjör hér á landi. Reynsla byggðaþróunar undanfarinna áratuga ætti að kenna okkur það. Ætlum við sem þjóð áfram að byggja einvörðungu á auðlindanýtingu í krónuhagkerfi með tilheyrandi fábreytni í atvinnulífinu eða ætlum við að taka þátt í framtíðinni með áherslu á þekkingargreinar og alþjóðlegan gjaldmiðil sem tryggir rekstrargrundvöll þeirra? Velferð framtíðarkynslóða þessa lands veltur á hvernig til tekst.Höfundur er varaformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Ísland er auðugt samfélag; lífskjör góð, landsframleiðsla á mann er hér mjög há og þjóðin einstaklega heilbrigð og hamingjusöm í alþjóðlegum samanburði. Auðlegð okkar hefur hingað til byggst á mikilli nýtingu náttúruauðlinda, enda fámenn þjóð í stóru og auðlindaríku landi. Á þessum grunni höfum við byggt upp öflugt og gott velferðarsamfélag. Á lýðveldistímanum höfum við stóraukið ásókn okkar í náttúruauðlindir landsins. Fiskafli okkar hefur þrefaldast, raforkuframleiðsla 200-faldast og fjöldi ferðamanna fjögur hundruð-faldast. Útflutningstekjur okkar af náttúruauðlindum hafa farið úr tæpum 180.000 krónum á íbúa í rúmar 2,8 milljónir króna. Fyrir komandi kynslóðir er eðlilegt að spyrja hvort við getum vænst áfram svo mikillar aukningar í auðlindanýtingu eða erum við að nálgast þolmörkin? Áhyggjuefni er hversu lítið við höfum aukið útflutningstekjur okkar á grundvelli þekkingargreina. Þær hafa staðið í stað undangenginn áratug. Ekki vantar hugvitið eða þróttinn í þessum fyrirtækjum, það vitum við, en þau gefast upp eða hverfa úr landi vegna lélegra rekstrarskilyrða. Skýringin á þessu er einföld. Við búum við lítinn og óstöðugan gjaldmiðil sem skapar þessum fyrirtækjum óviðunandi rekstrarskilyrði. Þekkingarfyrirtæki ráða illa við þessar sveiflur enda kostnaður þeirra að stærstum hluta laun og annar innlendur kostnaður. Krónan grefur undan samkeppnishæfni þessara fyrirtækja með reglulegu millibili svo þau ýmist leggja upp laupana eða hrökklast úr landi. Að óbreyttu munum við dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað lífsgæði varðar. Fjórðu iðnbyltingunni munu fylgja mikil tækifæri en um leið miklar breytingar. Hætt er við því að ungt fólk kjósi með fótunum ef ekki tekst að skapa viðunandi atvinnutækifæri og lífskjör hér á landi. Reynsla byggðaþróunar undanfarinna áratuga ætti að kenna okkur það. Ætlum við sem þjóð áfram að byggja einvörðungu á auðlindanýtingu í krónuhagkerfi með tilheyrandi fábreytni í atvinnulífinu eða ætlum við að taka þátt í framtíðinni með áherslu á þekkingargreinar og alþjóðlegan gjaldmiðil sem tryggir rekstrargrundvöll þeirra? Velferð framtíðarkynslóða þessa lands veltur á hvernig til tekst.Höfundur er varaformaður Viðreisnar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun