Arnar gegn Ágústi í Víkinni í kvöld: „Þegar þú ert kominn svona langt áttu ekki að setjast í neinar skotgrafir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. ágúst 2019 10:00 Víkingur og Breiðablik mætast í síðari undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla í Víkinni í kvöld en sigurvegarinn mætir FH í úrslitaleiknum um miðjan september. Þjálfarar liðanna sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í gær en það er ansi langt síðan Víkingur komst í bikarúrslitin. „Þetta verður hörkuleikur og mikil barátta. Það er mikið í húfi,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í samtali við Guðjón Guðmundsson. Víkingur hefur ekki kominst í úrslitaleik bikarkeppninnar síðan 1971 og því er leikurinn fyrir þær sakir enn meira spennandi í kövld. „Þetta er okkar stærsti leikur í Víkinni í háa herrans tíð. Það er langt síðan að síðasti úrslitaleikur var og við erum mjög vel stemmdir.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að Blikarnir eru á góðu róli og eru búnir að ná í fín úrslit upp á síðkastið. Við erum líka búnir að gera það og okkur hlakkar til að takast á við sterkt lið Blika.“ Víkingur vann Breiðablik í Pepsi Max-deildinni á dögunum en Arnar var hundfúll með sitt lið eftir leikinn. Hann vonast eftir betri spilamennsku í kvöld. „Blikarnir voru heilt yfir sterkari en okkur til hrós þá vorum við með einstaklingsgæði sem kláruðu þennan leik. Við sýndum karakter en við ætlum að gera betur spilalega séð á morgun.“ „Við ætlum að mæta þeim af krafti og spila á háu tempói. Þetta verður stórskemmtilegur leikur. Ég lofa því. Það verður mikið af mörkum og mikil dramatík.“ Arnar býst við miklu fjöri í Víkinni í kvöld og segist ekki ætla að spila einhvern dúndrandi varnarleik í kvöld. „Þetta verður ekta bikarleikur og ég er þeirra skoðunar að þegar þú ert kominn svona langt áttu ekkert að fara í einhverjar skotgrafir. Þú átt að gefa bara í sýna viljann í verki til þess að komast í úrslitaleikinn. Það er gríðarlega mikið í húfi fyrir klúbbinn að stíga þetta stóra skref.“ Breiðablik er sigurstranglegra liðið ef marka má stöðu liða í deildinni en Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, segir að það verði ekkert gefið eftir í kvöld. „Ég reikna með að þetta verði hörkuleikur og við töpuðum fyrir þeim hérna um daginn í hörkuleik. Það voru fimm mörk skoruð en við ætlum okkur að fara alla leið,“ sagði Ágúst. „Við fengum smjörþef af þessu að spila úrslitaleik í fyrra en töpuðum því miður. Við töpum í vítaspyrnukeppni en við erum með blod på tanden (innsk. blm. blóð á tönnunum) og ætlum okkur að fara alla leið þetta árið.“ Innslagið má sjá hér að ofan. Mjólkurbikarinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Víkingur og Breiðablik mætast í síðari undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla í Víkinni í kvöld en sigurvegarinn mætir FH í úrslitaleiknum um miðjan september. Þjálfarar liðanna sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í gær en það er ansi langt síðan Víkingur komst í bikarúrslitin. „Þetta verður hörkuleikur og mikil barátta. Það er mikið í húfi,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í samtali við Guðjón Guðmundsson. Víkingur hefur ekki kominst í úrslitaleik bikarkeppninnar síðan 1971 og því er leikurinn fyrir þær sakir enn meira spennandi í kövld. „Þetta er okkar stærsti leikur í Víkinni í háa herrans tíð. Það er langt síðan að síðasti úrslitaleikur var og við erum mjög vel stemmdir.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að Blikarnir eru á góðu róli og eru búnir að ná í fín úrslit upp á síðkastið. Við erum líka búnir að gera það og okkur hlakkar til að takast á við sterkt lið Blika.“ Víkingur vann Breiðablik í Pepsi Max-deildinni á dögunum en Arnar var hundfúll með sitt lið eftir leikinn. Hann vonast eftir betri spilamennsku í kvöld. „Blikarnir voru heilt yfir sterkari en okkur til hrós þá vorum við með einstaklingsgæði sem kláruðu þennan leik. Við sýndum karakter en við ætlum að gera betur spilalega séð á morgun.“ „Við ætlum að mæta þeim af krafti og spila á háu tempói. Þetta verður stórskemmtilegur leikur. Ég lofa því. Það verður mikið af mörkum og mikil dramatík.“ Arnar býst við miklu fjöri í Víkinni í kvöld og segist ekki ætla að spila einhvern dúndrandi varnarleik í kvöld. „Þetta verður ekta bikarleikur og ég er þeirra skoðunar að þegar þú ert kominn svona langt áttu ekkert að fara í einhverjar skotgrafir. Þú átt að gefa bara í sýna viljann í verki til þess að komast í úrslitaleikinn. Það er gríðarlega mikið í húfi fyrir klúbbinn að stíga þetta stóra skref.“ Breiðablik er sigurstranglegra liðið ef marka má stöðu liða í deildinni en Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, segir að það verði ekkert gefið eftir í kvöld. „Ég reikna með að þetta verði hörkuleikur og við töpuðum fyrir þeim hérna um daginn í hörkuleik. Það voru fimm mörk skoruð en við ætlum okkur að fara alla leið,“ sagði Ágúst. „Við fengum smjörþef af þessu að spila úrslitaleik í fyrra en töpuðum því miður. Við töpum í vítaspyrnukeppni en við erum með blod på tanden (innsk. blm. blóð á tönnunum) og ætlum okkur að fara alla leið þetta árið.“ Innslagið má sjá hér að ofan.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira