Segir skoska sjómenn saka Íslendinga um sjórán vegna aukins makrílkvóta Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 15. ágúst 2019 21:07 Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. Hann vonast til að samráð komist aftur á milli strandríkja til að koma í veg fyrir ofveiði á makríl. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, sagði í fréttum okkar í gær að Noregur, Færeyjar og Evrópusambandið héldu Íslandi utan viðræðna um sameiginlega nýtingu á aflanum. Það hafi neytt Ísland til að taka ákvarðanir einhliða um makrílinn og verja þannig hagsmuni sína. Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, segir hins vegar að heimildarfólk sitt innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segi aðra sögu. „Samkvæmt þessari heimild sendu Íslendingar ekki fulltrúa á síðasta fund og tilkynntu síðan einhliða næstum því 30 prósenta aukningu á kvóta sínum. Þetta vekur auðvitað spurningar um hvort samstarfið reynist árangursríkt,“ segir Davies í samtali við fréttastofu. Davies hefur boðað til fundar um samráðÍslands, Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins. Fulltrúum Íslands er boðið og vonast hann til að hægt verði að bæta samráðið. „Ég vil bara leggja áherslu á að samstarf ætti að vera til staðar. Einhliða ákvarðanir af þessu tagi eru ekki dæmi um árangursríkit og vinsamlegt samstarf. Við skulum muna aðþað verður að vernda makrílstofninn, við verðum að geta veitt hann á sjálfbæran hátt og viðættum að geta haft fyrirkomulag sem allir eru sáttir við,“ segir Davies. Davies hefur verið á ferðalagi um fiskveiðiþorp í Skotlandi og á Hjaltlandseyjum. Þar sé mikil óánægja með ákvörðun íslendinga. „Þessa stundina er mönnum heitt í hamsi og sjómennirnir sem ég talaði við töluðu um það sem Íslendingar hafa gert sem sjórán. Eins og ég segi, það eru tvær hliðar áþessu máli. Ég vil heyra báðar.“ Evrópusambandið Sjávarútvegur Skotland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19 Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. Hann vonast til að samráð komist aftur á milli strandríkja til að koma í veg fyrir ofveiði á makríl. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, sagði í fréttum okkar í gær að Noregur, Færeyjar og Evrópusambandið héldu Íslandi utan viðræðna um sameiginlega nýtingu á aflanum. Það hafi neytt Ísland til að taka ákvarðanir einhliða um makrílinn og verja þannig hagsmuni sína. Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, segir hins vegar að heimildarfólk sitt innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segi aðra sögu. „Samkvæmt þessari heimild sendu Íslendingar ekki fulltrúa á síðasta fund og tilkynntu síðan einhliða næstum því 30 prósenta aukningu á kvóta sínum. Þetta vekur auðvitað spurningar um hvort samstarfið reynist árangursríkt,“ segir Davies í samtali við fréttastofu. Davies hefur boðað til fundar um samráðÍslands, Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins. Fulltrúum Íslands er boðið og vonast hann til að hægt verði að bæta samráðið. „Ég vil bara leggja áherslu á að samstarf ætti að vera til staðar. Einhliða ákvarðanir af þessu tagi eru ekki dæmi um árangursríkit og vinsamlegt samstarf. Við skulum muna aðþað verður að vernda makrílstofninn, við verðum að geta veitt hann á sjálfbæran hátt og viðættum að geta haft fyrirkomulag sem allir eru sáttir við,“ segir Davies. Davies hefur verið á ferðalagi um fiskveiðiþorp í Skotlandi og á Hjaltlandseyjum. Þar sé mikil óánægja með ákvörðun íslendinga. „Þessa stundina er mönnum heitt í hamsi og sjómennirnir sem ég talaði við töluðu um það sem Íslendingar hafa gert sem sjórán. Eins og ég segi, það eru tvær hliðar áþessu máli. Ég vil heyra báðar.“
Evrópusambandið Sjávarútvegur Skotland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19 Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19
Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00