Ég er eins og ég er Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Þegar lögreglan í New York stormaði inn á Stonewall-barinn fyrir fimmtíu árum áttu flestir von á að atburðarásin yrði hefðbundin. Lögreglan gerði reglulega rassíu á þessum vinsæla bar þar sem hinsegin fólk gat dansað saman óáreitt. Í þetta sinn var lögreglan hins vegar borin ofurliði – fólk fékk nóg og fjöldinn reis upp gegn vanvirðingu, yfirgangi og óréttlæti. Átök stóðu heila helgi og nokkur þúsund manns tóku þátt. Máttur samstöðunnar var virkjaður og þá varð ekki aftur snúið. Árið 2019 minnumst við þess að hálf öld er liðin frá þessari merkilegu uppreisn sem af mörgum er talin vera viðburðurinn þar sem réttindabarátta hinsegin fólks hófst af krafti. Um leið eru tuttugu ár liðin frá því að á Íslandi fóru fyrst fram hátíðahöldin sem í dag nefnast Hinsegin dagar og ná hámarki með Gleðigöngunni. Sá mikli fjöldi fólks sem nú fagnar fjölbreytileikanum á þessari litríku hátíð sýnir þá ótrúlegu viðhorfsbreytingu sem orðið hefur hér á landi á fáeinum árum og áratugum.En hvað með kynlífið þitt? Ég er þakklátur fyrir að hafa nær aldrei mætt mótlæti sökum kynhneigðar minnar. Fordóma í garð hinsegin fólks er hins vegar enn að finna á Íslandi og sögur fólksins jafnmargar og fólkið er margt. Samkvæmt nýrri óformlegri könnun sem unnin var á vegum Hinsegin daga, um málefni hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði, telja 15% þeirra sem svöruðu að þau hafi færri tækifæri á vinnumarkaði samanborið við þau sem ekki eru hinsegin. Nærri þriðjungur hinsegin fólks upplifir óþægilegar og nærgöngular spurningar frá samstarfsfólki og stjórnendum á vinnustað sínum, svo sem tengdar kynlífi, kynfærum og hjúskaparstöðu. Í fyrra voru samþykkt lög um jafna meðferð á vinnumarkaði en í þeim er sérstaklega tilgreind jöfn meðferð einstaklinga óháð kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu. Í þessu felst mikilvæg réttarbót. En við þurfum líka að rýna í menninguna og breyta henni. Vindar geta breyst hratt og við megum aldrei sofna á verðinum. Þau sem vörðuðu veginn Löggjafinn þarf á hverjum tíma að tryggja að hann fari á undan með góðu fordæmi. Til þess þarf bæði vilja og þor. Nýsamþykkt lagafrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði felur í sér afar mikilvægar breytingar á réttarstöðu hinsegin fólks hér á landi og með samþykkt þeirra skipar Ísland sér í fremstu röð á heimsvísu í málefnum hinsegin fólks. Kjarninn í nýju lögunum er að virða og styrkja sjálfsákvörðunarrétt fólks. Í Gleðigöngunni á laugardag ætla ég að hugsa til fólks um allan heim sem berst fyrir því að lifa lífinu á sínum eigin forsendum. Ég er meðvitaður um að líf mitt væri afar frábrugðið því sem er ef ég hefði fæðst í landi þar sem réttindi hinsegin fólks eru þverbrotin og ómögulegt væri t.d. að vera opinberlega samkynhneigður ráðherra. Í göngunni ætla ég líka að hugsa með þakklæti til þeirra sem hafa í gegnum árin tryggt réttarstöðu hinsegin fólks og allra hetjanna sem vörðuðu veginn. Ég er eins og ég er. Við þurfum ekki öll að vera eins.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Hinsegin Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Þegar lögreglan í New York stormaði inn á Stonewall-barinn fyrir fimmtíu árum áttu flestir von á að atburðarásin yrði hefðbundin. Lögreglan gerði reglulega rassíu á þessum vinsæla bar þar sem hinsegin fólk gat dansað saman óáreitt. Í þetta sinn var lögreglan hins vegar borin ofurliði – fólk fékk nóg og fjöldinn reis upp gegn vanvirðingu, yfirgangi og óréttlæti. Átök stóðu heila helgi og nokkur þúsund manns tóku þátt. Máttur samstöðunnar var virkjaður og þá varð ekki aftur snúið. Árið 2019 minnumst við þess að hálf öld er liðin frá þessari merkilegu uppreisn sem af mörgum er talin vera viðburðurinn þar sem réttindabarátta hinsegin fólks hófst af krafti. Um leið eru tuttugu ár liðin frá því að á Íslandi fóru fyrst fram hátíðahöldin sem í dag nefnast Hinsegin dagar og ná hámarki með Gleðigöngunni. Sá mikli fjöldi fólks sem nú fagnar fjölbreytileikanum á þessari litríku hátíð sýnir þá ótrúlegu viðhorfsbreytingu sem orðið hefur hér á landi á fáeinum árum og áratugum.En hvað með kynlífið þitt? Ég er þakklátur fyrir að hafa nær aldrei mætt mótlæti sökum kynhneigðar minnar. Fordóma í garð hinsegin fólks er hins vegar enn að finna á Íslandi og sögur fólksins jafnmargar og fólkið er margt. Samkvæmt nýrri óformlegri könnun sem unnin var á vegum Hinsegin daga, um málefni hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði, telja 15% þeirra sem svöruðu að þau hafi færri tækifæri á vinnumarkaði samanborið við þau sem ekki eru hinsegin. Nærri þriðjungur hinsegin fólks upplifir óþægilegar og nærgöngular spurningar frá samstarfsfólki og stjórnendum á vinnustað sínum, svo sem tengdar kynlífi, kynfærum og hjúskaparstöðu. Í fyrra voru samþykkt lög um jafna meðferð á vinnumarkaði en í þeim er sérstaklega tilgreind jöfn meðferð einstaklinga óháð kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu. Í þessu felst mikilvæg réttarbót. En við þurfum líka að rýna í menninguna og breyta henni. Vindar geta breyst hratt og við megum aldrei sofna á verðinum. Þau sem vörðuðu veginn Löggjafinn þarf á hverjum tíma að tryggja að hann fari á undan með góðu fordæmi. Til þess þarf bæði vilja og þor. Nýsamþykkt lagafrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði felur í sér afar mikilvægar breytingar á réttarstöðu hinsegin fólks hér á landi og með samþykkt þeirra skipar Ísland sér í fremstu röð á heimsvísu í málefnum hinsegin fólks. Kjarninn í nýju lögunum er að virða og styrkja sjálfsákvörðunarrétt fólks. Í Gleðigöngunni á laugardag ætla ég að hugsa til fólks um allan heim sem berst fyrir því að lifa lífinu á sínum eigin forsendum. Ég er meðvitaður um að líf mitt væri afar frábrugðið því sem er ef ég hefði fæðst í landi þar sem réttindi hinsegin fólks eru þverbrotin og ómögulegt væri t.d. að vera opinberlega samkynhneigður ráðherra. Í göngunni ætla ég líka að hugsa með þakklæti til þeirra sem hafa í gegnum árin tryggt réttarstöðu hinsegin fólks og allra hetjanna sem vörðuðu veginn. Ég er eins og ég er. Við þurfum ekki öll að vera eins.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar