„Ætla sér að halda áfram að borga konum minna en körlum en þeim mun ekki takast það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 10:30 Megan Rapinoe of félagar í bandaríska landsliðinu hafa mikinn stuðning eftir sigur þeirra á HM í sumar. Getty/Al Bello Málamiðlun bandarísku landsliðskvennanna og bandaríska knattspyrnusambandsins skilaði engum árangri og því er ljóst að deilumál þeirra og kæra knattspyrnukvennanna endar í réttarsal. Leikmenn bandaríska landsliðsins kærðu knattspyrnusambandið sitt fyrir að borga þeim ekki jafnhá laun og bónusa og þeir borga leikmönnum karlalandsliðs þjóðarinnar. Krafa bandarísku fótboltakvennanna fékk mikinn hljómgrunn eftir frábæra frammistöðu þeirra á HM í Frakklandi í sumar og svo mikinn að nokkrar þingkonur lögðu meðal annars fram frumvarp um að íþróttasambönd Bandaríkjanna yrðu hér eftir að borga konum og körlum jafnmikið. Bandaríska sambandið hefur svarað með tölum um að þeir hafi borgað leikmönnum kvennalandsliðsins meira í heildina en leikmönnum karlalandsliðið. Bandarísku konurnar hafa unnið tvo heimsmeistaratitla í röð en karlarnir komust ekki á síðasta HM. Málamiðlun milli deiluaðila fór fram í þessari viku og átti þar að reyna finna lausn á deilunni svo að málið þyrfti ekki að fara fyrir dómstóla. Leikmenn bandaríska liðsins hafa nú komið fram og sagt að þessari málamiðlun sé lokið án árangurs.US women's soccer players say mediation talks with federation ended without resolution and dispute over equal pay will now head to jury trial https://t.co/sOqYuughW7 — CBC Sports (@cbcsports) August 15, 2019„Við komum vongóðar inn í málamiðlun vikunnar. Við höfum hins vegar ákveðið að enda þessar viðræður í dag enda mjög vonsviknar með bandaríska sambandið sem er áfram staðráðið að halda úti mismunun og órétti gagnvart leikmönnum kvennalandsliðsins,“ sagði Molly Levinson, talsmaður bandarísku leikmannanna í viðtali við CBC. Bandaríska sambandið segist hafa mætt í sáttahug en sakar leikmennina um alltof miklar kröfur og óárangursríka nálgun. Við metum okkar leikmenn að verðleikum og höfum alltaf sýnt það með því að borga þeim bætur og styðja betur við bakið á þeim en nokkuð annað samband í heiminum,“ segir í yfirlýsingu frá bandarísk knattspyrnusambandinu. Leikmenn bandaríska landsliðsins kærðu sambandið sitt í mars fyrir kynjamismun og næst á dagskrá eru réttarhöld. „Það er greinilega að bandaríska knattspyrnusambandið, þar á meðal stjórnin og forsetinn Carlos Cordeiro, ætla sér að halda áfram að borga konum minna en körlum. Þeim mun ekki takast það. Við viljum að allir stuðningsmenn okkar, styrktaraðilar, kollegar og allar konur út um allan heim viti að við erum hvergi smeykar og að við getum ekki beðið eftir að fara með þetta mál fyrir kviðdóm,“ sagði Molly Levinson. Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Málamiðlun bandarísku landsliðskvennanna og bandaríska knattspyrnusambandsins skilaði engum árangri og því er ljóst að deilumál þeirra og kæra knattspyrnukvennanna endar í réttarsal. Leikmenn bandaríska landsliðsins kærðu knattspyrnusambandið sitt fyrir að borga þeim ekki jafnhá laun og bónusa og þeir borga leikmönnum karlalandsliðs þjóðarinnar. Krafa bandarísku fótboltakvennanna fékk mikinn hljómgrunn eftir frábæra frammistöðu þeirra á HM í Frakklandi í sumar og svo mikinn að nokkrar þingkonur lögðu meðal annars fram frumvarp um að íþróttasambönd Bandaríkjanna yrðu hér eftir að borga konum og körlum jafnmikið. Bandaríska sambandið hefur svarað með tölum um að þeir hafi borgað leikmönnum kvennalandsliðsins meira í heildina en leikmönnum karlalandsliðið. Bandarísku konurnar hafa unnið tvo heimsmeistaratitla í röð en karlarnir komust ekki á síðasta HM. Málamiðlun milli deiluaðila fór fram í þessari viku og átti þar að reyna finna lausn á deilunni svo að málið þyrfti ekki að fara fyrir dómstóla. Leikmenn bandaríska liðsins hafa nú komið fram og sagt að þessari málamiðlun sé lokið án árangurs.US women's soccer players say mediation talks with federation ended without resolution and dispute over equal pay will now head to jury trial https://t.co/sOqYuughW7 — CBC Sports (@cbcsports) August 15, 2019„Við komum vongóðar inn í málamiðlun vikunnar. Við höfum hins vegar ákveðið að enda þessar viðræður í dag enda mjög vonsviknar með bandaríska sambandið sem er áfram staðráðið að halda úti mismunun og órétti gagnvart leikmönnum kvennalandsliðsins,“ sagði Molly Levinson, talsmaður bandarísku leikmannanna í viðtali við CBC. Bandaríska sambandið segist hafa mætt í sáttahug en sakar leikmennina um alltof miklar kröfur og óárangursríka nálgun. Við metum okkar leikmenn að verðleikum og höfum alltaf sýnt það með því að borga þeim bætur og styðja betur við bakið á þeim en nokkuð annað samband í heiminum,“ segir í yfirlýsingu frá bandarísk knattspyrnusambandinu. Leikmenn bandaríska landsliðsins kærðu sambandið sitt í mars fyrir kynjamismun og næst á dagskrá eru réttarhöld. „Það er greinilega að bandaríska knattspyrnusambandið, þar á meðal stjórnin og forsetinn Carlos Cordeiro, ætla sér að halda áfram að borga konum minna en körlum. Þeim mun ekki takast það. Við viljum að allir stuðningsmenn okkar, styrktaraðilar, kollegar og allar konur út um allan heim viti að við erum hvergi smeykar og að við getum ekki beðið eftir að fara með þetta mál fyrir kviðdóm,“ sagði Molly Levinson.
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira