Hendum ekki afmælisafgöngum – verslunum verði skylt að gefa Ellen Calmon skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Ég fór eitt sinn í fínt afmælisboð þar sem boðið var upp á grillaða hamborgara og kjúkling úr betri kjötverslunum bæjarins. Með þessu var tilheyrandi brauð, ferskt salat og annað grænmeti. Þegar ljóst var að gestirnir höfðu borðað nægju sína tók gestgjafinn sig til og hreinsaði af öllum matarbökkunum afgangana sem voru heilu hamborgarabuffin, kjúklingalundirnar og nýskorið salat. Hann henti þessu öllu beint í ruslið. Mér varð ómótt þegar ég varð vitni að þessu, en sagði ekkert, því ég hafði heyrt að hann borðaði ekki afganga. Þegar ég er með afmæli og sé að við fjölskyldan komumst ekki yfir afgangana áður en þeir úldna þá býð ég gjarnan gestum að taka mat með sér heim eða ég frysti þá eða kem þeim út í önnur hús. Ég reyni að henda ekki mat ef ég mögulega kemst hjá því. Ástæðuna ættu flest allir í upplýstu samfélagi að þekkja. Hún er umhverfisins vegna, almenn sóun, auk þess er illa farið með þá fjármuni sem hefur verið varið í matvælin. Nú hafa nokkrar verslanir tekið það upp að selja matvæli og aðra dagvöru á niðursettu verði ef hún er að nálgast síðasta söludag sem er mjög jákvætt. Þó vitum við enn um læsta sorpgáma á bak við verslanir fulla af nýtanlegum matvælum. Gætum við ekki gert verslunum skylt að reyna fyrst að gefa matvæli sem þær telja sig þurfa að henda áður en þau lenda í sorpgámunum? Þetta er hægt að gera með því að láta matvælin standa í körfum fyrir utan eða í anddyri verslananna eða með því að gefa þau til hjálparstofnana eða félagasamtaka. Því síðasti söludagur þýðir oftast að framleiðslufyrirtækið geti ekki ábyrgst ferskleika vörunnar lengur en dagsetningin gefur til kynna en ekki að varan sé úldin eða ónýtanleg. Hendum ekki afmælisafgöngum, gefum gestum með sér heim. Gefum vörur sem eru útrunnar. Ég er viss um að fjölmargir myndu nýta sér það, umhverfinu og pyngjunni til góðs. Höfundur er varaborgarfulltrúi og fulltrúi í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Matur Umhverfismál Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég fór eitt sinn í fínt afmælisboð þar sem boðið var upp á grillaða hamborgara og kjúkling úr betri kjötverslunum bæjarins. Með þessu var tilheyrandi brauð, ferskt salat og annað grænmeti. Þegar ljóst var að gestirnir höfðu borðað nægju sína tók gestgjafinn sig til og hreinsaði af öllum matarbökkunum afgangana sem voru heilu hamborgarabuffin, kjúklingalundirnar og nýskorið salat. Hann henti þessu öllu beint í ruslið. Mér varð ómótt þegar ég varð vitni að þessu, en sagði ekkert, því ég hafði heyrt að hann borðaði ekki afganga. Þegar ég er með afmæli og sé að við fjölskyldan komumst ekki yfir afgangana áður en þeir úldna þá býð ég gjarnan gestum að taka mat með sér heim eða ég frysti þá eða kem þeim út í önnur hús. Ég reyni að henda ekki mat ef ég mögulega kemst hjá því. Ástæðuna ættu flest allir í upplýstu samfélagi að þekkja. Hún er umhverfisins vegna, almenn sóun, auk þess er illa farið með þá fjármuni sem hefur verið varið í matvælin. Nú hafa nokkrar verslanir tekið það upp að selja matvæli og aðra dagvöru á niðursettu verði ef hún er að nálgast síðasta söludag sem er mjög jákvætt. Þó vitum við enn um læsta sorpgáma á bak við verslanir fulla af nýtanlegum matvælum. Gætum við ekki gert verslunum skylt að reyna fyrst að gefa matvæli sem þær telja sig þurfa að henda áður en þau lenda í sorpgámunum? Þetta er hægt að gera með því að láta matvælin standa í körfum fyrir utan eða í anddyri verslananna eða með því að gefa þau til hjálparstofnana eða félagasamtaka. Því síðasti söludagur þýðir oftast að framleiðslufyrirtækið geti ekki ábyrgst ferskleika vörunnar lengur en dagsetningin gefur til kynna en ekki að varan sé úldin eða ónýtanleg. Hendum ekki afmælisafgöngum, gefum gestum með sér heim. Gefum vörur sem eru útrunnar. Ég er viss um að fjölmargir myndu nýta sér það, umhverfinu og pyngjunni til góðs. Höfundur er varaborgarfulltrúi og fulltrúi í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun