Þættirnir innblásnir af Anthony Bourdain Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 10:17 Frá ferð félaganna um Bandaríkin. Instagram Þættirnir Rikki fer til Ameríku hófu göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn en þar er fylgst með félögunum Auðunni Blöndal, betur þekktur sem Auddi, og vini hans Ríkharði Óskari Guðnasyni, betur þekktur sem Rikki G., á ferðalagi um sex borgir í Bandaríkjunum. Rikki hafði aldrei áður ferðast til Ameríku og að eigin sögn fór hann helst alltaf til Tenerife þegar hann fór í frí. Auddi segir hugmyndina innblásna af þáttunum Layover, þar sem Anthony Bourdain sjónvarpskokkur, ferðaðist til ýmissa borga og varði þar tveimur sólarhringum og kynnti fyrir fólki hvað það ætti að gera og hvað það ætti að borða.„Ég var dálítið hræddur að fólk héldi kannski að við værum að fara að gera „Draum“ með Rikka en þetta er ferðaþáttur,“ segir Auddi og vísar í „Drauma“ þætti sem hann gerði ásamt félögum sínum þar sem meðal annars var ferðast til Ameríku. „Ég er bara svona einfaldur maður og hef alltaf verið það í gegn um tíðina. Það er ekki hægt að segja að ég sé mikill heimsborgari. Ég held að Auddi hafi fengið pínulitla hugmynd því hann er búinn að ferðast tvisvar með mér og hann allavega sagði að ég sé einn skemmtilegast ferðafélagi sem hann hafi haft og þá kviknaði þetta,“ segir Rikki. Rikki segir Denver borg hafa verið líkust Íslandi af borgunum sex sem þeir heimsóttu. Þar hafi sést til fjalla og loftslagið hafi verið svipað. Rikki var gríðarlega flughræddur þegar lagt var upp í ferðina en hann segist hafa unnið bug á henni í ferðinni. Rætt hefur verið um flughræðsluna hér á landi eftir að myndband af honum í listflugi var birt á Twitter. Rikki og Auddi gefa áhorfendum góð ráð um það hvað hægt sé að gera og borða í borgunum sex sem heimsóttar eru í þáttaröðinni. Þeir fara meðal annars í bátsferð en báturinn var líka heitur pottur. Þannig að félagarnir sátu í heitum potti og sigldu um Seattle borg. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Ferðalög Rikki fer til Ameríku Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Þættirnir Rikki fer til Ameríku hófu göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn en þar er fylgst með félögunum Auðunni Blöndal, betur þekktur sem Auddi, og vini hans Ríkharði Óskari Guðnasyni, betur þekktur sem Rikki G., á ferðalagi um sex borgir í Bandaríkjunum. Rikki hafði aldrei áður ferðast til Ameríku og að eigin sögn fór hann helst alltaf til Tenerife þegar hann fór í frí. Auddi segir hugmyndina innblásna af þáttunum Layover, þar sem Anthony Bourdain sjónvarpskokkur, ferðaðist til ýmissa borga og varði þar tveimur sólarhringum og kynnti fyrir fólki hvað það ætti að gera og hvað það ætti að borða.„Ég var dálítið hræddur að fólk héldi kannski að við værum að fara að gera „Draum“ með Rikka en þetta er ferðaþáttur,“ segir Auddi og vísar í „Drauma“ þætti sem hann gerði ásamt félögum sínum þar sem meðal annars var ferðast til Ameríku. „Ég er bara svona einfaldur maður og hef alltaf verið það í gegn um tíðina. Það er ekki hægt að segja að ég sé mikill heimsborgari. Ég held að Auddi hafi fengið pínulitla hugmynd því hann er búinn að ferðast tvisvar með mér og hann allavega sagði að ég sé einn skemmtilegast ferðafélagi sem hann hafi haft og þá kviknaði þetta,“ segir Rikki. Rikki segir Denver borg hafa verið líkust Íslandi af borgunum sex sem þeir heimsóttu. Þar hafi sést til fjalla og loftslagið hafi verið svipað. Rikki var gríðarlega flughræddur þegar lagt var upp í ferðina en hann segist hafa unnið bug á henni í ferðinni. Rætt hefur verið um flughræðsluna hér á landi eftir að myndband af honum í listflugi var birt á Twitter. Rikki og Auddi gefa áhorfendum góð ráð um það hvað hægt sé að gera og borða í borgunum sex sem heimsóttar eru í þáttaröðinni. Þeir fara meðal annars í bátsferð en báturinn var líka heitur pottur. Þannig að félagarnir sátu í heitum potti og sigldu um Seattle borg.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Ferðalög Rikki fer til Ameríku Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira