Óþarfar áhyggjur af þriðja orkupakkanum Hópur skrifar 16. ágúst 2019 07:00 Mikið hefur verið rætt og ritað um þriðja orkupakkann að undanförnu. Óumdeilt er að þriðji orkupakkinn felur ekki sér skyldu fyrir íslenska ríkið að leggja sæstreng. Á hinn bóginn hafa sumir áhyggjur af því að ef íslenska ríkið synjar einstaklingum eða lögaðilum frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES) um að leggja sæstreng frá Íslandi til annars aðildarríkis EES muni það hafa í för með sér að samningsbrotamál verði höfðað gegn íslenska ríkinu af hálfu Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), auk þess sem íslenska ríkið verði dæmt skaðabótaskylt. Engin lagaákvæði til staðar Þessar áhyggjur byggja á því að ákvæði í þriðja orkupakkanum leggi þær skyldur á herðar íslenska ríkinu að heimila einstaklingum eða lögaðilum frá EES-svæðinu að leggja sæstreng. Þeir sem ritað hafa um málið hafa þó átt í erfiðleikum með að benda á tiltekin ákvæði orkupakkans sem fela í sér umrædda skyldu. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari hefur þó vísað til 5. töluliðar aðfararorða reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 713/2009 frá 13. júlí 2009, máli sínu til stuðnings. Þar segir: „Aðildarríkin skulu vinna náið saman og fjarlægja hindranir í vegi viðskipta með raforku og jarðgas yfir landamæri í því skyni að ná fram markmiðum Bandalagsins á sviði orku.“ Í Evrópu- og EES-rétti er markmiðsskýringu mikið beitt við túlkun lagaákvæða. Eftir sem áður fá höfundar ekki séð að unnt sé að lesa út úr þessum orðum skyldu íslenska ríkisins til að heimila einstaklingum og lögaðilum að leggja sæstreng, enda er það hvorki ámálgað skýrlega í umræddum aðfararorðum né nokkurs staðar í lagatexta tilskipunarinnar. Enn fremur er mikilvægt að hafa í huga að hér er um að ræða aðfararorð en ekki ákvæði reglugerðarinnar sjálfrar, en aðfararorð hafa ekki lagagildi. Í nafnlausum skrifum á vefnum heimsmynd.net er því haldið fram að það leiði af a. og b. lið 1. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 714/2009 frá 13. júlí 2009 að á íslenska ríkinu hvíli skylda til að heimila lagningu sæstrengs. Í ákvæðinu segir: „Markmiðið með þessari reglugerð er að: a) setja sanngjarnar reglur um raforkuviðskipti yfir landamæri og auka þannig samkeppni á innri markaðinum með raforku að teknu tilliti til sérkenna landsbundinna markaða og svæðismarkaða. Þetta felur í sér að komið verði á fyrirkomulagi vegna jöfnunargreiðslna fyrir raforkuflæði yfir landamæri og að settar verði samræmdar meginreglur um gjöld vegna flutnings yfir landamæri og úthlutun tiltækrar flutningsgetu samtengilína milli landsbundinna flutningskerfa, b) að auðvelda tilkomu vel starfandi og gagnsæs heildsölumarkaðar með miklu afhendingaröryggi raforku. Hún kveður á um fyrirkomulag til að samræma reglur um raforkuviðskipti yfir landamæri.“ Af ákvæðinu leiðir að markmið reglugerðarinnar er að setja sanngjarnar reglur um raforkuviðskipti yfir landamæri enda fara fram raforkuviðskipti yfir landamæri innan vébanda Evrópusambandsins (ESB). Er því eðlilegt að ESB setji lög um hvernig þeim viðskiptum sé háttað. Ákvæðið leggur aftur á móti ekki neina skyldu á ríki sem ekki eru þátttakendur í innri raforkumarkaðnum til þess að taka í þátt í honum. Fá höfundar ekki af þeim sökum séð að í ofangreindu ákvæði felist skylda íslenska ríkisins til að heimila lagningu sæstrengs. Dómar byggjast á lögum Þá hefur verið vísað til þess með almennum orðum að ESB vilji koma á innri markaði með raforku og