Bjóða húsnæðislán með neikvæðum vöxtum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 07:25 Jyske Bank er þriðji stærsti banki Danmerkur. Getty/Bloomberg Hinn danski Jyske Bank býður viðskiptavinum sínum nú húsnæðislán með -0,5 prósent vöxtum. „Já, þú last rétt. Nú getur þú fengið húsnæðislán á föstum vöxtum til 10 ára þar sem nafnverð vaxtanna er neikvætt“ eins og það er orðað á vef Jyske Bank. Bankinn, sem er sá þriðji stærsti í Danmörku, bendir þó á að lántakendur munu líklega ekki græða mikið með lántökunni, enda þurfi að standa skil á ýmsum lántökugjöldum og öðrum greiðslum, auk þess sem búast má við gengistapi. Í kynningarherferð sinni fyrir nýju lánin segist Jyske Bank vera fyrsti bankinn í sögunni til að bjóða lán sem þessi. Annar danskur banki, Nordea, hefur jafnframt í hyggju að bjóða upp á húsnæðislán til 20 ára með föstum 0 prósent vöxtum og lán til 30 ára með 0,5 prósent vöxtum. Lántakandi hjá Jyske Bank mun þurfa að standa skil á mánaðarlegum afborgunum eins og af öðrum lánum. Höfuðstóll lánsins lækkar þó meira en því sem afborguninni nemur. Þó lánin séu tæknilega séð með neikvæðum föstum vöxtum er árleg hlutfallstala kostnaðar (APR) af dæmigerðu lání á bilinu 2,11-2,72 prósent. Um er að ræða mælikvarða sem allir bankar verða að gefa upp og endurspeglar raunverulegan kostnað lántakandans á hverju ári út lánstímann. Það skýrist af lántökukostnaði og því að bankinn kaupir skuldabréfið af lántakandanum á afföllum. Í ofanálag þurfa danskir lántakendur að greiða fjármagnstekjuskatt af þessum tæknilega neikvæðu vöxtum þar sem það reiknast sem fjármagnstekjur. Sambærilegur hlutfallskostnaður á fjörutíu ára óverðtryggðu láni er 5,59 prósent.„Við gefum þér ekki pening beint í vasann, en í hverjum mánuði lækkar lánið þitt umfram það sem þú borgar,“ eins og Mikkel Høegh, húsnæðismálahagfræðingur Jyske Bank, kemst að orði. Lágmarksstærð lánsins eru 200 þúsund danskar krónur, 3,7 milljónir íslenskra, og segir bankinn að þetta sé því tilvalið viðbótarlán. Ekki er þó hægt að fá það vaxtalaust. Bankinn segist geta boðið upp á þessi lánakjör vegna þess að bankinn getur sjálfur fjármagnað sig með lánum sem bera neikvæða vexti - og vilji bjóða viðskiptavinum sínum svipuð lánakjör. Stýrivextir í Evrópu eru enda víða lágir, á evrusvæðinu eru þeir -0,4 prósent og í Danmörku í kringum -0,6 prósent. Hér má frekar fræðast um neikvæða stýrivexti. Þó er sá galli á gjöf Njarðar að innistæðueigendur, fólk sem er með sparnaðinn sinn hjá Jyske, munu ekki sjá neina vexti á sparnaðarreikningum sínum. Þeir gætu jafnvel orðið neikvæðir þegar fram líða stundir. „Það vill hins vegar enginn bankinn verða sá fyrsti til bað bjóða upp á neikvæða innlánsvexti,“ segir fyrrnefndur Høegh. Bankinn UBS í Sviss tilkynnti efnuðum viðskiptavinum sínum hins vegar í síðustu viku að lagt yrði 0,6 prósenta árlegt gjald á allar innistæður sem nema meira en 600 þúsund evrum, 69 milljónum króna. Nánar má fræðast um lán Jyske Bank á heimasíðu bankans.Fréttin var uppfærð klukkan 15:42 með nánari upplýsingum um hlutfallskostnað kostnaðar. Danmörk Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira
Hinn danski Jyske Bank býður viðskiptavinum sínum nú húsnæðislán með -0,5 prósent vöxtum. „Já, þú last rétt. Nú getur þú fengið húsnæðislán á föstum vöxtum til 10 ára þar sem nafnverð vaxtanna er neikvætt“ eins og það er orðað á vef Jyske Bank. Bankinn, sem er sá þriðji stærsti í Danmörku, bendir þó á að lántakendur munu líklega ekki græða mikið með lántökunni, enda þurfi að standa skil á ýmsum lántökugjöldum og öðrum greiðslum, auk þess sem búast má við gengistapi. Í kynningarherferð sinni fyrir nýju lánin segist Jyske Bank vera fyrsti bankinn í sögunni til að bjóða lán sem þessi. Annar danskur banki, Nordea, hefur jafnframt í hyggju að bjóða upp á húsnæðislán til 20 ára með föstum 0 prósent vöxtum og lán til 30 ára með 0,5 prósent vöxtum. Lántakandi hjá Jyske Bank mun þurfa að standa skil á mánaðarlegum afborgunum eins og af öðrum lánum. Höfuðstóll lánsins lækkar þó meira en því sem afborguninni nemur. Þó lánin séu tæknilega séð með neikvæðum föstum vöxtum er árleg hlutfallstala kostnaðar (APR) af dæmigerðu lání á bilinu 2,11-2,72 prósent. Um er að ræða mælikvarða sem allir bankar verða að gefa upp og endurspeglar raunverulegan kostnað lántakandans á hverju ári út lánstímann. Það skýrist af lántökukostnaði og því að bankinn kaupir skuldabréfið af lántakandanum á afföllum. Í ofanálag þurfa danskir lántakendur að greiða fjármagnstekjuskatt af þessum tæknilega neikvæðu vöxtum þar sem það reiknast sem fjármagnstekjur. Sambærilegur hlutfallskostnaður á fjörutíu ára óverðtryggðu láni er 5,59 prósent.„Við gefum þér ekki pening beint í vasann, en í hverjum mánuði lækkar lánið þitt umfram það sem þú borgar,“ eins og Mikkel Høegh, húsnæðismálahagfræðingur Jyske Bank, kemst að orði. Lágmarksstærð lánsins eru 200 þúsund danskar krónur, 3,7 milljónir íslenskra, og segir bankinn að þetta sé því tilvalið viðbótarlán. Ekki er þó hægt að fá það vaxtalaust. Bankinn segist geta boðið upp á þessi lánakjör vegna þess að bankinn getur sjálfur fjármagnað sig með lánum sem bera neikvæða vexti - og vilji bjóða viðskiptavinum sínum svipuð lánakjör. Stýrivextir í Evrópu eru enda víða lágir, á evrusvæðinu eru þeir -0,4 prósent og í Danmörku í kringum -0,6 prósent. Hér má frekar fræðast um neikvæða stýrivexti. Þó er sá galli á gjöf Njarðar að innistæðueigendur, fólk sem er með sparnaðinn sinn hjá Jyske, munu ekki sjá neina vexti á sparnaðarreikningum sínum. Þeir gætu jafnvel orðið neikvæðir þegar fram líða stundir. „Það vill hins vegar enginn bankinn verða sá fyrsti til bað bjóða upp á neikvæða innlánsvexti,“ segir fyrrnefndur Høegh. Bankinn UBS í Sviss tilkynnti efnuðum viðskiptavinum sínum hins vegar í síðustu viku að lagt yrði 0,6 prósenta árlegt gjald á allar innistæður sem nema meira en 600 þúsund evrum, 69 milljónum króna. Nánar má fræðast um lán Jyske Bank á heimasíðu bankans.Fréttin var uppfærð klukkan 15:42 með nánari upplýsingum um hlutfallskostnað kostnaðar.
Danmörk Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira