Viðskipti innlent

Rauður dagur í Kauphöllinni skýrist af áhyggjum erlendis og afkomuviðvörun

Birgir Olgeirsson skrifar
Kauphöllin á Laugavegi.
Kauphöllin á Laugavegi. fréttablaðið/anton brink
Það var rauður dagur í Kauphöllinni í dag þar sem verð í flestum hlutabréfum fyrirtækja á markaði lækkaði. Greinandi segir áhyggjur af lækkunum á erlendum mörkuðum og afkomuviðvörun Reita hafa þar mest um að segja.

Fasteignafélagið Reitir lækkaði afkomu spá sína í dag í ljósi þess að rekstrarhorfur hafa þróast til heldur verri vegar. Er það rakið til fækkunar ferðamanna og að rekstrarhorfur í mörgum atvinnugreinum séu orðnar þyngri.

Lækkuðu hlutabréf í Reitum um 4,94 prósent í dag. Hlutabréf í Icelandair lækkuðu um 4,76 prósent, 4,65 prósent í Reginn, 4,03 prósent í heima, 3,61 prósent í Eik og 3,47 prósent í Marel, svo dæmi séu tekin.

Hitakort Keldunnar vegna gengi fyrirtækja í Kauphöllinni.
Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent, segir í samtali við Vísi að svo virðist vera sem að lækkun hlutabréfaverðs erlendis hafi smitast yfir á íslenska markaðinn í dag og að afkomuviðvörun Reita hafi einnig haft sitt að segja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×