að sá vilji sambandsins feli í sér einhvers konar skyldu fyrir íslenska ríkið. Það er hins vegar svo í réttarríkjum að dómar eru byggðir á lögum og verða hvorki lagðar skyldur á einstaklinga, lögaðila eða ríki, né þeim veitt lögvarin réttindi, án þess að kveðið sé á um slíkt í lögum eða alþjóðasamningum. Einnig hefur verið gefið í skyn að það að synja einstaklingum eða lögaðilum um leyfi til að leggja sæstreng verði talið brot gegn 11. og 12. gr. meginmáls EES-samningsins, en ákvæðin útlista bann við hindrunum á frjálsu flæði vöru. Ekki hefur verið vísað til neinna dóma Evrópu- eða EFTA-dómstólsins þessu til stuðnings, enda er þeim ekki til að dreifa. Fyrir hendi er áratuga löng dómaframkvæmd um hvernig túlka beri ofangreind ákvæði og verður að teljast nokkuð langsótt að EFTA-dómstóllinn myndi víkja frá þeirri dómaframkvæmd og túlka ákvæðin með þeim hætti að þau fælu í sér jákvæða skyldu fyrir íslenska ríkið að heimila lagningu sæstrengs til Evrópu. Enn fremur hafa ofangreind ákvæði verið í EES-samningnum frá gildistöku hans og munu standa áfram, óháð afdrifum þriðja orkupakkans. Á forræði íslenskra stjórnvalda Samkvæmt framansögðu er ljóst að í þriðja orkupakkanum er ekki að finna nein lagaákvæði sem leggja þá skyldu á herðar íslenska ríkinu að heimila einstaklingum eða lögaðilum að leggja sæstreng frá Íslandi til annars aðildarríkis EES. Af fullveldisrétti ríkja leiðir að þau ráða hvort lagður er sæstrengur inn fyrir landhelgi þeirra eða ekki. Ákvörðunin um hvort leggja megi eða leggja eigi sæstreng frá Íslandi til aðildarríkis EES mun því áfram verða á forræði Alþingis Íslendinga þó að þriðji orkupakkinn verði innleiddur í íslenskan rétt. Áhyggjur af öðru eru óþarfar. Höfundar: Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Bjarni Már Magnússon Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um þriðja orkupakkann að undanförnu. Óumdeilt er að þriðji orkupakkinn felur ekki sér skyldu fyrir íslenska ríkið að leggja sæstreng. Á hinn bóginn hafa sumir áhyggjur af því að ef íslenska ríkið synjar einstaklingum eða lögaðilum frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES) um að leggja sæstreng frá Íslandi til annars aðildarríkis EES muni það hafa í för með sér að samningsbrotamál verði höfðað gegn íslenska ríkinu af hálfu Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), auk þess sem íslenska ríkið verði dæmt skaðabótaskylt. Engin lagaákvæði til staðar Þessar áhyggjur byggja á því að ákvæði í þriðja orkupakkanum leggi þær skyldur á herðar íslenska ríkinu að heimila einstaklingum eða lögaðilum frá EES-svæðinu að leggja sæstreng. Þeir sem ritað hafa um málið hafa þó átt í erfiðleikum með að benda á tiltekin ákvæði orkupakkans sem fela í sér umrædda skyldu. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari hefur þó vísað til 5. töluliðar aðfararorða reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 713/2009 frá 13. júlí 2009, máli sínu til stuðnings. Þar segir: „Aðildarríkin skulu vinna náið saman og fjarlægja hindranir í vegi viðskipta með raforku og jarðgas yfir landamæri í því skyni að ná fram markmiðum Bandalagsins á sviði orku.“ Í Evrópu- og EES-rétti er markmiðsskýringu mikið beitt við túlkun lagaákvæða. Eftir sem áður fá höfundar ekki séð að unnt sé að lesa út úr þessum orðum skyldu íslenska ríkisins til að heimila einstaklingum og lögaðilum að leggja sæstreng, enda er það hvorki ámálgað skýrlega í umræddum aðfararorðum né nokkurs staðar í lagatexta tilskipunarinnar. Enn fremur er mikilvægt að hafa í huga að hér er um að ræða aðfararorð en ekki ákvæði reglugerðarinnar sjálfrar, en aðfararorð hafa ekki lagagildi. Í nafnlausum skrifum á vefnum heimsmynd.net er því haldið fram að það leiði af a. og b. lið 1. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 714/2009 frá 13. júlí 2009 að á íslenska ríkinu hvíli skylda til að heimila lagningu sæstrengs. Í ákvæðinu segir: „Markmiðið með þessari reglugerð er að: a) setja sanngjarnar reglur um raforkuviðskipti yfir landamæri og auka þannig samkeppni á innri markaðinum með raforku að teknu tilliti til sérkenna landsbundinna markaða og svæðismarkaða. Þetta felur í sér að komið verði á fyrirkomulagi vegna jöfnunargreiðslna fyrir raforkuflæði yfir landamæri og að settar verði samræmdar meginreglur um gjöld vegna flutnings yfir landamæri og úthlutun tiltækrar flutningsgetu samtengilína milli landsbundinna flutningskerfa, b) að auðvelda tilkomu vel starfandi og gagnsæs heildsölumarkaðar með miklu afhendingaröryggi raforku. Hún kveður á um fyrirkomulag til að samræma reglur um raforkuviðskipti yfir landamæri.“ Af ákvæðinu leiðir að markmið reglugerðarinnar er að setja sanngjarnar reglur um raforkuviðskipti yfir landamæri enda fara fram raforkuviðskipti yfir landamæri innan vébanda Evrópusambandsins (ESB). Er því eðlilegt að ESB setji lög um hvernig þeim viðskiptum sé háttað. Ákvæðið leggur aftur á móti ekki neina skyldu á ríki sem ekki eru þátttakendur í innri raforkumarkaðnum til þess að taka í þátt í honum. Fá höfundar ekki af þeim sökum séð að í ofangreindu ákvæði felist skylda íslenska ríkisins til að heimila lagningu sæstrengs. Dómar byggjast á lögum Þá hefur verið vísað til þess með almennum orðum að ESB vilji koma á innri markaði með raforku og að sá vilji sambandsins feli í sér einhvers konar skyldu fyrir íslenska ríkið. Það er hins vegar svo í réttarríkjum að dómar eru byggðir á lögum og verða hvorki lagðar skyldur á einstaklinga, lögaðila eða ríki, né þeim veitt lögvarin réttindi, án þess að kveðið sé á um slíkt í lögum eða alþjóðasamningum. Einnig hefur verið gefið í skyn að það að synja einstaklingum eða lögaðilum um leyfi til að leggja sæstreng verði talið brot gegn 11. og 12. gr. meginmáls EES-samningsins, en ákvæðin útlista bann við hindrunum á frjálsu flæði vöru. Ekki hefur verið vísað til neinna dóma Evrópu- eða EFTA-dómstólsins þessu til stuðnings, enda er þeim ekki til að dreifa. Fyrir hendi er áratuga löng dómaframkvæmd um hvernig túlka beri ofangreind ákvæði og verður að teljast nokkuð langsótt að EFTA-dómstóllinn myndi víkja frá þeirri dómaframkvæmd og túlka ákvæðin með þeim hætti að þau fælu í sér jákvæða skyldu fyrir íslenska ríkið að heimila lagningu sæstrengs til Evrópu. Enn fremur hafa ofangreind ákvæði verið í EES-samningnum frá gildistöku hans og munu standa áfram, óháð afdrifum þriðja orkupakkans. Á forræði íslenskra stjórnvalda Samkvæmt framansögðu er ljóst að í þriðja orkupakkanum er ekki að finna nein lagaákvæði sem leggja þá skyldu á herðar íslenska ríkinu að heimila einstaklingum eða lögaðilum að leggja sæstreng frá Íslandi til annars aðildarríkis EES. Af fullveldisrétti ríkja leiðir að þau ráða hvort lagður er sæstrengur inn fyrir landhelgi þeirra eða ekki. Ákvörðunin um hvort leggja megi eða leggja eigi sæstreng frá Íslandi til aðildarríkis EES mun því áfram verða á forræði Alþingis Íslendinga þó að þriðji orkupakkinn verði innleiddur í íslenskan rétt. Áhyggjur af öðru eru óþarfar. Höfundar: Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar