Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2019 22:31 Donald Trump ræðir við Lars Løkke Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra Danmerkur, árið 2017. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. Í frétt blaðsins er því haldið fram að Trump hafi ítrekað og við fjölmörg tækifæri spurt ráðgjafa sína út í möguleikann á því hvort Bandaríkin geti keypt Grænland. Er hann sagður hafa hlustað af áhuga þegar ráðgjafar hans ræða hversu ríkt Grænland er af auðlindum og hversu hernaðarlega mikilvægt það sé bandarískum hagsmunum. Tveir heimildarmenn blaðsins segja að Trump hafi gengið svo langt að fela lögfræðiráðgjafa Hvíta hússins að kanna möguleikann á kaupunum. Þá segir einnig í frétt blaðins að sumir ráðgjafar segja að hugmyndin sé góð, á meðan aðrir telji hugmyndina fjarstæðukennda sem eigi aldrei neina möguleika á því að verða að veruleika. Þá liggur ekki fyrir hvernig Bandaríkin myndu fara að því að ganga frá kaupunum, enda viðbúið að það yrði afskaplega flókið. Og dýrt.Frá Sisimiut á vesturströnd Grænlands.Vísir/GettyGrænland er sem kunnugt er sjálfsstjórnarsvæði innan dönsku krúnunnar, en landið hlaut sjálfsstjórn árið 1979. Frá því hafa aukin völd yfir málefnum Grænlands smátt og smátt færst frá Danmörku yfir til heimamanna. Danmörk fer þó enn með utanríkis- og varnarmál fyrir hönd Grænlendinga.Fundar með forsætisráðherra Grænlands í Kaupmannahöfn í september Bandarísk yfirvöld líta svo á að Grænland sé hernaðarlega mjög mikilvægt fyrir hagsmuni Bandaríkjanna og eru hernaðarumsvif Bandaríkjahers töluverð á Grænlandi í tengslum við Thule-herstöðina. Í frétt Wall Street Journal segir að Hvíta húsið, bandaríska utanríkisráðuneytið, danska sendiráðið í Bandaríkjunum sem og talsmenn dönsku konungsfjölskyldunnar hafi ekki svarað fyrirspurnum blaðsins um málið. Þá hafi hvorki fulltrúi Grænlands í Washington né talsmaður forsætisráðherra Grænlands svarað fyrirspurnum um málið. Ráðgert er að Trump fundi með forystumönnum Grænlendinga í Kaupmannahöfn í byrjun september þegar hann kemur við í Danmörku eftir heimsókn til Póllands. Spurning er hvort mögulega landakaup Bandaríkjanna beri á góma við það tækifæri. Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. Í frétt blaðsins er því haldið fram að Trump hafi ítrekað og við fjölmörg tækifæri spurt ráðgjafa sína út í möguleikann á því hvort Bandaríkin geti keypt Grænland. Er hann sagður hafa hlustað af áhuga þegar ráðgjafar hans ræða hversu ríkt Grænland er af auðlindum og hversu hernaðarlega mikilvægt það sé bandarískum hagsmunum. Tveir heimildarmenn blaðsins segja að Trump hafi gengið svo langt að fela lögfræðiráðgjafa Hvíta hússins að kanna möguleikann á kaupunum. Þá segir einnig í frétt blaðins að sumir ráðgjafar segja að hugmyndin sé góð, á meðan aðrir telji hugmyndina fjarstæðukennda sem eigi aldrei neina möguleika á því að verða að veruleika. Þá liggur ekki fyrir hvernig Bandaríkin myndu fara að því að ganga frá kaupunum, enda viðbúið að það yrði afskaplega flókið. Og dýrt.Frá Sisimiut á vesturströnd Grænlands.Vísir/GettyGrænland er sem kunnugt er sjálfsstjórnarsvæði innan dönsku krúnunnar, en landið hlaut sjálfsstjórn árið 1979. Frá því hafa aukin völd yfir málefnum Grænlands smátt og smátt færst frá Danmörku yfir til heimamanna. Danmörk fer þó enn með utanríkis- og varnarmál fyrir hönd Grænlendinga.Fundar með forsætisráðherra Grænlands í Kaupmannahöfn í september Bandarísk yfirvöld líta svo á að Grænland sé hernaðarlega mjög mikilvægt fyrir hagsmuni Bandaríkjanna og eru hernaðarumsvif Bandaríkjahers töluverð á Grænlandi í tengslum við Thule-herstöðina. Í frétt Wall Street Journal segir að Hvíta húsið, bandaríska utanríkisráðuneytið, danska sendiráðið í Bandaríkjunum sem og talsmenn dönsku konungsfjölskyldunnar hafi ekki svarað fyrirspurnum blaðsins um málið. Þá hafi hvorki fulltrúi Grænlands í Washington né talsmaður forsætisráðherra Grænlands svarað fyrirspurnum um málið. Ráðgert er að Trump fundi með forystumönnum Grænlendinga í Kaupmannahöfn í byrjun september þegar hann kemur við í Danmörku eftir heimsókn til Póllands. Spurning er hvort mögulega landakaup Bandaríkjanna beri á góma við það tækifæri.
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19
Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38
Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30
Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06