Segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um heimsókn Pence Kristín Ólafsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 15. ágúst 2019 21:45 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu kemur fram að varaforsetinn muni meðal annars ræða hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Formaður Samfylkingarinnar segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um hvort að heimsókn varaforsetans tengist hundruða milljóna króna uppbyggingu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra, greindi frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar þann 7. ágúst að ef af heimsókn Pence yrði myndu efnahags- og viðskiptamál vera efst á baugi. Í tilkynningu á vef Hvíta Hússins í dag kemur fram að auk efnahags- og viðskiptamála muni varaforsetinn ræða hernaðarlegt mikilvægi Íslands og átak Atlantshafsbandalagsins gegn ágangi Rússlands á norðurslóðum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að koma varaforsetans geti tengst fyrirhugaðri uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Hundruðum milljóna verður varið í verkefnið. Logi segir utanríkisráðherra skulda útskýringu á því hvort að málin tvö séu fyrirboði um aukna þátttöku Íslands í varnarsamstarfinu. „Síðan kemur þessi mjög háttsetti maður hingað til lands og Guðlaugur Þór segir að það eigi að ræða viðskipti og efnahagsmál á meðan að Hvíta húsið gefur út yfirlýsingu um að það eigi sérstaklega að ræða mjög mikilvæga landfræðilega stöðu Íslands. Það er ekkert hægt að lesa þetta öðruvísi en að það sé verið að fara að tala þarna um aukna þátttöku okkar í varnarsamstarfinu.“ Logi vill að málið verði rætt á vettvangi utanríkismálanefndar þingsins. „Já, ég hef bæði beðið um fund með utanríkisráðherra á vegum nefndarinnar um áformin uppi á Keflavíkurflugvelli en síðan núna, eftir þessi síðustu útspil, að ráðherra komi líka og gefi munnlega skýrslu um komu Mike Pence hingað til landsins.“ Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Pence kemur til Íslands degi síðar en fyrst var tilkynnt Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi, ekki þann 3. september eins og fyrst var greint frá á vefsíðu Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 19:58 Hvíta húsið staðfestir Íslandsför Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 00:42 Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu kemur fram að varaforsetinn muni meðal annars ræða hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Formaður Samfylkingarinnar segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um hvort að heimsókn varaforsetans tengist hundruða milljóna króna uppbyggingu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra, greindi frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar þann 7. ágúst að ef af heimsókn Pence yrði myndu efnahags- og viðskiptamál vera efst á baugi. Í tilkynningu á vef Hvíta Hússins í dag kemur fram að auk efnahags- og viðskiptamála muni varaforsetinn ræða hernaðarlegt mikilvægi Íslands og átak Atlantshafsbandalagsins gegn ágangi Rússlands á norðurslóðum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að koma varaforsetans geti tengst fyrirhugaðri uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Hundruðum milljóna verður varið í verkefnið. Logi segir utanríkisráðherra skulda útskýringu á því hvort að málin tvö séu fyrirboði um aukna þátttöku Íslands í varnarsamstarfinu. „Síðan kemur þessi mjög háttsetti maður hingað til lands og Guðlaugur Þór segir að það eigi að ræða viðskipti og efnahagsmál á meðan að Hvíta húsið gefur út yfirlýsingu um að það eigi sérstaklega að ræða mjög mikilvæga landfræðilega stöðu Íslands. Það er ekkert hægt að lesa þetta öðruvísi en að það sé verið að fara að tala þarna um aukna þátttöku okkar í varnarsamstarfinu.“ Logi vill að málið verði rætt á vettvangi utanríkismálanefndar þingsins. „Já, ég hef bæði beðið um fund með utanríkisráðherra á vegum nefndarinnar um áformin uppi á Keflavíkurflugvelli en síðan núna, eftir þessi síðustu útspil, að ráðherra komi líka og gefi munnlega skýrslu um komu Mike Pence hingað til landsins.“
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Pence kemur til Íslands degi síðar en fyrst var tilkynnt Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi, ekki þann 3. september eins og fyrst var greint frá á vefsíðu Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 19:58 Hvíta húsið staðfestir Íslandsför Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 00:42 Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Pence kemur til Íslands degi síðar en fyrst var tilkynnt Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi, ekki þann 3. september eins og fyrst var greint frá á vefsíðu Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 19:58
Hvíta húsið staðfestir Íslandsför Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 00:42
Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30