Fótbolti

Rúnar Már og félagar örugglega áfram og bæta BATE í umspilinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Már í baráttu við N'Golo Kanté í landsleik Íslands og Frakklands.
Rúnar Már í baráttu við N'Golo Kanté í landsleik Íslands og Frakklands. vísir/getty
Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana eru komnir í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir 0-4 útisigur á Valletta frá Möltu í kvöld.

Rúnar Már skoraði tvö mörk og lagði upp í eitt í fyrri leiknum sem Astana vann örugglega, 5-1. Astana vann einvígið, 9-1 samanlagt.

Rúnar Már var í byrjunarliði Astana í kvöld en var tekinn af velli á 68. mínútu, skömmu eftir að Kasakarnir komust í 0-3.

Astana mætir Willum Þór Willumssyni og félögum í BATE Borisov í umspilinu.

Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir Norrköping sem tapaði fyrir Hapoel Be'er Sheva, 3-1, á útivelli. Ísraelska liðið vann einvígið, 4-2 samanlagt, og mætir Feyenoord í umspilinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×